Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1984, Page 14

Strandapósturinn - 01.06.1984, Page 14
pabba var Guðmundur Pálsson áfram í Kjós og eignaðist þar son með Ólínu E. Óladóttur, systur afa míns, Guðmundar Ólasonar. Ragnar heitir sonur þeirra og varð hann síðar kunnur togara- skipstjóri og mætur drengskaparmaður. Afi og Ólína bjuggu saman meðan honum entist aldur til. Fyrst á Gjögri, húsmaður eða „sjálfs síns“ sem kallað var. Hann lést aldraður 26. apríl 1911. Fyrstu minningar mínar eru frá deginum þegar Símon, bróðir minn fæddist. Þá var ég á fjórða ári. Það var mildur haustdagur, logn og sólskin. Kannski man ég þetta meðfram af því að afi minn, sem átti þá heima á Gjögri, kom um morguninn til að rífa skemmu sem hann átti neðan til við kvíarnar. Var ég að sniglast í kringum hann. Ekki man ég hver það var sem kom og sagði við afa: „Það er fæddur drengur,“ og við mig: „Þú ert búin að eignast bróður.“ Amma hafði sagt við mig um morguninn: „Vertu nú úti, veðrið er svo gott.“ Mér fannst amma öðruvísi til höfð en hún átti vanda til og svo ákveðin, hvað skyldi annars standa til? Amma hafði lengi ævinnar verið ljósmóðir (yfirsetu- kona sem þá var nefnt) en var nú fyrir aldurs og heilsu sakir hætt störfum en sat þó yfir dóttur sinni að fjórum hennar fyrstu börnum og ef börn fæddust á heimilinu sem þá var ekki óvenjulegt á meðan margt var á bæjum, húsfólk og hjú. Frá 5—6 ára aldri er mér margt minnisstætt. Þá var stofan heima þiljuð innan og frá henni gengið að öllu. Uppbúið rúm með nýrri undirsæng, hlýrri og mjúkri, kodda, og áður en langt um leið, einnig dúnsæng. Það veitti ekki af notalegu rúmi handa þreyttum vegfarendum. Fengi vel var þó engin upphitun í stof- unni. Þó varð engum meint af næturkulda. Aftur á móti var gestum, ef kalt var í veðri, boðið til baðstofu, þar var nægur hiti, hvernig sem viðraði, kapisan sá um það. Áður en smíði stofunnar hófst, var faðir minn búinn að draga að rekavið sem hann varð að sækja langa vegu (í Kjós er enginn reki). Síðan þurfti að fletta trjám í borðfjalir, hefla þær og hafa allt tilbúið þegar smíði skyldi hefjast sem var að vetrarlagi. Njáll, bróðir pabba, vann verkið. Hann var lærður „snikkari“, vel- virkur og áhugasamur. Þó mun hann lítt hafa fénast á iðju sinni. 12
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.