Fréttablaðið - 19.11.2021, Side 12
n Halldór
n Frá degi til dags
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is,
FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í
stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún
Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Ef þefa á
uppi hvert
einasta
Covid-smit
þá mun sá
eltingaleik-
ur standa
æði lengi
og skila
engu nema
viðvarandi
höftum.
Samein-
uðu þjóð-
irnar hafa
bein og
óbein áhrif
á líf fólks
um allan
heim.
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb
@frettabladid.is
Ekki verður séð að mikið vit sé í því
að telja Covid-smit af sama ákafa og
gert var áður en þjóðin var að stórum
hluta bólusett. Með því að einblína
á smittölur er einfaldlega verið að
senda þau skilaboð til fólks að bólusetningar
skipti sáralitlu máli – sem er vitanlega alls
ekki rétt.
Ef þefa á uppi hvert einasta Covid-smit þá
mun sá eltingaleikur standa æði lengi og skila
engu nema viðvarandi höftum. Sóttvarnayfir-
völd virðast tilbúin í þann leik, eru jafnvel
frekar spennt fyrir honum. Stór hluti almenn-
ings er það alls ekki. Það er löngu tímabært að
breyta um áherslur.
Hér á landi streymdi fólk í bólusetningar
og f lestir eru tvíbólusettir, sumir hafa farið
þrisvar. Lítið bólar hins vegar á frelsinu sem
fólki var lofað, léti það sprauta sig. Enn eru
ströng höft við lýði og lítið vit virðist í þeim
flestum. Endalaust er verið að telja fólki trú
um að hættur leynist svo að segja alls staðar.
Ótrúlega margir gleypa við þeim áróðri.
Rétt er að víkja að menningunni – en ekki
hafa borist fréttir af því að fólk sé að smitast
í einhverjum mæli á menningarviðburðum.
Samt er það svo að það kostar mikla fyrirhöfn
að komast á slíka viðburði. Þar eru fjöldatak-
markanir og grímuskylda, hraðprófs er krafist
og fólk má ekki blanda geði. Ekki nema von
að margir forðist að leggja þetta á sig og kjósi
að sitja heima. Menningarviðburðir eiga að
vera vítamínsprauta fyrir sálarlífið, ekki vera
íþyngjandi. Á hverjum degi er menningarvið-
burðum frestað eða hætt við þá vegna ýmiss
konar takmarkana. Menningarlíf á Íslandi er að
verða fyrir miklu höggi vegna hafta. Eigum við
virkilega að taka því með brosi á vör?
Með höftum er verið að tala niður árangur
bólusetninga. Á sama tíma er farið í bólu-
setningarátak. Það er ekki einkennilegt að
einhverjir skuli spyrja: Til hvers að fara í bólu-
setningu ef það skilar mér engu? Aðrir heimta
svo að óbólusettir verði gerðir að annars
f lokks borgurum því bólusettum stafi hætta
af þeim. Þjóðfélag sem skiptir þegnum sínum
í hópana „við“ og „hinir“ er komið á skelfilega
braut.
Það þarf að greina vandann mun betur gert
hefur verið. Við getum ekki endalaust búið við
höft vegna smita sem eru ekki í miklum mæli
að valda alvarlegum veikindum. Mannréttindi
einstaklinga eiga svo ekki að miðast við stöðu
Landspítans hverju sinni. Úrbóta er örugglega
þörf á Landspítalanum, en það á ekki að setja
almenning í fjötra þess vegna. n
Tölurnar
Í dag eru 75 ár síðan Ísland gerðist aðili að Sameinuðu
þjóðunum. Eftir hörmungar tveggja heimsstyrjalda
varð til hugsjón og von um að ríki heims gætu samein-
ast um að vinna að friði, mannréttindum og framþróun
fyrir alla.
Í ræðu sem Thor Thors sendiherra flutti við tilefnið,
sagði hann hugsjónina að baki Sameinuðu þjóðunum
endurspegla vel gildismat Íslendinga. Þátttakan í starfi
Sameinuðu þjóðanna hefur allar götur síðan verið horn-
steinn í utanríkisstefnu okkar. Ísland hefur á þessum
75 árum verið öflugur málsvari sjálfsákvörðunarréttar,
virðingar fyrir alþjóðalögum, mannréttinda, jafnréttis,
bættra lífsgæða og sjálfbærrar auðlindanýtingar.
