Strandapósturinn - 01.06.1984, Side 64
það, að brimalda nái inn í hann. Ótrúleg kynstur af rekavið hafa
hrúgast upp hér í árósnum. Er það viður úr skipum og alls konar
tré. Mikið af viðarhrúgunum er á kafi í vatni, en þó standa háir
haugar upp úr því. Engines heitir bær norðanvert við fjörðinn.
Hann fór í eyði fyrir nokkrum árum, en nú hafði þjófur einn, sem
strokið hafði úr fangelsi á Suðurlandi sest þar að ásamt konu
sinni. Þarna á Ströndum eru mjög haganlegir griðastaðir fyrir
þess háttar lýð, enda veldur hann hinum fáu bændum þar sí-
felldri hræðslu og tjóni.“
Engines er yst við Eyvindarfjörðinn að norðan, nokkuð víð-
lent, lágt yfir sjó og að mestum hluta vaxið valllendisgróðri.
Yfirleitt er lítið um graslendi þarna hið næsta, ströndin grýtt og
berangursleg með lága klettabrún litlu ofar, en trúlega hefur
nesoddi þessi fengið hið virðulega engjaheiti fyrir þau gæði, að
þar hefur þótt einna björgulegast til heyskapar og slægna. Þó að
Eggert Ólafsson komist svo að orði, eins og frá er greint hér að
framan, að bærinn Engines hafi farið í eyði þá fyrir nokkrum
árum (þ.e. 1754) er miklu sennilegra og allt að því fullvíst, að þar
hafi afar sjaldan og jafnvel aldrei á seinni öldum verið búseta
manna til langframa. Til dæmis er svo frá sagt í Jarðabók Árna
Magnússonar og Páls Vídalíns, sem tekin er saman tæpum 50
árum áður en þeir Eggert og Bjarni eru þarna á ferð: „Engines,
jarðardýrleiki 4 hundruð, eyðijörð langvarandi. Kirkjujörð frá
Stafholti í Borgarfirði. Landskuld halda menn að verið hafi 40
álnir i búsgagni. Leigukúgildi hefur ekkert verið. Þetta kot hefur
aldrei byggt verið, nema fyrir 10 árum tók það einn maður og
flosnaði upp, síðan hefur það eigi byggt verið. Það kann og eigi
að byggjast nema sá sem býr í Drangavík hafi það með.“
Drangavík er eða var næsta byggt ból fyrir norðan Engines og
að ég hygg snoðlíkt kot að ýmsu leyti, en landmeira og því
byggilegra að þar er dálítil selveiði og dúntekja á skerjum
skammt undan ströndinni. Jarðabókin fyrir Árneshrepp, sem
fyrr var vitnað til er rituð árið 1706. Sennilega hefur oftast síðan
verið farið eftir ábendingu fyrrnefndra jarðabókarmanna, og
kotbýlið Engines verið byggt með Drangavik. Þrátt fyrir það er
nú ekki kunnugt um neina ábúendur á hvorugu býlinu út alla
62