Strandapósturinn - 01.06.1984, Síða 14
pabba var Guðmundur Pálsson áfram í Kjós og eignaðist þar son
með Ólínu E. Óladóttur, systur afa míns, Guðmundar Ólasonar.
Ragnar heitir sonur þeirra og varð hann síðar kunnur togara-
skipstjóri og mætur drengskaparmaður. Afi og Ólína bjuggu
saman meðan honum entist aldur til. Fyrst á Gjögri, húsmaður
eða „sjálfs síns“ sem kallað var. Hann lést aldraður 26. apríl
1911.
Fyrstu minningar mínar eru frá deginum þegar Símon, bróðir
minn fæddist. Þá var ég á fjórða ári. Það var mildur haustdagur,
logn og sólskin. Kannski man ég þetta meðfram af því að afi
minn, sem átti þá heima á Gjögri, kom um morguninn til að rífa
skemmu sem hann átti neðan til við kvíarnar. Var ég að sniglast
í kringum hann. Ekki man ég hver það var sem kom og sagði við
afa: „Það er fæddur drengur,“ og við mig: „Þú ert búin að
eignast bróður.“ Amma hafði sagt við mig um morguninn:
„Vertu nú úti, veðrið er svo gott.“ Mér fannst amma öðruvísi til
höfð en hún átti vanda til og svo ákveðin, hvað skyldi annars
standa til? Amma hafði lengi ævinnar verið ljósmóðir (yfirsetu-
kona sem þá var nefnt) en var nú fyrir aldurs og heilsu sakir hætt
störfum en sat þó yfir dóttur sinni að fjórum hennar fyrstu
börnum og ef börn fæddust á heimilinu sem þá var ekki
óvenjulegt á meðan margt var á bæjum, húsfólk og hjú.
Frá 5—6 ára aldri er mér margt minnisstætt. Þá var stofan
heima þiljuð innan og frá henni gengið að öllu. Uppbúið rúm
með nýrri undirsæng, hlýrri og mjúkri, kodda, og áður en langt
um leið, einnig dúnsæng. Það veitti ekki af notalegu rúmi handa
þreyttum vegfarendum. Fengi vel var þó engin upphitun í stof-
unni. Þó varð engum meint af næturkulda. Aftur á móti var
gestum, ef kalt var í veðri, boðið til baðstofu, þar var nægur hiti,
hvernig sem viðraði, kapisan sá um það.
Áður en smíði stofunnar hófst, var faðir minn búinn að draga
að rekavið sem hann varð að sækja langa vegu (í Kjós er enginn
reki). Síðan þurfti að fletta trjám í borðfjalir, hefla þær og hafa
allt tilbúið þegar smíði skyldi hefjast sem var að vetrarlagi. Njáll,
bróðir pabba, vann verkið. Hann var lærður „snikkari“, vel-
virkur og áhugasamur. Þó mun hann lítt hafa fénast á iðju sinni.
12