Fréttablaðið - 19.11.2021, Side 75

Fréttablaðið - 19.11.2021, Side 75
Graskers-, peru- og gráðostssalat 400 g grasker skorið í teninga 1 rauðlaukur, gróft skorinn 1 msk. rauðvínsedik 1 msk. sykur 1 fullþroskuð pera 4 msk. ristaðar pekanhnetur (5 mín. 180 gráður) 20 steinlaus vínber 2 msk. gráðaostur 1 msk. sýrður rjómi Ólífuolía Sjávarsalt Svartur pipar Bakið graskerið við 180°C gráðu hita í 30 mínútur og kælið það niður. Setjið rauðlaukinn í eldfast mót. Veltið honum upp úr edikinu, sykrinum, saltið og piprið og bakið í 10 mínútur við 180°C gráður. Skerið peruna og vínberin niður og setjið í skál með rauðlauknum og graskerinu. Blandið hnetunum út í ásamt sýrða rjómanum og gráðostinum og smakkið til með salti og pipar. Epla- og brómberjakaka með vanillu-mascarapone kremi Fylling í böku 2 epli, græn 250 g brómber 2 ½ msk. maizenamjöl 50 g sykur Skrælið og skerið eplin í teninga og setjið í skál með brómberjunum hellið sykrinum og maizenanu yfir eplin og brómberin og blandið öllu vel saman. Mascarpone krem 250 g mascarpone ostur 100 g hrásykur 1 vanillustöng Börkur af 1 sítrónu Þeytið allt saman þar til kremið er orðið mjúkt og setjið í sprautupoka. Bökudeig 200 g smjör 200 g hrásykur 225 g hveiti (sigtað) 1 tsk. lyftiduft (sigtað) Þeytið smjör og hrásykur saman þar til það er orðið ljóst og létt. Bætið þurrefnunum saman við smjörið og sykurinn og blandið varlega saman. Hjúpið bökuformið með ca 60% af deiginu, passið að hafa deigið jafnþykkt alls staðar. Hitið ofninn í 180°C gráður. Setjið eplin og brómberin ofan á böku- deigið. Sprautið mascarpone- kreminu yfir eplin og brómberin og endið svo á að hjúpa allt saman með afganginum af bökudeiginu. Bakið í 40 mínútur eða þar til skorpan er orðin gullinbrún. Steiktar rjúpubringur á kremuðu grænkáli með bláberjum og gráðosti 4 rjúpubringur 20 g smjör/olía til steikingar Sjávarsalt Svartur pipar úr kvörn Setjið bringurnar á heita pönnu með olíu og brúnið í 45 sek. á annarri hliðinni, snúið þeim við og bætið smjörinu út á pönnuna. Steikið bringurnar á hinni hliðinni í 45 sek. og ausið smjörinu yfir á meðan. Setjið í eldfast mót með álpappír yfir og látið hvíla þar undir í 10 mínútur. Skerið bringurnar, og kryddið með saltinu og piparnum. Kremað grænkál með gráðosti 2 pokar grænkál (200 g) ½ l rjómi 2 skallotlaukur (gróft skorinn) 1 msk. grænmetisþurrkraftur Safi úr ½ sítrónu Sjávarsalt Svartur pipar úr kvörn 40 g gráðostur Skerið stilkinn af grænkálinu og setjið í pott með skallotlauknum og rjómanum. Kveikið undir pottinum og setjið á rúmlega hálfan styrk. Bætið gráðostinum út í og sjóðið allt saman í 10 mínútur. Smakkið til með grænmetiskraftinum, sítrónu- safanum og saltinu og piparnum. Meðlæti 1 fennel 1 box bláber 2 radísur Skerið radísurnar og fennelið þunnt í mandólíni eða með hníf og setjið á diskinn í kringum rjúpuna ásamt bláberjunum. Jólakryddaðar möndlur 150 g möndlur 2 msk. hunang ½ tsk. cayenne ½ msk. svartur pipar úr kvörn 1 tsk. kanill ½ tsk. negull 1 tsk. sjávarsalt Setjið möndlurnar í 150°C gráða heitan ofninn í 30 mínútur. Takið út úr ofninum og setið hunangið yfir þær ásamt kryddinu og bland- ið öllu saman. Setjið inn í ofninn í 10 mínútur. Takið út úr ofninum og setjið á smjörpappír. n Eyþór Rúnarsson, yfirmat- reiðslumaður hjá Múlakaffi, heldur jólin hátíðleg með fjölskyldu sinni og snúast þau fyrst og fremst um að njóta góðs matar og samveru. Eyþór er fæddur og upp- alinn í Suður-Þingeyjarsýslu, umvafinn íslenskri náttúru þar sem hann hefur ávallt sótt innblástur í störf sín. sjofn@frettabladid.is Við fengum Eyþór til að deila með okkur sínum jólahefðum og -siðum, ásamt því að gefa upp- skriftir af glæsilegum jólahátíðar- matseðli sem kitlar bragðlaukana. Þegar hann er spurður um hvað sé ómissandi, svarar hann: „Mandarínur og jólabjór. Svo er nauðsynlegt að fara allavega á eina jólatónleika. Það hefur myndast hefð fyrir því hjá okkur að fara á afmælisdaginn minn, 20. desember, í bæinn og taka út jóla- stemninguna, fara saman á skauta og út að borða. Þetta er ótrúlega skemmtileg hefð sem börnin elska.“ Margir eiga sér fallegar jóla- minningar og Eyþór segir að hann eigi eina sem standi algjörlega upp úr. „Ég bað konuna mína að giftast mér á aðfangadagskvöld fyrir tíu árum, algjörlega ógleymanlegt kvöld.