Fréttablaðið - 19.11.2021, Side 50

Fréttablaðið - 19.11.2021, Side 50
Síðan að ég man eftir mér höfum við haft kalkún á jóladag og það verður ekkert öðruvísi í ár. Ragnar Freyr Ingvarsson Starri Freyr Jónsson starri @frettabladid.is Samvera með fjölskyldunni er efst í huga Ragnars Freys Ingvarssonar, Læknisins í eldhúsinu. Hann segist vera íhaldssamur jólakokkur en ætlar þó að breyta aðeins út af vananum á jóladag. Jólin snúast fyrst og fremst um samveru, að sögn Ragnars Freys Ingvarssonar, sem er betur þekkt­ ur sem Læknirinn í eldhúsinu. „Fyrir mér snúast jólin um að vera með fjölskyldunni og skapa góðar minningar fyrir börnin. Við ætlum að sjálfsögðu að baka, ætli við gerum ekki piparkökur og súkku­ laðibitakökur eins og oft áður. En fyrst og fremst ætlum við að vera saman. Um það snúast jólin.“ Hann segist vera íhaldssamur jólakokkur sem horfi til hefðanna þegar jólamaturinn er eldaður. „Ég hef oft eldað rjúpur áður, en núna ætla ég að gefa þeim sérstakan gaum. Ég veiddi nokkrar rjúpur sem ég ætla bæði að elda með hefð­ bundnum hætti (sem ég gjarnan kalla að skemma rjúpurnar) og svo með aðeins nýstárlegri aðferð.“ Þar sem Ragnar er á vakt á aðfangadag mun aðaleldamennsk­ an eiga sér stað á jóladag. „Lífið er oftast aðeins afslappaðra á jóladag og ég er ekkert síður íhaldssamur á þessum degi. Síðan að ég man eftir mér höfum við haft kalkún á jóladag og það verður ekkert öðru­ vísi í ár. Þó ætla ég að vera aðeins djarfari og breyta aðeins út af vananum hvað fyllinguna snertir. Núna ætla ég að fara á nýjar brautir og byggja á uppskrift bróður míns, Jólin snúast fyrst og fremst um samveruna  Ragnar Freyr Ingvarsson, Læknirinn í eld- húsinu. mynd/KARL PETERSSOn Sætar hasselback kartöflur með pekanhnetum og hlynsírópi fara einstaklega vel með kalkúni. Kalkúnafyllingin er ótrúlega bragðmikil og góð. GJ AF AB RÉ F LINDESIGN.IS Kjartans, sem er mín hægri hönd í eldhúsinu. En ég verð íhaldssamur sem endranær þegar kemur að sósugerðinni.“ Hér gefur Ragnar Freyr lesend­ um ljúffengar uppskriftir af nýrri fyllingu með kalkúni, kalkúnasósu og sætum hasselback kartöflum með pekanhnetum og hlynsírópi. Ný fylling með kalkúninum 2 gulir laukar 250 g sveppir 2 stangir sellerí 4 hvítlauksrif 500 g svínahakk 100 g trönuber 100 g pekanhnetur, saxaðar 100 g smjör 2 græn epli, kjarnhreinsuð og skorin í teninga 5 msk. hökkuð fersk steinselja 2 bollar fersk brauðmylsna 2 msk. ferskt rósmarín 2 tsk. timian 2 tsk. salvía 2 msk. hlynsíróp Handfylli af brauðmylsnu Saxið laukinn, selleríið, sveppi og hvítlaukinn smátt og steikið í þriðjung af smjörinu við lágan hita í tæpan hálftíma. Gætið þess að brenna ekki laukinn. Hann á að karamelliserast. Setjið í skál. Steikið grísahakkið, saltið og piprið, og brúnið ágætlega í þriðjungi af smjörinu. Bætið nú við því sem eftir er af hráefnunum og blandið vel saman á pönn­ unni. Þegar allt ilmar dásamlega, blandið saman við laukinn, svepp­ ina, selleríið og hvítlaukinn. Setjið afganginn af smjörinu á pönnuna og steikið niðurskornu eplin þangað til þau fara að taka lit. Setjið í skálina og blandið vel saman. Færið fyllinguna í smurt eldfast mót og stráið brauðmylsnunni yfir. Bakið í ofni í þrjú korter eða þar til hún er fallega brúnuð að ofan. Besta og einfaldasta kalkúnasósan 500 ml kalkúnasoð (uppskrift fylgir) 60 g smjör 30 g hveiti vökvi af kalkúninum skvetta af rjóma 1 tsk. rifsberjasulta salt og pipar Kalkúnasoð Háls og hjarta af kalkún 1 gulrót 1 sellerístöng 1 hvítur laukur smjör salt og pipar 700 ml vatn kalkúnasoð eftir smekk 150 ml hvítvín 3 einiber 1 lárviðarlauf Byrjið á því að útbúa kalkúna­ soðið. Bræðið smjörið og brúnið kalkúnahálsinn og hjartað að utan í smjörinu. Saltið og piprið. Þegar hálsinn og hjartað er fallega brúnað bætið smátt söxuðu græn­ meti saman við og mýkið vand­ lega. Hellið víninu yfir og sjóðið upp áfengið og sjóðið niður um helming. Bætið vatni og kalkúna­ soði saman við, ásamt krydd­ jurtum og sjóðið í 45 mínútur þangað til að um 500 ml eru eftir í pottinum. Hellið í gegnum sigti. Hérna eruð þið komin með hálfan lítra af kalkúnasoði. Bræðið helminginn af smjörinu í potti og blandið svo hveiti saman við og búið til smjörbollu. Þegar hún hefur tekið sig, hellið þá kalk­ únasoðinu saman við og hrærið vandlega saman þannig að smjör­ bollan sé fullkomlega uppleyst. Bragðbætið með rjóma, sultu, salti og pipar þangað til að sósan bragðast dásamlega. Hrærið afganginum af smjörinu saman við til að fá fallegan gljáa. Sætar hasselback kartöflur með pekanhnetum og hlynsírópi 8 meðalstórar sætar kartöflur 100 g pekanhnetur 100 g smjör 50 g hlynsíróp 1 tsk. vanilludropar salt og pipar Skolið kartöflurnar vandlega og þerrið. Skerið djúpt í kartöflurnar en gætið þess að þær hangi saman. Penslið með smjörinu, saltið og piprið. Bakið í 180 gráðu heitum ofni í 45 mínútur. Bræðið smjörið í potti og blandið svo saman við hlynsírópi, vanilludropum, pekanhnetum, salti og pipar. Takið kartöflurnar úr ofninum og glennið þær aðeins upp. Setjið hnetu­, síróps­, smjör­ blönduna ofan á þannig að það fylli vel í glufurnar. n Kalkúnasósan er einföld og byggir á kröftugu kalkúnasoði. 19. nóvember 2021 jól 2021 30 fréttablaðið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.