Strandapósturinn - 01.06.1984, Qupperneq 92
pappaklædd, en stafnar þykkir kampar úr torfi sem náðu upp að
baðstofugólfi, þar tók við timbur og pappi. Inngangur var um
skyggni á austurhlíð og var líka úr timbri. Á skyggni þessu voru
tvær hurðir önnur móti suðri, hin norðri, það fór svo eftir vindátt
hvor hurðin var notuð. Norðan við húsið mjótt sund í milli stóð
spelahjallur allstór með afþiljuðu timburlofti. Niðrí var eins og
nafnið bendir til þiljað til hálfs, þ.e. að tvær til þrjár tommur
voru á milli spelanna. Hurð var á hjallinum og henni hægt að
læsa. Niðri var geymt allskonar harðmeti, harðfiskur, þorsk-
hausar, hákarl, saltkjöt, tólk eða hnoðaður mör. Auk þess am-
boð, reipi og margt, margt fleira.
Uppi á loftinu var góð geymsla fyrir mjölmat allan einnig
sykur, kaffibaunir og yfirleitt það matarkyns sem ekki mátti
blotna.
Ég man ekki til að festi snjó niðri í kjallaranum og það sem þar
hékk uppi varð aldrei fyrir bleytu.
Hjallar sem þessi þóttu góðir til síns brúks, en best man ég eftir
þeim á sjávarjörðum það gerði sjávarafurðirnar. Fiskurinn að
haustinu, upp spyrtur og líka saltaður, og á vorin rauðmaginn og
grásleppan allt var sett í Hjallinn.
Fjárhús auk hesthúsa tveggja stóðu á túninu norður frá bæn-
um. Fjárhús með timburstöfnum til austurs sem tók um
hundrað kindur og hlaða við, tvö hesthús, annað fyrir beitar-
hesta, hitt fyrir hesta sem notaðir voru fyrir drátt, eða sem hafðir
voru á járnum að vetrinum, og var það hesthús minna. Öll þessi
hús voru yfirleitt vel viðuð, sem þá tíðkaðist á rekajörðum og
árefti þurfti ekki að spara. Tún voru ekki stór í Miðdal í þá daga,
en eftir því sem mig minnir best hafa þau verið í góðu meðallagi.
Vel á borin gáfu þau gott gras, en aftur á móti voru engjar víða
reitingslegar og oft á tíðum frekar illa sprottnar.
Engja-heyskapur var leiðinlegur og seintekinn. Tímalengdin
var látin blífa, þrotlaust basl fólksins myrkranna á milli bjargaði
því hversu margt fé var hægt að setja á vetur. Allt úthey var flutt
heim blautt og þurrkað á túni. önnur heytæki utan reiðings á
hestunum og reipa, var orfið, ljárinn og hrífan, aflið sem þurfti
hér við var falið í mannshendinni. Þar utan burðarmagni hests-
90