Fréttablaðið - 19.11.2021, Side 80

Fréttablaðið - 19.11.2021, Side 80
Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg @frettabladid.is Hanna Þóra Helgadóttir nýtur sætrar sælu jólanna með ketó-vænum krásum. Hún segir eitthvað guðdóm- legt við gott súkkulaði. „Þegar ég byrjaði á ketó haustið 2018 voru jólin sú hátíð sem ég hafði mestar áhyggjur af því þau geyma jú sykraðar hefðir. Því kom ánægjulega á óvart að allt sem ég útbjó sjálf heima í eldhúsi reyndist bæði auðvelt og skemmtilegt, en auðvitað mættu mér erfið augna- blik, eins og að segja „nei, takk“ við sykruðum jólaís sem var eftir- réttur í jólaboði hjá öðrum.“ Þetta segir Hanna Þóra Helga- dóttir, f lugfreyja, matarbloggari og viðskipta- og markaðsfræðingur, spurð hvort fyrstu ketó jólin hafi verið mikil áskorun. „Fólk hefur vissar venjur og ákveðna jólarétti sem eru á boð- stólum ár eftir ár og því er erfitt að breyta. Mér fannst erfiðast að sleppa brauðinu sem fylgir graf- laxinum því ristað, hvítt brauð með graflaxi og sósu hefur verið uppáhaldsmáltíð ársins síðan ég var barn. Allt annað fannst mér lítið mál að gera ketó-vænt og jólin reyndust skemmtilegt tækifæri til að prófa mig áfram í að breyta uppskriftum og útbúa ketó-vænni kosti.“ Að staldra við og njóta Hanna Þóra hefur undanfarin ár sérhæft sig í kolvetnaskertu mataræði og gaf út matreiðslu- bókina Ketó með uppskriftum, hugmyndum og fróðleik. „Allt er að sjálfsögðu gott í hófi, en mín upplifun er sú, að þegar ég passa upp á mataræðið nýt ég hverrar smáköku og konfektmola betur og gef mér tíma í að njóta í stað þess að missa mig algjörlega ofan í skálina. Sætindalöngunin hefur minnkað svo svakalega eftir að ég hætti að borða sykur, að það er eiginlega ótrúlegt. Að staldra við og njóta er lykillinn,“ segir Hanna Þóra, innt eftir því hvort þeir sem vilja tileinka sér kolvetnaskert Ketó jólin langtum betri en þau sykruðu og sætu Hanna Þóra kann á því lagið að gera ósætar kræsingar. Hönnu Þóru þykir gaman að gera hefð- bundnar jólauppskriftir ketó vænar, eins og dýrindis heitt súkkulaði sem hún drekkur alltaf á jóladag. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Freistandi ketó ísterta með stökku karamellusúkkulaði. Gómsætu jóla- smákökurnar hennar Hönnu Þóru eru með súkkulaðibitum úr sykurlausu súkkulaði. mataræði geti úðað í sig sætindum yfir hátíðirnar eins og þegar þeir hugsuðu ekki út í kolvetnainni- hald. „Þegar kemur að sætum kosti jólanna er lykilatriði að velja sætuefni sem ykkur finnst gott að nota og fer vel í líkama ykkar. Til eru ótal tegundir en við virðumst finna af þeim mismunandi bragð og því þarf að prófa sig áfram. Þegar ég hætti að borða sykur fór mér að finnast alls konar matvæli sætari á bragðið. Þar af leiðandi þarf ég minna af sætuefni nú en ég hefði notað af sykri áður en ég kaus ketó lífsstílinn,“ greinir Hanna Þóra frá. Hennar uppáhalds ketó gotterí um jólin er heitt ketó súkkulaði með þeyttum rjóma. „Líka smákökur, sem eru ómiss- andi jólahefð á jóladag. Mamma hefur haldið í þá hefð í mörg ár og boðið gestum og gangandi í jóla- súkkulaði. Mér finnst það yndisleg hefð sem var gaman að gera ketó- vænni.