Fréttablaðið - 19.11.2021, Page 116

Fréttablaðið - 19.11.2021, Page 116
elin@frettabladid.is Nigella segir að þessi kaka sé upp- lögð fyrir fólk á ferð og flugi, til dæmis að hafa bita með sér í nesti. Kannski ekki sú hollasta en það má veita sér smá stundum, sérstak- lega fyrir jólin. Rocky Road Uppskriftin ætti að nægja í 24 stk. 125 g mjúkt smjör 300 g dökkt súkkulaði, minnst 70% kakó-innihald, skorið niður 3 msk. síróp 200 g tekex 100 g litlir sykurpúðar 2 tsk. flórsykur Hitið við vægan hita smjör, súkku- laði og síróp. Takið síðan frá 125 ml eða hálfan bolla og setjið til hliðar. Setjið kexið í plastpoka og merjið það með kökukefli. Setjið í súkku- laðiblönduna í pottinum og bætið við sykurpúðum. Blandið saman. Klæðið form, 24 cm, með bök- unarpappír og fletjið blönduna yfir. Bætið síðan 125 ml af blöndunni yfir þannig að hún þeki allt. Setjið í ísskáp í að minnsta kosti 2 tíma en helst yfir nótt. Skerið niður í 24 bita og sigtið smá flórsykur yfir. Daim súkkulaðikaka Daim súkkulaðikaka líkist brow- nies en Daim-ið gefur henni skemmtilegt bragð. Einstaklega góð með kaffi eða mjólkurglasi. 500 g smjör 250 g suðusúkkulaði 8 egg 7 dl sykur 5,5 dl hveiti 1 tsk. salt 2 stykki Daim-súkkulaðiplötur, smátt skornar Bræðið saman smjör og suðu- súkkulaði. Þeytið egg og sykur og bætið síðan við öðrum innihalds- efnum. Hellið blöndunni í form sem er 25x35 cm. Bakið við 180°C í um það bil 40 mínútur. Kælið á rist. Dreifið flórsykri yfir ef þið viljið skreyta og skerið kökuna í bita. Snickers brownies Æðislega góð súkkulaðikaka sem er bökuð í 25x35 cm formi. 6 dl sykur 8 msk. kakó 3 dl hveiti 2 tsk. vanillusykur 1 tsk. salt 300 g smjör 4 egg Blandið saman öllum þurrefnum. Bræðið smjörið og setjið síðan saman við þurrefnin. Því næst er eggjunum bætt við og allt hrært saman. Klæðið 25x35 cm form með bök- unarpappír. Hellið blöndunni yfir og breiðið úr henni yfir formið. Bakið kökuna í miðjum ofni við 150-160°C í 30 mínútur. Kælið. Karamellusósa 1, 5 dl rjómi 1 dl sykur 0,5 dl ljóst síróp 50 g smjör Skreyting 4 msk. salthnetur Setjið rjóma, sykur og síróp í pott, hitið og hrærið stöðugt með sleif. Látið malla í 20 mínútur eða þar til blandan þykknar. Ef þið viljið tvöfalda uppskriftina þarf 10-15 mínútur í viðbót. Blandan á að ná 118°C. Bætið því næst smjöri í litlum bitum út í og hrærið allt vel saman. Hellið blöndunni yfir kökuna og dreifið salthnetum yfir. Skerið kökuna í mátulega bita. n Þrjár góðar súkkulaðikökur á aðventu Rocky Road er stundum eftirréttur á jólum í enskumælandi löndum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Á spítölum borgarinnar hafa myndast fallegar hefðir í kringum heimsóknir vel- vildarmanna á jólum. Þangað kemur listafólk til að létta sjúklingum lundina á jólum og aðventu, en það lítur út fyrir að margir sjúklingar verði aðskildir frá sínum nánustu um þessi jól vegna faraldursins. oddurfreyr@frettabladid.is „Við verðum með allt helgihaldið okkar á netinu í ár og í jólaundir- búningnum gerum við ekki ráð fyrir að geta stefnt fólki af ólíkum deildum saman án hættu vegna faraldursins,“ segir séra Gunnar Rúnar Matthíasson, sjúkrahúss- prestur á Landspítalanum. „Við tökum upp jólahelgihald sem verður aðgengilegt á neti spítalans en verðum að vera viðbúin því að flest samkomuhald á deildum um aðventu eða jól verði mikið sniðnar niður eða jafnvel ekki mögulegar í ár.“ Margir góðir gestir á jólum „Svo eru líka ýmsar gamlar hefðir á spítalanum. Frá opnun Landspítal- ans við Hringbraut árið 1930 hefur Lúðrasveit Reykjavíkur alltaf mætt á jóladagsmorgun og spilað,“ segir Gunnar. „Það er ofsalega gaman að þessu og gleðiefni að hefðinni hafi verið haldið svona lengi við. Lúðr- arnir heyrast um alla bygginguna og þetta er yndisleg samvera. Í vel á þriðja áratug hefur svo Augnablikskórinn komið í heim- sókn á Landspítala í Fossvogi og sungið jólamessu,“ segir Gunnar. „Þetta er frábær kór sem saman- stendur af fólki úr listalífinu sem gerir þetta sér til ánægju. Þetta á rætur að rekja til áhugafólks sem hafði