Fréttablaðið - 19.11.2021, Síða 32
Sjöfn
Þórðardóttir
sjofn
@frettabladid.is
Katrín Halldóra Sigurðar-
dóttir, leik- og söngkona,
hefur í nógu að snúast á
aðventunni, en þrátt fyrir
það vill hún líka halda upp á
aðventuna því hún er mikið
jólabarn.
Mikið er um að vera hjá Katrínu
Halldóru fyrir jólin, til að mynda
verður hún gestur hjá Siggu Bein
teins söngkonu á jólatónleikum
hennar í Eldborg í byrjun desem
ber. Síðan verður hún líka gestur
hjá Friðriki Ómari í Hofi á Akur
eyri í desember.
Katrín segir að aðventan verði
virkilega annasöm, en hún ætli
samt að baka fyrir jólin samhliða
verkefnum sínum í söngnum. „Ég
mun heldur betur syngja jólin inn
í ár. Ég fylgi plötunni minni líka
eftir með því að syngja hér og þar
og alls staðar, þessi plata er svo
sannarlega jólagjöfin í ár,“ segir
Katrín og er hin glaðasta.
Platan nefnist Katrín Halldóra
syngur lög Jóns Múla og eru öll
lögin útsett af Hauki Gröndal.
„Þetta er algjörlega frábært sjö
manna band og svo er mikill
heiður að fá Pál Óskar í tvo dúetta.
Þetta er afmælisheiðursplata þar
sem Jón Múli hefði fagnað aldar
afmæli í ár. Ég er virkilega stolt
af plötunni, hún er eiguleg eign,
fallegar myndir úr hljóðverinu og
svo er þessi tónlist við texta bróður
hans, Jónasar Árnasonar, bara
svo æðisleg. Það er búinn að vera
draumur hjá mér lengi að syngja
þessi lög.“
Finnst þér jafn gaman að leika
eins og að syngja?
„Já, ég elska að geta gert bæði og
það er eiginlega ómögulegt að velja
á milli.“
Lagtertan ómissandi á aðventu
Hvað er ómissandi á aðventunni að
þínu mati?
„Lagterta. Það koma ekki jól fyrr
en hún er bökuð. Ég elska þessa
köku, upprunalega er uppskriftin
frá Kristrúnu langömmu minni og
mamma bakaði hana fyrir okkur
Lagtertan kemur með jólin
Katrín Halldóra safnar jólaskrauti á tréð, einhverju skrítnu og skemmtilegu.
Katrín Halldóra
óskaði eftir upp-
skrift þegar hún
var í viðtali og
margar bárust.
„Meira að segja
sendi ein yndis-
leg kona mér
uppskrift sem
hún hafði fengið
hjá Elly sjálfri,
eða skrifað upp
eftir henni í út-
varpinu.“
FRÉTTABLAÐIÐ/
EYÞÓR
Jólasnjókorn Katrínar
Fullt nafn: Katrín Halldóra Sigurðardóttir.
Maki: Hallgrímur Jón Hallgrímsson.
Börn: Óðinn Ívar Hallgrímsson og Stígur Hallgrímsson.
Áhugamál: Að grúska í tónlist og leiklist, taka ljósmyndir, elda
góðan mat og myndlist.
Uppáhaldsjólamyndin: Love Actually.
Upphaldsjólalagið: The Christmas song.
Uppáhaldsjólasmákökurnar: Vanilluhringirnir og sörurnar hennar
mömmu.
Jólamaturinn: Kalkúnn með hnetufyllingu, brún sósa, Waldorfsalat
og sætkartöflumús.
bættum rjóma eins og amma Kata
gerði alltaf.“
Katrín segir að þau fari ekki í
mörg jólaboð og það sé hið besta
mál. „Við fáum allavega daga inni á
milli í ró og næði, bara til að slappa
af, sem er yndislegt.“
Lyktin af barrnálunum jólaleg
„Ég er svo heppin að eiga mann sem
vinnur sem skógarhöggsmaður.
Hann kemur alltaf með lifandi
jólatré handa mér sem hann hefur
þurft að grisja í skóginum. Það er
eitthvað við lyktina af barrnálun
um sem gerir allt svo jólalegt. Ég set
jólatréð upp snemma, eða í byrjun
desember. Ég safna jólaskrauti á
tréð, einhverju skrítnu og skemmti
legu, og er komin með alls konar
skemmtilegt og erfitt að koma því
fyrir á tréð, glitrandi brokkolí,
jólamótorhjól, pylsuhund í engla
búningi og jólalegan geimfara.“
Katrín er á því að þetta verði
jólaleg jól og öllu verði tjaldað til.