“ Glæsilegir jólaréttir Á heimili Eyþórs er haldið í matar- hefðir um jólin sem hann og kona hans hafa skapað saman. „ Það er komin góð rútína á jólamatinn hjá minni fjölskyldu, við erum með okkar hefðir frá Þorláksmessu og fram yfir hátíðirnar. Á aðfanga- dagskvöld borðum við humar- súpu og andabringur sem ég set í sérstakan pækil með appelsínu- berki og jólakryddum. Ég var alinn upp við að borða rjúpur og þær eru alltaf uppáhalds. Við borðum ekki alltaf eftir- rétt vegna þess að humarsúpan er svo seðjandi. Stundum hef ég gert pavlovu en í ár er ég að hugsa um að gera gamaldags After Eight ís, ég er að vona að hann slái í gegn hjá börnunum. Á gamlárskvöld er það lítill humarréttur sem við framreiðum, en hann getur verið breytilegur eftir árum. Síðan er það Wellington nautasteikin og hasselback kartöflur. Spurning með að hafa créme brulée þessi áramótin í eftirrétt. Eyþór segist ekki baka mikið á aðventunni. „Aðventan fer oftast í mikla vinnu hjá mér og svo í að gera eitthvað með fjölskyldunni. Konan mín sér meira um að baka. En frá aðfangadegi og fram yfir áramót snýst allt um mat heima fyrir. Hreindýrið er réttur sem ég hef notað í minni veislum í gengum tíðina, en rjúpan og bakan eru réttir sem ég gerði í sjónvarpsþáttunum mínum fyrir nokkrum árum. Þetta eru allt réttir sem að slá alltaf í gegn.“ Hreindýravöðvi í sveppahjúpi Allar uppskriftir eru fyrir 4 800 g fullhreinsaður hreindýra- vöðvi 2 box sveppir (smátt skornir ) 5 stk. skallotlaukur (skrældur og smátt skorinn) 1 hvítlauksrif (fínt rifið) 4 msk. brauðrasp 1 poki spínat (100 g) ólífuolía til steikingar sjávarsalt svartur pipar úr kvörn Hitið pönnu með olíu á og steikið sveppina í 3 mínútur, bætið lauknum út á pönnuna og steikið þar til laukurinn og sveppirnir eru orðnir gullinbrúnir. Steikið spínatið upp úr ólífuolíunni, setjið það á skurðarbretti og skerið það niður. Setjið laukinn, sveppina og spínatið í skál með hvítlauknum og brauðraspinu. Smakkið til með saltinu og piparnum. Hitið pönnu með olíu og brúnið hreindýrið allan hringinn í ca. 30 sek. á hvorri hlið, setjið í eld- fast mót og hjúpið vöðvann með sveppablöndunni. Setjið inn í 180°C gráðu heitan ofninn í 13 mínútur. Takið út, setjið bakka yfir og látið hvíla í 10 mínútur. Gott er að kjötið nái 52-54 gráðum í kjarn- hita. Kremuð sveppasósa 1 hvítur laukur 2 hvítlauksrif olía til steikingar 100 ml hvítvín (má sleppa) 200 g blandaðir frosnir villisveppir ½ l rjómi 150 ml kjúklingasoð, eða vatn og kraftur safi úr 1 límónu sjávarsalt svartur pipar úr kvörn kjúklingakraftur Skrælið og skerið laukinn og hvít- laukinn í þunnar skífur. Steikið laukinn við lágan hita þar til hann er orðinn mjúkur í gegn. Hellið hvítvíninu yfir laukinn og sjóðið það niður um helming. Hellið soðinu (eða vatninu) og rjómanum í pottinn og sjóðið við lágan hita í ca. 30 mínútur eða þar til sósan fer að þykkna. Maukið sósuna með töfrasprota. Smakkið hana til með lime safanum, salti, pipar og kjúkl- ingakraftinum eftir smekk. Bað konunnar á aðfangadagskvöld Epla- og brómberjakaka með vanillu-mascarpone kremi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Hreindýrið er réttur sem Eyþór hefur notað í minni veislum en rjúpan og bakan eru réttir sem hann gerði í sjónvarpsþáttum fyrir nokkrum árum. Steiktar rjúpubringur á kremuðu grænkáli með bláberjum og gráðosti. Eyþór bað konu sinnar á aðfanga- dagskvöldi fyrir tíu árum. Jólasnjókorn Eyþórs Fullt nafn: Eyþór Rúnarsson. Maki: Sigríður Helga Árna- dóttir (Silla). Börn: Aron Leó Eyþórsson (11 ára), Eva Lind Eyþórsdóttir (8 ára), Almar Máni Eyþórsson (5 mánaða). Uppáhaldsbók: White Heat (Marco Pierre White). Áhugamál: Fjölskyldan, fót- bolti og fjallahjól. Uppáhaldsjólamyndin: How The Grinch Stole Christmas með Jim Carrey. Upphaldsjólalagið: Það snjóar (Sigurður Guðmunds- son og Memfismafían). Jólamaturinn: Humarsúpa og andabringur. Uppáhaldsjólasmá- kökur: Mömmukökurnar sem mamma gerir og sendir okkur fyrir jólin. Hafa verið í uppá- haldi frá tveggja ára aldri. fréttablaðið 5519. nóvember 2021 jól 2021
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.