fjölskyldutengsl við spítal- ann og átti frumkvæðið að þessu. Starfsfólk mætir gjarnan með fjöl- skyldur sínar í messuna. Það hefur líka verið föst hefð árum saman að eldri félagar úr Karlakór Reykjavíkur syngi á sjúkrahúsinu og félagar úr Fóst- bræðrum og Kammerkór Hafnar- fjarðar hafa komið og sungið við helgihald á Grensási, Vífilsstöðum, Landakoti og Kleppi,“ segir Gunn- ar. „Á aðventunni höfum við líka notið þess að hafa fengið heim- sóknir frá mörgu öðru tónlistafólki og kórum sem spila í sameigin- legum rýmum spítalans, þannig að aðventan hefur komið inn á spítalana svo þeir sem hafa heilsu til geta farið að hlusta. Jólaundir- búningurinn hefur þannig átt sinn stað á spítalanum. Það er ótrúlegur fjöldi fólks sem gefur af sér með tónlistar- og textaflutningi og þjóðþekktir ein- staklingar koma árvisst og syngja. Allt þetta fólk kemur og spyr hvort það megi syngja, við þurfum ekki að biðja það um það,“ segir Gunn- ar. „Það er yndislegt að upplifa að maður er hluti af samfélagi sem lætur sig spítalana varða. Þetta er stór gjöf og við njótum þess að eiga mikið bakland í þjóðinni og fá mikinn stuðning. Það eru margir sem hugsa hlýlega til spítalans og vilja gefa af sér til okkar. Deildir hafa líka haldið sínar eigin aðventustundir og boðið upp á kaffi og með því. En faraldurinn takmarkar auðvitað möguleikana þegar kemur að slíku og ég veit ekki alveg hvernig þetta verður í ár,“ útskýrir Gunnar. „Ef spítalinn verður á hættustigi verða hendur fólks afskaplega bundnar.“ Erfitt að þurfa að takmarka heimsóknir „Það er erfitt og þungt að þurfa að vera með heimsóknartakmarkanir á aðventu og jólum. Það er nógu sárt að vera veikur, en að missa af nærveru við sína nánustu, nema í mjög þröngum skorðum, er mikið erfiðara en margir gera sér grein fyrir,“ segir Gunnar. „Á svona stundu þarf maður mikið á því að halda að einhver gefi manni tíma og sé hjá manni. Venjulega getur fólk komið og verið hér yfir jólin og bæði koma aðstandendur og svo er líka algengt að ástvinir á spítalanum séu sóttir í 2-3 tíma. Ég veit ekki hvernig þetta verður núna, en ég er mjög ragur við þetta. Það verður mjög þungt ef það þarf að loka fyrir möguleikann á að hitta fólk. Þetta á líka ekki bara við um jólahaldið sjálft, heldur allan desember. Venjulega koma til dæmis börn mikið á spítalann og heimsækja ástvini og það er mikill missir að það þurfi að stöðva þær heimsóknir,“ segir Gunnar. „Það er mikið af svona samveru sem er svo dýrmæt fyrir sjúklinga sem ég sé fram á að falli niður eða minnki. Ég er samt mjög þakklátur fyrir skilninginn sem við á spítalanum fáum frá fólki úti í bæ. Fólk virðir það að fá ekki að vera með ást- vinum sínum. Fólk leggur mikið á sig og spítalinn nýtur ótrúlegs skilnings og stuðnings,“ segir Gunnar. „Það er svakalega erfitt að neita fólki um að vera með ást- vinum sínum, en það er dýrmætt að finna þennan skilning.“ Jólin opna öðruvísi brautir í hjörtum okkar „En þrátt fyrir allt sem bjátar á getur það verið dýrmæt reynsla að eyða jólunum á spítalanum. Hér skapast kyrrð og notalegheit í kringum jólahald sem snertir marga og kemur fólki á óvart,“ segir Gunnar. „Jólahaldið hreyfir við fólki og fólk gefur öðruvísi af sér. Það fóðrar mann á annan hátt og er sterkari upplifun en margir gera ráð fyrir. Starfsfólkið sem velur að vinna yfir jólin gerir það líka ekki af ein- hverri illri nauðsyn, heldur vegna þess að því finnst það vera að gefa fólki eitthvað sérstakt og það gefur af sér með nærgætni og virðingu,“ segir Gunnar. „Jólin opna brautir í hjörtum okkar allra sem eru aðeins öðruvísi.“ n Mikill stuðningur við spítalana um jólin Séra Gunnar Rúnar Matthíasson sjúkrahússprestur segir gott að finna stuðninginn.FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Það er hefð fyrir því að flytja tónlist fyrir allar deildir spítalans í aðdraganda jóla. MYND/ÞORKELL/LSH SMIÐJUVEGI 44-46 sími 414-2700 sala@idnvelar.is www.idnvelar.is allt fyrir iðnaðinn.... 19. nóvember 2021 jól 2021 96 fréttablaðið
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.