Fréttablaðið - 19.11.2021, Síða 44

Fréttablaðið - 19.11.2021, Síða 44
Sjöfn Þórðardóttir sjofn @frettabladid.is Ragna Ingimundardóttir leirlistamaður býr yfir mikl- um listrænum hæfileikum, ekki bara í leirlistinni heldur líka þegar kemur að bakstri og matargerð. Þegar líður að jólum kemur jóla- barnið sterkt fram í henni og það má með sanni segja að ástríðan liggi í listrænni og skapandi vinnu, hvort sem um ræðir á vinnu- stofunni eða í eldhúsinu. Til að mynda fær Ragna oft innblástur í list sína þegar hún er í eldhúsinu eitthvað að fást við mat. Aðspurð segist Ragna vera jóla- barn en þó hafi jólabarnið í henni minnkað eftir að móðir hennar féll frá fyrir nokkrum árum. „Mér fannst alltaf allt best hjá mömmu, hátíðarmaturinn, jólakræsing- arnar, allt sem ég ólst upp við að fá hjá mömmu fannst mér best og finnst enn,“ segir Ragna, sem saknar móður sinnar ekki hvað síst í aðdraganda jólanna. Ragna segist þó halda fast í jólahefðir og siði móður sinnar, sem henni þyki afar vænt um. „Við stórfjöl- skyldan skerum út og steikjum ávallt saman laufabrauð og snæðum síðan saman kvöldverð á eftir, oftar en ekki er það hangi- kjöt sem við fáum okkur. Þetta er siður sem við höfum haldið við, sem mamma byrjaði með. Einnig er randalínan hennar ömmu líka bökuð á aðventunni, sem er aðeins öðruvísi en þessi klassíska því við setjum súkkulaðibita í kremið.“ Ragna segir þetta tvennt vera ómissandi í jólaundirbúningnum. „Þegar búið er að steikja laufa- brauðið og baka randalínu geta jólin komið. Jólakræsingar fjölskyldunnar Ragna segir stórfjölskylduna mjög samheldna og borða saman um hátíðirnar. „Á jólunum borðum við alltaf villibráð: Gæs, sem maðurinn minn, bróðir og mágur veiða. Seinni árin höfum við verið með kalkún því hópurinn hefur stækkað mikið og hentar því vel að vera með stærðarinnar kalkún og jafnvel tvo.“ Þegar Ragna rifjar upp sínar jólaminningar sem henni finnst fallegar, er það fyrsta sem kemur í huga hennar móðir hennar í eld- húsinu að undirbúa jólamatinn. „Ein minning er mér þó einkum kær. Það var þegar mamma þurfti einu sinni að vinna á aðfangadag til klukkan sex en hún starfaði sem sjúkraliði, þá tók ég að mér að elda jólamatinn því við bjuggum í sama húsi á sitt hvorri hæðinni. Ég eldaði Leynijólaískakan í ár að dönskum hætti Ragna er mikill fagurkeri og ástríða hennar liggur í að skapa. Keramikið hennar nýtur sín vel á há- tíðarborðinu á fallega flösku- græna dúknum. Rögnu tókst að fá leyniuppskriftina og hér er ískakan komin í jólabúninginn, borin fram á keramik-laufblaði eftir Rögnu þar sem jóla- græni liturinn fangar augað. Ístertan lítur vel út á borðinu og er afar girnileg á að líta. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Fallegur vasi eftir Rögnu. þetta kvöld kalkún eftir uppskrift sem ég hafði fundið eftir Sigga Hall, sem tókst svona ljómandi vel. Þegar mamma kom heim klukkan hálf sjö og sá að búið var að færa jólahátíðarmatinn upp á stærðar fat og dekka borðið með hátíðar- brag var hún svo upprifin og glöð. Hún sagði mér að þetta hefði verið hennar fallegasta jólaminning, að koma heim til fjölskyldunnar og allt var tilbúið fyrir jólakvöld- verðinn, hún var svo þakklát.