Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.09.1961, Page 100

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.09.1961, Page 100
XV. KAFLI. TILRAUN Á DÝRFINNUSTÖÐUM 1959 1. RANNSÓKN AREFNI OG AÐFERÐIR. Markmið tilraunarinnar var að bera saman framfarir sláturlamba að haust- inu, annars vegar með mæðrum á úthaga og hins vegar móðurlausra á fóður- káli. Ennfremur, hvort ávinningur væri að gefa lömbum á fóðurkáli vaxtar- hormóninn stilbestrol. í tilraunina voru notuð 80 lömb, 56 hrútar og 24 gimbrar, á Dýrfinnustöð- um í Akrahreppi. Þann 6. september hófst tilraunin. Voru lömbin þá vegin á fæti og þeim skipt í 4 jafna flokka, A, B, C og D, eftir kyni og þunga.þannig að 14 lirútar og 6 gimbrar voru í hverjum flokki. Lömbunum í A-flokki var sleppt á úthaga með mæðrum sínum, B-flokkslömbunum var sleppt móður- lausum á kál, C-flokkslömbunum var gefið 3 mg stilbestrol undir húð á eyra, eins og lýst er í kafla XIV, og þeim að því búnu sleppt móðurlausum á kál með B-flokki, en D-flokkslömbunum var slátrað 7. sept. til þess að ganga úr skugga urn, hvernig lömbin legðu sig, er tilraunin hófst. Lömbin, sem á káli gengu, höfðu einnig aðgang að örlítilli spildu af óræktuðu landi. Fóðurkálið var á 0.6 ha spildu. Var það allvel sprottið. Lömbunum í A-, B- og C-flokki var gefið ormalyf, er tilraunin hófst, 15 g hverju. Þann 12. október voru lömbin í A-, B- og C-flokki vegin á fæti og þeim slátrað daginn eftir. Nýrnamör var veginn með föllunum. 2. NIÐURSTÖÐUR TILRAUNARINNAR. a. Áhrif á þunga á fæti. Tafla 81 sýnir meðalþunga lambanna á fæti í öllum flokkum, fyrii hvort kyn sér og bæði kyn sameiginlega í byrjun og lok tilraunar, ásamt þyngdar- aukningu á tilraunaskeiðinu. Lömbin í öllum flokkum vógu því nær jafnt að meðaltali, er tilraunin hófst, þ. e. 30.42 kg í A-, B- og C-fl. og 30.45 kg í D-flokki. Á tilraunaskeiðinu þyngd- ust lömbin í A-flokki 5.43 kg, í B-flokki 4.43 kg og í C-flokki 3.85 kg að meðal- tali á fæti. Þyngdaraukning allra flokkanna, miðað við D-flokk, á tilrauna- skeiðinu er raunhæf í 99.9% tilfella. Lömbin í A-flokki, sem gengu með mæðr- um á úthaga, þyngdust mest, eða 1.00 kg meira að meðaltali en lömbin í B-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.