Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1984, Side 15

Strandapósturinn - 01.06.1984, Side 15
Kaup var lágt, enda þó vinnutími væri langur kom það vart til hagsbóta umsömdu dagkaupi. Mér þótti gaman að vera hjá frænda mínum meðan á smíðunum stóð, sagði hann mér sögur sem ég var sólgin í. En málið vandaðist þegar hann fór að leggja fyrir mig gátur þó léttar væru, líkt og þessi: Einu sinni var hundur sem hét Eins og þú. Þá var mér nóg boðið og gafst upp enda aldrei fær um að ráða gátur. Eftir að stofan var tilbúin færði pabbi vefstólinn sinn í hana og óf þar það sem eftir var af þeim vetri. Allt þar til pabbi fékk illkynjað handarmein reri hann ávalt í hákarl með Finnboga Guðmundssyni á Finnbogastöðum sem var kunnur hákarlafor- maður. Skip hans hét Vonin. Hana missti Finnbogi veturinn 1916 í ofsaveðri og ísreki. Allir menn björguðust giftusamlega. Þegar ég man fyrst til mín (þó óljóst) voru þrír hvítir timbur- stafnar fram á hlaðið á Kjósarbænum. Vestast og efst sjálft baðstofuhúsið, í miðið bæjardyrnar og neðst svokallað „Línu- hús“. Þar hafði búið uppi á loftinu Pálína, föðursystir mín. Hún lést vorið 1900. Niðri var einn geimur, ófrágenginn. Pabbi smíðaði þar á meðan þessa naut við. Þar voru nægtir af hefil- spónum og sagi og sagarhljóðið lét þægilega í eyrum, ásamt fryssi hefilsins og víkur ekki úr undirvitundinni á hljóðum stundum. Það var farið úr bæjardyrunum fram í þetta „hús“. Þar var skellihurð fyrir sem féll sjálfkrafa aftur þegar gengið var um. Eldhús var sameiginlegt, tvennar hlóðir. Snemma í minni bernsku skemmdist þetta hús svo af eldi að það var ekki byggt upp að nýju þar sem enginn bjó þar eftir lát Pálínu. Millivegg sakaði ekki svo torfskúr með timburþili (fram á hlaðið) var byggður við og var gengið inn um hann að vetrum þegar kalt var og snjóþungt. Auk þess var þarna tilvalin geymsla þess er illa þoldi birtu eins og sum þeirrar tíðar matarföng. Alla tíð meðan bærinn hélst óbreyttur var þetta svona og vetrarkuldi varð ekki áleitinn en eftir að frambærinn var rifinn, 1930, og timburskúr reistur við, hélt kuldinn innreið sína. Engin mynd er til af upp- haflegri gerð bæjarins og fáir sem muna hann eins og hann var áður en honum var breytt. Þó set ég þetta hér í von um að einhverjir verði mér samferða. 13
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.