“ Tókst að fá leyniuppskriftina af ísnum í Danmörku Í ár ætlar Ragna að vera með ísköku í eftirrétt á jólunum, sem hún hafði mikið fyrir að fá uppskriftina af. „Þessa ísköku smakkaði ég fyrir nokkrum árum í brúðkaupi hjá vinahjónum í Danmörku. Vinur hjónanna sá um að baka hana og ég hef aldrei smakkað jafn góða ísköku. Ég fór strax á stjá og elti bakstursmeistar- ann um allt til að fá uppskriftina en hann sagði uppskriftina vera leyniuppskrift, hann hefði fengið hana frá mömmu sinni og aldrei viljað gefa hana upp. Mér tókst að múta honum og fá hann til að gefa mér uppskriftina eftir dágóðan tíma. Ég gaf honum það loforð að þessi uppskrift færi til Íslands og yrði einungis ljóstrað upp þar, þess vegna tókst mér að fá upp- skriftina,“ segir Ragna og brosir. Þegar Ragna bakaði ískökuna í fyrsta skipti segir hún að sú stund hafi verið ógleymanleg, allir hafi staðið á gati yfir hversu gómsæt hún var. „Þetta var matarupplifun sem allir muna eftir og gleyma aldrei og ískakan slær ávallt í gegn, enda sælkerakeimurinn af henni einstakur.“ Ragna hefur mjög gaman af því að baka fyrir veislur og stílisera hátíðarborð með fallegu keramiki sem passar vel við það sem boðið er upp á. „Ég hef bakað í mörg ár, bæði brúðartertur, afmælis- og fermingartertur, ásamt konfekti og alls konar brauði, bæði hefðbundið og svo súrdeigsbrauð,“ segir Ragna, sem finnst fátt skemmtilegra en að bjóða upp á sælkerakræsingar bornar fram á leirlistaverkum sem hún hefur hannað og skapað. Ragna deilir með lesendum þessari leyniuppskrift að dönsku ískökunni sem gestir hennar hafa misst sig yfir og ekki getað hætt að borða. Dönsk ískaka 300 g möndlur, hýðislausar 200 g flórsykur 5 eggjahvítur ½ tsk. lyftiduft Hitið ofninn í 190°C. Byrjið á því að hakka möndlurnar í blandara. Síðan er flórsykri og lyftidufti blandað saman við möndlurnar. Stífþeytið eggjahvíturnar og blandið varlega saman við möndluhræruna. Klæðið tvo smurða botna á springformum, 25 sentimetra, með smjörpappír sem stráð er á flórsykri. Hellið í formin og bakið botnana við 190° í 20-25 mínútur. Fylgist vel með bakstr- inum og tryggið að botnarnir brenni ekki við. Marsipanís 3 eggjarauður 50 g sykur 80 g marsípan 4 dl rjómi Byrjið á því að þeyta eggjarauð- urnar og sykurinn vel saman. Rifið niður marsípanið og setjið út í hræruna. Loks er rjóminn þeyttur og settur saman við. Súkkulaðiís 3 stk. eggjarauður 50 g sykur 200 g Síríus suðusúkkulaði 4 dl rjómi Byrjið á að þeyta eggjarauðurnar ásamt sykri, rifið niður súkkulaðið og hrærið út í. Þeytið rjómann og blandið út í. Kælið möndlubotnana eftir bakstur og smyrjið með þunnu lagi af brómberjamarmelaði eða ann- arri góðri sultu. Leggið annan botninn í spring- form á disk. Setjið marsipanísinn ofan á og síðan hinn botninn og þar ofan á kemur súkkulaðiísinn. Frystið yfir nótt, síðan er ískakan látin standa í um það bil 25 mínút- ur áður en hún er borin fram. Skreytið ískökuna með smá rjóma. Svo er gaman að hafa jólalega umgjörð kringum fram- reiðsluna. n vfs.is GEGGJUÐ VERKFÆRA- JÓLADAGATÖL OG AÐVENTUGJAFIR VERKFÆRASALAN • R E Y K J AV Í K • H A F N A R F I R Ð I • A K U R E Y R I • S : 5 6 0 8 8 8 8 • v fs . i s 19. nóvember 2021 jól 2021 24 fréttablaðið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.