Fréttablaðið - 19.11.2021, Side 28

Fréttablaðið - 19.11.2021, Side 28
 Ég hugsa mjög fallega til minn- inga frá minni eigin æsku. Þá voru alltaf bakaðar piparkökur fyrir jól og við skreytt- um þær saman öll fjölskyldan. Nú langar mig að gera þetta með dóttur minni. Elín Albertsdóttir elin @frettabladid.is Jólabarnið Salka Sól Eyfeld ætlar að endurvekja jóla- stemninguna fyrir þessi jól á sama hátt og hún gerði fyrir tveimur árum. Þá var hún komin á níunda mánuð með fyrsta barnið, dótturina Unu Lóu, en nú styttist í að sonur komi í heiminn. Salka Sól hefur verið áberandi á árinu enda hefur verið mikið að gera hjá henni í alls kyns verk­ efnum, jafnt á sviði tónlistarinnar og leikhússins. Hún er enn í fullri vinnu þótt hún ætli að taka aðeins rólegri aðventu núna miðað við í fyrra. „Þetta verða kannski svolítið öðruvísi jól en samt kunnugleg. Ég virðist hafa einn fengitíma sem þýðir að börnin fæðast á þessum árstíma,“ segir Salka hress í bragði. „Fyrir tveimur árum var ég að syngja á jólatónleikum allan desember og þeir síðustu voru fjórum dögum fyrir fæðingu, en það var á Jülevenner Emmsjé Gauta og ég verð aftur með honum núna fyrir jólin. Mér finnst gaman að hafa eitthvað fyrir stafni, það er ekki mikið mál að koma fram og syngja. Ég tek því rólega á milli gigga, verð með Stórsveitinni í byrjun desember sem mér finnst alltaf sérstaklega skemmtilegt,“ segir Salka, en nýlega var frum­ sýnd kvikmyndin Birta þar sem hún leikur eitt aðalhlutverkanna. Jólahefðir í hundrað ár Salka hefur auk þessa verið að gera tónlist fyrir nýtt jólaleikrit, Jólaboðið, sem Vesturport er að setja upp í samstarfi við Þjóð­ leikhúsið og Gísli Örn leikstýrir. „Þetta er f lott leikrit sem fjallar um jólahald hjá sömu fjölskyld­ unni yfir hundrað ára tímabil. Áhorfendur fá að skyggnast inn í jólahefðir og siði íslenskrar fjöl­ skyldu í gegnum árin. Um leið er þetta fjölskyldusaga, bæði gleði og sorg. Leikritið verður einmitt frumsýnt í dag. Við vonumst til að það verði síðan sýnt árlega á aðventu,“ segir Salka, sem er tónlistarstjóri sýningarinnar og sér um alla tónlist ásamt Tómasi Jónssyni píanóleikara. „Við erum búin að semja nýtt jólalag í tengslum við sýninguna. Leikritið átti að frumsýna um síðustu jól en þau plön breyttust vegna Covid. Það eru kannski aðeins breyttar aðstæður hjá mér núna, komin næstum átta mánuði á leið,“ segir Salka og getur ekki annað en hlegið eins og henni einni er lagið. Þegar hún er spurð hvort hún kannist við eitthvað af þessum hefðum sem koma fyrir í leik­ ritinu, svarar hún því játandi. „Það eru nokkrar hefðir í minni fjölskyldu sem eru órjúfanlegur partur af jólunum. Til dæmis laufa­ brauðsgerð. Faðir minn kemur að norðan og það eru nokkrar hefðir komnar frá honum. Meðal þess er að möndlugrauturinn er alltaf hafður í hádeginu á aðfangadag. Maðurinn minn er líka að norðan svo við höfum alist upp við svip­ aðar hefðir. Við munum örugglega halda í þær þegar við förum að halda okkar jól heima,“ segir hún. „Hingað til höfum við skipst á að vera hjá foreldrum okkar á aðfangadagskvöld. Núna er aðeins meira rifist um mann þegar barn hefur bæst í hópinn, en það styttist örugglega í að við höldum okkar jól þegar við verðum komin með tvö börn,“ segir Salka. Piparkökudagur hjá vinahópi „Það er ekki langt síðan ég varð svona jólastelpa. Ég reyni að lýsa upp skammdegið eins mikið og hægt er. Jólatréð fer snemma upp og ég sanka að mér jólailmkertum sem ég kveiki á strax í nóvember. Ég var mjög ýkt í jólastemningu þegar ég gekk með fyrra barnið vegna spennings. Ætli ég hafi ekki haldið að ef jólin kæmu fyrr myndi barnið fæðast fyrr. Núna er ég jafn­ Jólastelpa sem vill lýsa upp aðventuna Salka Sól ætlar að taka aðventuna á rólegri nótum núna miðað við undanfarin ár. Hún á von á sér í byrjun næsta árs. