Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1984, Blaðsíða 64

Strandapósturinn - 01.06.1984, Blaðsíða 64
það, að brimalda nái inn í hann. Ótrúleg kynstur af rekavið hafa hrúgast upp hér í árósnum. Er það viður úr skipum og alls konar tré. Mikið af viðarhrúgunum er á kafi í vatni, en þó standa háir haugar upp úr því. Engines heitir bær norðanvert við fjörðinn. Hann fór í eyði fyrir nokkrum árum, en nú hafði þjófur einn, sem strokið hafði úr fangelsi á Suðurlandi sest þar að ásamt konu sinni. Þarna á Ströndum eru mjög haganlegir griðastaðir fyrir þess háttar lýð, enda veldur hann hinum fáu bændum þar sí- felldri hræðslu og tjóni.“ Engines er yst við Eyvindarfjörðinn að norðan, nokkuð víð- lent, lágt yfir sjó og að mestum hluta vaxið valllendisgróðri. Yfirleitt er lítið um graslendi þarna hið næsta, ströndin grýtt og berangursleg með lága klettabrún litlu ofar, en trúlega hefur nesoddi þessi fengið hið virðulega engjaheiti fyrir þau gæði, að þar hefur þótt einna björgulegast til heyskapar og slægna. Þó að Eggert Ólafsson komist svo að orði, eins og frá er greint hér að framan, að bærinn Engines hafi farið í eyði þá fyrir nokkrum árum (þ.e. 1754) er miklu sennilegra og allt að því fullvíst, að þar hafi afar sjaldan og jafnvel aldrei á seinni öldum verið búseta manna til langframa. Til dæmis er svo frá sagt í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, sem tekin er saman tæpum 50 árum áður en þeir Eggert og Bjarni eru þarna á ferð: „Engines, jarðardýrleiki 4 hundruð, eyðijörð langvarandi. Kirkjujörð frá Stafholti í Borgarfirði. Landskuld halda menn að verið hafi 40 álnir i búsgagni. Leigukúgildi hefur ekkert verið. Þetta kot hefur aldrei byggt verið, nema fyrir 10 árum tók það einn maður og flosnaði upp, síðan hefur það eigi byggt verið. Það kann og eigi að byggjast nema sá sem býr í Drangavík hafi það með.“ Drangavík er eða var næsta byggt ból fyrir norðan Engines og að ég hygg snoðlíkt kot að ýmsu leyti, en landmeira og því byggilegra að þar er dálítil selveiði og dúntekja á skerjum skammt undan ströndinni. Jarðabókin fyrir Árneshrepp, sem fyrr var vitnað til er rituð árið 1706. Sennilega hefur oftast síðan verið farið eftir ábendingu fyrrnefndra jarðabókarmanna, og kotbýlið Engines verið byggt með Drangavik. Þrátt fyrir það er nú ekki kunnugt um neina ábúendur á hvorugu býlinu út alla 62
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.