Sameinuðu þjóðirnar hafa bein og óbein áhrif á líf
fólks um allan heim. Þær eru vettvangur fyrir samtöl
þjóða sem stuðla að sameiginlegum skilningi og sátt
um réttindi og skyldur ríkja, mannréttindi, félagslegar
og efnahagslegar framfarir og öryggismál, svo fátt eitt
sé nefnt.
Á hverjum degi sinnir starfsfólk þeirra brýnum
verkefnum, oft við afar krefjandi aðstæður, við að
aðstoða og vernda þá sem eiga undir högg að sækja
vegna átaka, hamfara, fátæktar eða óréttlætis. Við
stöndum í þakkarskuld við mikilvæg og óeigingjörn
störf þess.
Erfiðustu viðfangsefni samtímans verða ekki leyst
í einrúmi. Heimsfaraldurinn, hraðfara loftslags-
breytingar og vaxandi spenna í alþjóðasamskiptum
undirstrika þá staðreynd. Við þurfum því að tryggja
að Sameinuðu þjóðirnar og aðildarríkin 193 hafi getu
og þor til að takast á við þessi viðfangsefni. Það gerist
ekki af sjálfu sér. Ísland hefur á síðustu árum aukið
þátttöku í starfi Sameinuðu þjóðanna og eflt samstarf
við helstu stofnanir og sjóði um velferð barna, kynja-
jafnrétti og mæðravernd. Á sama tíma höfum við
hvatt til aukinnar þátttöku ungmenna, félagasamtaka
og atvinnulífsins í verkefnum Sameinuðu þjóðanna.
Öll ríki, stór og smá, bera ábyrgð á Sameinuðu þjóð-
unum og því að leggja rækt við hugsjónirnar sem þær
standa fyrir og Ísland mun halda áfram að vera þar í
fararbroddi. n
Sameinuð með þjóðum
Guðlaugur Þór
Þórðarson
utanríkis- og
þróunarsam-
vinnuráðherra
arnartomas@frettabladid.is
Gaggó gró
Áttundi bekkur í Hagaskóla
sat heima í gær eftir að mygla
greindist í múr þartilgerðrar
áttundabekkjarálmu. Skólinn
bætist þar með á vaxandi lista
grunnskóla í Reykjavík sem
hafa þurft að slíta kennslu
vegna myglu á undanförnum
mánuðum. Hagskælingar
fagna því líklega að fá að
brjóta upp heimasetu vegna
sóttkvíar eða einangrunar
með heimasetu sökum myglu,
en óskandi væri að húsanör-
dar myndu rannsaka hvort
arkitektar hafi hannað grunn-
skóla borgarinnar í funkis- eða
fungis-stíl.
Messuvín
Þótt Alþingi hafi ekki komið
saman í rúmlega hálft ár geng-
ur lífið áfram sinn vanagang.
Óspektir vegna anarkíunnar
hafa verið í lágmarki, sem
vekur upp spurninguna hvort
það séu f leiri stofnanir sem
samfélagið gæti verið án, til
lengri tíma litið. Myndi einhver
sakna Menntamálastofnunar
í svo sem eins og hálft ár? Vín-
búðin er þó ómissandi bákn
sem leitar nú í örvæntingu að
nýju húsnæði í miðborginni en
sennilega endar hún á að opna
fyrir starfsemi í Hallgríms-
kirkjuturninum, aðsókn hvers
hefur liðið fyrir fækkun ferða-
manna í faraldrinum. n
Kíktu í heimsókn
og prófaðu!
Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - patti.is
Vinsælu Hvíldarsófarnir
væntanlegir aftur í byrjun desember
Sjá nánar
á patti.is
Tryggðu
þér
eintak
2 sæta sófi
3 sæta sófi
Hægindastóll
Vandaðir sófar með
rafstillanlegum sætum.
SX 80532
SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 19. nóvember 2021 FÖSTUDAGUR