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Jólasnjókorn Sölku Fullt nafn: Salka Sól Eyfeld. Maki: Arnar Freyr Frostason. Börn: Una Lóa Eyfeld. Áhugamál: Fyrir utan það að syngja, leika og skemmta fólki þá er prjónið og alls kyns handavinna í uppáhaldi hjá mér. Mér finnst líka mjög skemmtilegt að elda og prófa mig áfram í eldhúsinu. Uppáhaldsjólamyndin: Við hjónin horfðum á Home alone aftur síðustu jól og héldum að hún hefði kannski ekki elst vel. En við hlógum alveg helling og höfðum gaman af. Upphaldsjólalagið: Ég elska gamlar jólaplötur og platan Gleðileg jól sem var gefin út af Geimsteini er alltaf sett á fóninn um hátíðirnar. Uppáhaldsjólasmákökurnar: Sörur. Engin samkeppni þar. Jólamaturinn: Svo lengi sem rauðkálið er á borðinu er ég sátt. spennt og er alltaf að skoða fallega jólahluti í búðum. Þegar ég var í menntaskóla var próflestur iðu­ lega í desember og ekki mikill tími til að jólaskreyta, frekar að það væri prófastress á þessum árstíma. Núna getur maður notið þess að hlakka til jólanna. Margt breytist þegar barn kemur í heiminn og núna er ég að plana piparköku­ dag með vinum okkar. Þá verða bakaðar piparkökur og skreyttar. Ég hugsa mjög fallega til minn­ inga frá minni eigin æsku. Þá voru alltaf bakaðar piparkökur fyrir jól og við skreyttum þær saman öll fjölskyldan. Nú langar mig að gera þetta með dóttur minni,“ segir hún. Margir forréttir á borðum Þegar Salka er spurð um matar­ hefðir á jólum segir hún að faðir hennar, Hjálmar Hjálmarsson leikari, sé einstakur snillingur í eldhúsinu. „Hann er mjög flinkur ástríðukokkur. Heimagerða rauðkálið hans er svo gott að það er hægt að borða það eintómt. Hann setur það í jólabúning með hlynsírópi, hnetublöndu, salti, pipar, smjöri og kannski smá kanil. Það kemur yndislegur jólailmur í húsið með rauðkálinu. Undanfarin ár höfum við fjölskyldan verið forréttasjúk. Nokkrir forréttir eru í boði, til dæmis er alltaf humar í rjómasósu, alls konar paté og aðrir smáréttir. Í staðinn er minna borðað af hamborgarhryggnum eða hnetusteikinni, eða hverju því sem er á borðum. Svo er heima­ gerður ís á eftir. Venjurnar hafa breyst eftir því sem við systkinin verðum eldri, sérstaklega þegar við áttuðum okkur á að forréttir væru í miklu uppáhaldi. Pabbi kemur okkur á óvart í snilli sinni um hver jól. Að öðru leyti ætla ég að taka því rólega um jólin og undirbúa komu barnsins.“ Mikil stemningskona Salka segir að þar sem hún byrji yfirleitt snemma að æfa jólalögin fyrir tónleika hefjist jólatíminn snemma hjá henni. „Ég er svo mikil stemningskona. Allt sem framkallar stemningu, eins og hrekkjavakan, sem Íslendingar hafa verið að taka upp, finnst mér ótrúlega spennandi. Þetta gerir lífið skemmtilegra.“ Salka skellir upp úr þegar blaðamaður spyr hvort hún ætli að halda í hefðina og koma með þriðja barnið eftir tvö ár. „Það er að minnsta kosti ekki á planinu,“ segir hún. „Ég finn mun á þessari með­ göngu og hinni fyrri þar sem ég er með ungt barn sem þarf umönnun. Síðast taldi ég daga og vikur en er ekkert að spá í það núna. Það verður síðan nóg að gera á næsta ári að halda jól og síðan tvö barna­ afmæli með stuttu millibili. Þar sem ég er mikið jólabarn er ég farin að hlakka mikið til jólanna. Mér finnst laufabrauðs­ gerðin til dæmis skemmtileg. Við búum til deigið og skerum út kökurnar. Síðan höfum við prófað nýjungar, til dæmis að nota spelt, heilhveiti, kúmen eða súrdeig. Svo gerum við soðbrauð og steikjum afganga,“ segir Salka og bætir við að hún ætli svo sannarlega að njóta aðventunnar. „Það verður minna að gera hjá mér fyrir þessi jól heldur en mörg önnur. Ég hagræddi vinnu minni þannig í kringum jólin. Ég verð auðvitað með Helga Björns í lokaþættinum á laugardaginn,“ segir hún. Stutt fæðingarorlof „Ég er mjög ánægð með þá hvatningu að setja upp jólaljósin snemma. Það er svo dimmt hjá okkur og frábært að lýsa upp skammdegið. Ég hlakka til að sitja á náttfötunum og prjóna á milli jóla og áramóta. Ég er búin að prjóna heimferðarföt á soninn. Undanfarið hef ég prjónað mikið af ungbarnafatnaði. Tíminn á milli jóla og nýárs er svo göldróttur, allt svo kósí og rólegt. Fæðingarorlofið verður stutt því ég er að æfa nýjan söngleik, Sem á himni, sem verður frumsýndur í Þjóðleikhúsinu um páskana. Þar fer ég með aðalhlut­ verk á móti Elmari Gilbertssyni. Við æfðum í nokkrar vikur í haust og förum aftur í gang í mars. Mér finnst æðislegt að hafa nóg að gera og er þakklát fyrir að vinna í þessum bransa.“ n 19. nóvember 2021 jól 2021 8 fréttablaðið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.