„Ég elska jólin og ég hlakka svo til
að upplifa þau í gegnum litla eins
og hálfs árs gamla son minn, það
er svo gaman að njóta jólanna með
sínum nánustu.“ n
Lagkaka langömmu
Kristrúnar
„Ég baka lagkökuna í miklu magni
og ég hef það fyrir sið að gefa
vinum og vandamönnum bita fyrir
hver jól. Það vekur alltaf mikla
lukku og er orðið partur af jóla
hefðinni hjá mér.“
1 kg hveiti
500 g mjúkt smjör
500 g sykur
4 egg
4 msk. síróp (rúmlega)
2 tsk. negull
4 tsk. kanill
4 tsk. kakó
2 tsk. matarsódi
1 msk. soðið vatn
Setjið allt hráefnið í skál og hnoðið
vel saman. Eftir að deigið hefur
verið hnoðað er það kælt. Geymið í
kæli, í einhvern tíma, t.d. yfir nótt,
síðan skiptið þið því í fjóra hluta og
fletjið út. Loks er því skipt niður á
fjórar plötur og mikilvægt að passa
að baka ekki of lengi við 145°C (fer
eftir ofnum). Kökurnar eiga að vera
mjúkar þegar þær eru teknar út.
Krem
400 g mjúkt smjör
800 g flórsykur
3 egg
Vanilludropar eftir smekk
Örlítið salt
Byrjið á því að setja saman smjör
og flórsykur og hrærið vel saman.
Bætið síðan við einu og einu eggi
í einu. Fyrir þá sem vilja hafa
mikið krem má bæta helmingi
meira við. Setjið kremið á milli
þegar kökurnar hafa kólnað. Setjið
kremið ofan á, lag fyrir lag fyrir lag.
Síðan er lag að skera hverja köku
í 4 til 6 kubba og pakka þeim inn
í bökunarpappír og plastpoka og
geyma í kæli fyrir notkun. Þetta
eru æðislegar sælkeragjafir. n
krakkana þegar við vorum lítil.
Þegar við urðum stærri sendi hún
okkur góðan bita og þetta sparaði
maður yfir alla aðventuna fram að
jólum. Hún er hnoðuð og nú hef
ég tekið upp á því að baka þessa
köku sjálf, en beit í mig að mig
langaði mikið til að reyna að ná
að gera hrærða lagköku sem ég á
minningu um frá því ég var lítil að
hafa smakkað. Ég auglýsti meira
að segja einu sinni í viðtali eftir
þessari lagkökuuppskrift: „Ég er
að leita að hrærðri uppskrift að
lagköku sem er frekar dökk, þétt
en alls ekki þurr, með hvítu kremi.“
Ég fékk nokkrar æðislegar upp
skriftir sendar og ég prófaði að baka
þær allar. Lagkakaði yfir mig þau
jólin og ég var í vandræðum með
að koma þessu út. Meira að segja
sendi ein yndisleg kona mér upp
skrift sem hún hafði fengið hjá Elly
sjálfri, eða skrifað upp eftir henni í
útvarpinu. Mér fannst þetta æðis
lega gaman, að leita að einu sönnu
uppskriftinni en allt kom fyrir ekki
og ég hef ekki enn fundið þessa
köku sem ég leita að. En ég held mig
við hnoðuðu lagkökuna hennar
mömmu. Dásamlegt jólabragð
með réttu kryddblöndunni og jólin
koma ekki fyrr en hún er bökuð.“
Möndlugrauturinn ómissandi
Katrín segist eiga margar fallegar
jólaminningar en ein þeirra standi
þó upp úr. „Þegar við systur vorum
inni í eldhúsi hjá mömmu að máta
kjólana sem hún var að sauma á
okkur. Hún saumaði æðislega fal
lega kjóla hver jól og þeir voru hver
öðrum flottari, minningin ljóslif
andi í huga mér.“
Er einhver jólasiður sem þið
viljið ekki sleppa?
„Já, það er ómissandi að fá
möndlugrautinn á aðfangadag
áður en við opnum pakkana, með
léttþeyttum karamellubragð
Ég er svo heppin
að eiga mann sem
vinnur sem skógar-
höggsmaður. Hann
kemur alltaf með lif-
andi jólatré handa mér
sem hann hefur þurft
að grisja í skóginum.
19. nóvember 2021 jól 2021 12 fréttablaðið