Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1984, Síða 105

Strandapósturinn - 01.06.1984, Síða 105
Verkfæri voru öll heimasmíðuð og voru þau mjög vel gerð því það kom varla fyrir að þau biluðu og að sjálfsögðu reyndi oft mikið á þau þegar um stóra hákarla var að ræða. í beitu var notað selspik og varð það að vera mjög vel verkað til þess að hákarlinum líkaði lykt og bragð, því svangur hákarl virðist vera mjög matvandur og seinn til að taka beituna, en saddur hákarl gleypir næstum því hvað sem er. Þegar hákarl var kominn vel undir sem kallað var voru gallpungar notaðir sem oddbeita og gafst það vel, en gallpungur er stykki úr lifrinni kringum gallið. Ýmsar aðferðir voru hafðar við að framleiða sem besta beitu fyrir hákarlinn, það þótti mjög gott að salta selspikið í svokallaða tjörukagga en það voru ílát sem tjara var flutt í til landsins. Kom þá tjörubragð af selspikinu. En af öllu þótti bera rommselurinn, hann var verkaður þannig að rommi var hellt niður í dauða kópa og bundið fyrir báða enda á þeim svo rommið læki ekki út. Síðan voru þeir geymdir í heilu lagi þar til þeir voru teknir til beitu. Hákarlar eru ákaflega misstórir, í daglegu tali var stærð þeirra miðuð við hvað mikil lifur var í þeim. Helstu nöfn sem ég man eftir voru Got, Ælingi, Rennings-doggur, Doggur, Tunnuhákarl, Tveggjatunnu-hákarl og Eggjahákarl. Got voru svo litlir hákarlar að þeir voru ónýtir, Ælingi var svo lítill að hann var á mörkum þess að vera talinn hirðandi. Rennings-doggur var vel nothæfur. Doggur var hákarl sem var með það mikla lifur að var í hálfa tunnu og af því líka kallaður Hálftunnuhákarl, og var það algengasta stærð af hákarli, Tunnuhákarl var kallaður sá er lifrin var í fulla tunnu og þóttu það mjög góðir hákarlar. Tveggjatunnu hákarlar, þar sem lifrin fyllti tvær tunnur, voru mjög stórir og þótti bæði happ og gaman að fá svo stórar skepnur. Eggjahákarlar voru mjög fáséðir, en það voru kynþroska hákarlar. Þetta voru mjög stórar skepnur margir metrar á lengd. Við á m/b Skarphéðni fengum tvo eggjahákarla í sömu sjóferð og annar bátur, Björg frá Drangsnesi, fékk einn í sama skipti, en Björg lá á sömu slóðum og við. Gamlir hákarlamenn höfðu aldrei séð eggjahákarl, aðeins heyrt talað um þá og var álit margra að þetta væri þjóðsaga en svo var þó 103
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.