“ Lífsstíll en ekki matarkúr Úr kolvetnaskáp jólanna segist Hanna Þóra helst sakna fransk- brauðs. „Hvítt franskbrauð er erfitt að toppa og ég hef reynt að prófa alls konar útgáfur, en það er fátt sem kemur í staðinn fyrir það hefð- bundna. Ketó jólin eru þó betri þegar kemur að því sæta því ég get notið alls hins besta án þess að vakna með liðverki, bjúg og blóðsykur í óreglu sökum of mikils sykuráts. Fyrir mér er ketó lífsstíll en ekki matarkúr. Ég lifi alsæl alla daga með þessum valkosti og næ að njóta allra máltíða til fulls, auk þess að upplifa líkamlega vellíðan.“ Hún bakar þrjár til fjórar smá- kökusortir fyrir jól. „Ég geri minni skammta í einu, skelli smákökudeigi á plötu og fjölskyldan fær að njóta þess strax að eiga smákökustund í ilmandi húsinu. Mér finnst líka æðislegt að eiga frosnar ketó kókoskúlur til að njóta með kaffinu,“ segir Hanna Þóra, sem gefur lesendum upp- skrift að smákökum. „Það að uppskrift uppfylli ketó skilyrði þýðir að hún er alla jafnan sykur-, hveiti- og glútenlaus og getur því hentað flestum. Þeir sem vilja minnka sykurneyslu eða eru með sykursýki geta nýtt sér þessar uppskriftir þar sem markmið réttanna er að halda blóðsykri í jafnvægi með tilliti til kolvetna úr ýmsum áttum,“ upplýsir Hanna Þóra. Öll fjölskyldan borðar það sem hún ketó-stússast í eldhúsinu en börnin fá stundum að skella í bananabrauð. „Í hefðbundnum uppskriftum minnka ég oft sykurinn fyrir þau og bæti til dæmis stevíu út í. Börnin læra það sem fyrir þeim er haft og þessar bakstursstundir eru alveg dásamlegar,“ segir Hanna Þóra sæl. Hún er mikill súkkulaðinautna- seggur. „Sem betur fer er hægt að fá alls konar sykurlaus og ketó-væn súkkulaði, sem hægt er að bræða, brytja, raspa eða borða ein og sér. Það er eitthvað guðdómlegt við gott súkkulaði. Lífið er of stutt til að borða vondan mat og ég er alltaf með að markmiði að njóta allra máltíða.“ Ísterta með stökku karamellusúkkulaði 3 eggjarauður 1 dl Golden ketó-vænt síróp 1 tsk. vanilludropar 1 dl sykurlaust súkkulaði, brætt (ég nota sykurlaust súkkulaði frá Nicks) 500 ml rjómi, þeyttur 2 Crunchy Caramel-súkkulaði- stykki frá NICKS Hrærið saman eggjarauðum, sírópi og vanillu þar til blandan verður létt og ljós. Bræðið 1 dl af sykur- lausu súkkulaði og blandið út í eggjablönduna. Þeytið rjómann og blandið mjög varlega saman við ísblönduna. Setjið ísinn í mót og dreifið Crunchy Caramel-súkku- laði yfir í smáum bitum. Heitt ketó súkkulaði 30 g sykurlaust súkkulaði 1 dl rjómi 1 dl vatn 1 tsk. bökunardropar að eigin vali. Í uppáhaldi hjá mér eru vanillu-, piparmyntu- og appelsínudropar. Bræðið súkkulaðið í potti með vatni og rjómablöndu. Toppið með þeyttum rjóma og njótið. Ketó smákökur með súkkulaðibitum 2 bollar möndlumjöl 50 g sykurlaust súkkulaði, brytjað 3 msk. ketó væn sæta, t.d. Eryth ritol ¼ tsk. salt ¼ tsk. matarsódi 1 tsk. vanilludropar 120 g smjör, brætt 1 egg Blandið þurrefnum vel saman og hellið bræddu smjöri ásamt van- illudropum yfir blönduna. Bætið við einu eggi og hnoðið deigið saman. Mótið deigið í litlar kúlur. Ketó smákökur eru bæði hveiti- og glútenlausar og því er minni bindingareiginleiki í deiginu. Þess vegna er betra að hafa þær minni. Setjið kúlurnar á plötu með bök- unarpappír. Bakið á blæstri í 10-12 mínútur, eða þar til kökurnar verða gylltar. Látið kökurnar kólna því þá verða þær stökkari. n Fylgist með matseld og ævintýr- um Hönnu Þóru á hannathora. is   19. nóvember 2021 jól 2021 60 fréttablaðið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.