Fréttablaðið - 19.11.2021, Side 36

Fréttablaðið - 19.11.2021, Side 36
Hjálparsími Rauða krossins, 1717, verður opinn allan sól- arhringinn yfir öll jólin. Jólin eru erfiður tími fyrir marga og það er algengt að fólk finni fyrir erfiðum tilfinningum, svo það getur verið gott að geta talað við einhvern sem hlustar í trúnaði. oddurfreyr@frettabladid.is „Hjálparsími Rauða krossins, 1717, er hjálparlína og netspjall sem er opið allan sólarhringinn, alla daga ársins. Hlutverk 1717 er að veita sálrænan stuðning og vera til að staðar fyrir þá sem þurfa að ræða við einhvern í trúnaði,“ segir Hanna Ruth Ólafsdóttir, verkefna- stjóri hjá hjálparsímanum. „Það kostar ekkert að hringja og sím- talið kemur ekki fram á símareikn- ingnum. Við notumst við virka hlustun og bendum fólki á úrræði sem gætu hentað viðkomandi, þurfi þeir á frekari stuðningi að halda. Þetta er í rauninni nokkurs konar sálræn fyrsta hjálp. Starfs- fólkið sem svarar er sjálfboðaliðar með mjög fjölbreyttan bakgrunn, en allir fá viðeigandi fræðslu og menntun til að sinna starfinu.“ Einmanaleiki, sorg, og söknuður Álagið er mjög misjafnt eftir dögum, en almennt tökum við á móti 15-20 þúsund samtölum á ári. Þeim fjölgaði mikið í faraldrinum og ég myndi segja að við séum ennþá að fá inn fleiri samtöl að meðaltali núna en fyrir hann,“ segir Hanna. „Almennt helst álagið svo nokkuð jafnt yfir jól og áramót og ef eitthvað er þá fjölgar þeim kannski frekar í janúar, þegar hátíðarhöldin eru yfirstaðin. En eðli símtalanna breytist þegar jólin nálgast. Þegar nær dregur jólum fer fólk sem hefur kannski misst ástvin eða upplifað missi og sorg að finna meira fyrir söknuði og að fá ekki að upplifa jólin með sínum ástvini. Í desember talar fólk mikið um einmanaleika, sorg, söknuð og fjár- hagsáhyggjur,“ útskýrir Hanna. „Við fáum samt mjög fjölbreytt mál til okkar og mottóið okkar er að það er ekkert vandamál of lítið og ekkert vandamál of stórt,“ segir Hanna. „Algengustu ástæðurnar fyrir því að fólk hefur samband eru líklega kvíði og einmanaleiki og svo líka þegar fólk er komið í svo mikla vanlíðan að það er farið að upplifa sjálfsvígshugsanir. En fólk hringir líka bara til að tala um daginn og veginn og það getur stundum verið mjög mikil- vægt að geta talað við einhvern um veðrið eða hvað á að fá sér í kvöldmat,“ segir Hanna. „Það þarf alls ekki að vera þannig að fólki líði mjög illa til að hafa samband. Við hvetjum alla sem vilja tala við einhvern hlutlausan í trúnaði til að hafa samband, annað hvort í síma eða gegnum netspjallið okkar. Það er alltaf að verða meira um að fólk nýti net spjallið, sérstaklega ungt fólk, en við höfum fundið mikla fjölgun meðal barna og unglinga sem hafa samband eftir að faraldur- inn hófst, sem er áhugavert.“ Full þjónusta öll jólin „Við erum með góðan, öflugan og fjölbreyttan hóp sjálfboðaliða sem eiga það sameiginlegt að vilja vera til staðar fyrir aðra, meðal annars á aðfangadagskvöld,“ segir Hanna. „Það er eiginlega furðu auðvelt að manna símann yfir þennan tíma. Fólk sem velst inn í svona verkefni er svo tilbúið að gefa af sér og vera til staðar og er meðvitað um að þetta geti verið erfiður tími fyrir marga og því sé mikilvægt að ein- hver sé til staðar. Það er opið alla hátíðisdaga eins og áður hjá 1717 yfir jólin. Við erum þarna til að hlusta og vera til staðar fyrir fólk sem þarf á einhverjum að halda,“ segir Hanna. „Það er oft gott að geta talað um sín mál við einhvern sem dæmir mann ekki og þekkir mann ekkert.“ Mikilvægt að rækta geðheilsuna „Það hafa orðið ýmsar jákvæðar breytingar varðandi geðheil- brigðisþjónustu að undanförnu, til dæmis eru sálfræðingar og geðteymi komin á heilsugæslur, en það mætti alltaf gera meira til að hjálpa fólki sem líður illa,“ segir Hanna. „Það mætti til dæmis kannski leggja áherslu á geðrækt strax í grunnskólum. Það ætti að leggja jafn mikla áherslu á að rækta geðið eins og líkamann. Fólk þarf að huga vel að sinni geðheilsu, rækta með sér þrautseigju og koma sér upp góðum bjargráðum til að komast í gegnum erfiða tíma. Ég held að það sé mikilvægt að vekja athygli á þessu og það er einmitt það sem við höfum verið að gera í Geðlestinni, sem er samstarfsverkefni Hjálparsímans 1717 og Geðhjálpar, en markmið hennar er að heimsækja alla skóla landsins,“ segir Hanna. „Þar er lögð áhersla á mikilvægi þess að rækta geðið, en það eru ákveðnir þættir sem er hægt að huga að til að koma sér upp betri geðheilsu og meira þoli fyrir mótlæti. Við hvetjum fólk líka til að huga að sínum nánustu og reyna sérstaklega að huga að ættingjum og ástvinum sem gætu verið ein- mana eða liðið illa um jólin,“ segir Hanna. „Það skiptir miklu máli fyrir geðheilsu og geðrækt að halda tengslum og rækta þau.“ ■ Ekkert er hjálparsímanum óviðkomandi Hanna Ruth Ólafsdóttir, verkefnastjóri hjá Hjálparsíma Rauða krossins, segir að það sé ekki erfitt að manna símann yfir jólin. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR arionbanki.is Gjafakort Arion banka er alltaf rétta gjöfin. Þú velur fjárhæðina, þiggjandinn velur gjöfina. Gjafakort Arion banka er hægt að nota hvar sem er. Þú getur nálgast gjafakort í útibúum okkar eða pantað á arionbanki.is/gjafakort og fengið sent heim. Gjöf sem gleður alla Við erum með góðan, öflugan og fjölbreyttan hóp sjálf- boðaliða sem eiga það sameiginlegt að vilja vera til staðar fyrir aðra, meðal annars á aðfanga- dagskvöld. 19. nóvember 2021 jól 2021 16 fréttablaðið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.