Strandapósturinn - 01.06.1984, Blaðsíða 35
Mér var óljúft að sitja heima þó illa viðraði svo við Óli lögðum af
stað Bala sem alltaf var neyðarúrræði. Fórum við að heiman
seinni hluta dags. Var ákveðið að gista í Veiðileysu og taka
fjöruna fyrir Byrgisvíkurkleif. Áðum við í Kolbeinsvík, drukkum
kaffi hjá því greiðafólki en héldum svo óðar af stað áleiðis að
Kaldbak. Þar bjó Guðjón Jónsson, frændi minn. Vorum við þar
strax drifin inn og sett að matborði. Þegar hann heyrði um ferðir
okkar var hann þegar staðinn upp, kallaði á son sinn, sér til
fulltingis, og sagðist mundi skjóta okkur út fyrir Kaldbakskleif
en á meðan hann hefði bátinn tilbúinn skyldum við láta þreyt-
una líða úr okkur. Þetta var að öllu sá mesti greiði sem hægt var
að veita hálfuppgefnum unglingum. Að nýju lögðum við land
undir fót og héldum að Eyjum, þar sem við fengum góða gist-
ingu, og urðum hvíldinni fegin. Morguninn eftir héldum við sem
leið liggur að Asparvík. Þar áttum við góðu að mæta hjá Guð-
rúnu, föðursystur minni, og manni hennar, Jóni Kjartanssyni,
þeim sæmdar- og greiðahjónum, ásamt þeirra prúða og mann-
vænlega barnahóp. Stóðum við það lengi við í Asparvík að í
myrkri lentum við um kvöldið í næsta næturstað sem var á
Bakka hjá Júlíönu Guðmundsdóttur, sem einnig var föðursystir
mín. Við vorum alveg uppgefin því færðin var hin versta. Tóku
þau hjón okkur tveim höndum og hvíldumst við vel um nóttina.
Andrés, maður Júlíönu, fylgdi okkur yfir Bjarnarfjarðarháls þar
til við sáum bláan Steingrímsfjörð blasa við sjónum okkar og
stefnu að Sandnesi. Þar börðum við þrjú högg á bæjarhurð, sem
venja var, og óðar kom bóndinn, Sigvaldi Guðmundsson, út.
Hann var öllum ferðamönnum að góðu kunnur fyrir eindæma
hjálpsemi og gestrisni, sem og kona hans, Guðbjörg Einarsdóttir,
sem ekki lét sitt eftir liggja þegar taka þurfti á móti mönnum,
þreyttum og illa til reika, og fljótt þurftu við greiða og aðhlynn-
ingar. Hvar sem ég kom á þessum slóðum naut ég föður míns,
sem öllum hafði að góðu kunnur verið. Þarna hvíldum við okkur
góða stund og þáðum góðgerðir. Húsbændurnir töluðu við
okkur um heima og geima, svo sem við værum eldri að árum en
við reyndar vorum. Þeim lét vel að fræða gesti sína. Síðan flutti
Sigvaldi okkur yfir fjörðinn, í Borgirnar. Þökkuðum við þar næst
33