Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1984, Side 92

Strandapósturinn - 01.06.1984, Side 92
pappaklædd, en stafnar þykkir kampar úr torfi sem náðu upp að baðstofugólfi, þar tók við timbur og pappi. Inngangur var um skyggni á austurhlíð og var líka úr timbri. Á skyggni þessu voru tvær hurðir önnur móti suðri, hin norðri, það fór svo eftir vindátt hvor hurðin var notuð. Norðan við húsið mjótt sund í milli stóð spelahjallur allstór með afþiljuðu timburlofti. Niðrí var eins og nafnið bendir til þiljað til hálfs, þ.e. að tvær til þrjár tommur voru á milli spelanna. Hurð var á hjallinum og henni hægt að læsa. Niðri var geymt allskonar harðmeti, harðfiskur, þorsk- hausar, hákarl, saltkjöt, tólk eða hnoðaður mör. Auk þess am- boð, reipi og margt, margt fleira. Uppi á loftinu var góð geymsla fyrir mjölmat allan einnig sykur, kaffibaunir og yfirleitt það matarkyns sem ekki mátti blotna. Ég man ekki til að festi snjó niðri í kjallaranum og það sem þar hékk uppi varð aldrei fyrir bleytu. Hjallar sem þessi þóttu góðir til síns brúks, en best man ég eftir þeim á sjávarjörðum það gerði sjávarafurðirnar. Fiskurinn að haustinu, upp spyrtur og líka saltaður, og á vorin rauðmaginn og grásleppan allt var sett í Hjallinn. Fjárhús auk hesthúsa tveggja stóðu á túninu norður frá bæn- um. Fjárhús með timburstöfnum til austurs sem tók um hundrað kindur og hlaða við, tvö hesthús, annað fyrir beitar- hesta, hitt fyrir hesta sem notaðir voru fyrir drátt, eða sem hafðir voru á járnum að vetrinum, og var það hesthús minna. Öll þessi hús voru yfirleitt vel viðuð, sem þá tíðkaðist á rekajörðum og árefti þurfti ekki að spara. Tún voru ekki stór í Miðdal í þá daga, en eftir því sem mig minnir best hafa þau verið í góðu meðallagi. Vel á borin gáfu þau gott gras, en aftur á móti voru engjar víða reitingslegar og oft á tíðum frekar illa sprottnar. Engja-heyskapur var leiðinlegur og seintekinn. Tímalengdin var látin blífa, þrotlaust basl fólksins myrkranna á milli bjargaði því hversu margt fé var hægt að setja á vetur. Allt úthey var flutt heim blautt og þurrkað á túni. önnur heytæki utan reiðings á hestunum og reipa, var orfið, ljárinn og hrífan, aflið sem þurfti hér við var falið í mannshendinni. Þar utan burðarmagni hests- 90
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.