Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1984, Blaðsíða 23

Strandapósturinn - 01.06.1984, Blaðsíða 23
við höfum haft allt það sem máli skipti og við þurftum með til fata og matar. Við áttum föt til skipta og auk þess sunnudaga- og sparifatnað. Venja var að yngri börnin tækju við fötum sem þau eldri uxu upp úr og engri spjör var hent fyrr en hún var útslitin. Saumað var upp úr gömlum fötum, þar sem því varð við komið. Heimilið var bjargálna sem kallað var, fremur veitandi en þurf- andi. „Og nóg á sá sér nægja lætur.“ Ekki man ég til að öfund spillti fyrir eðlilegri lífshamingju og sagt er að ágirnd sé rót alis ills. Pabbi stundaði sjó heimanað þegar því varð við komið. Ef súld og hægviðri voru var róið til fiskjar, þó um sláttinn væri og oft dregin álitleg björg í bú. Það var alltaf nóg til af harðfiski, riklingi og reyktum silungi, auk þess sem stærri þorskhausar voru rifnir upp og hertir. Voru þeir lostæti með selspiki. Allir smá- hausar voru kippaðir upp á snæri, hertir og hafðir til fóðurs búpeningi. Þar að auki var það stærsta af þorskinum flatt, saltað og verkað að öllu heima. Síðan var það selt í verslanir sem fullþurrkaður saltfiskur sem mun hafa verið í töluverðu verði. Við krakkarnir stokkuðum upp lóðirnar og var gaman að því. Okkur var bannað að kasta steini í sjóinn svo framarlega sem vitað var um að einhverjir væru á sjó því þá átti báturinn ekki að ná landi. Gaman var að sjá báta undir drifhvítum seglum líða áfram í hagstæðum byr. Alltaf var í bernsku beygur í okkur þegar skip komu inn á fjörðinn sem voru með barkalituð segl. Við höfðum heyrt um Tyrkjaránið og gerðum okkur í hugarlund að þeirra segl mundu hafa verið dökk. Aftur á móti voru hvítu seglin tákn hins hugrakka og djarfa sjófaranda. Þannig liðu bernsku- og æskuárin í leik og starfi. Þegar litið er til baka eru árin 1912—14 einkar hugljúf og yfirleitt leið þá fólki vel. Þá var ekki sá ys og þys, sem síðar hefur náð undirtökum í þjóðlífinu, farinn að láta á sér bera. Vitaskuld unnu allir hörðum höndum en áttu þó margar gleðistundir sem ekki voru keyptar dýru verði né göróttar dreggjar í botni. Það var mikið um heimsóknir bæja á milli og oft gist, sérstaklega að vetrinum. Fáir voru þá að flýta sér utan þess væri þörf. Frændsemi og vinátta áttu djúpar rætur og nutu sín vel í kyrrð og friði sveitalífsins og 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.