Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1984, Side 151

Strandapósturinn - 01.06.1984, Side 151
fjórtán ára, og það vor fór pabbi ekki vestur aldrei þessu vant, svo hann gat verið við ferminguna mína sem aldrei fyrr hafði verið, að hann gæti verið við fermingu barna sinna. Það var verið að segja við pabba að hann væri að bíða eftir mér til að fara með mig vestur og sýna mér leiðina sem hann hefði farið um áratugi. Hann tók því vel, en ástæðan fyrir því að hann fór ekki vestur þetta vor var sú að þegar hann ætlaði á stað um morguninn að þá varð hann svo illa haldinn af gigt að hann gat ekki með nokkru móti farið, sem varð svo til þess að hann var hér heima í sveitinni um vorið við ýmsa vinnu hjá hinum og þessum. Eg vandist snemma við sjó með pabba mínum og var líka mjög hneigður til þess. Foreldrar mínir fluttu í Ormstangann á Kirkjubóli vorið 1915 frá Smáhömrum þar sem þau voru búin að vera í 13 ár, pabbi var þar alltaf formaður fyrir Björn á haustin en framan af heyskapartímanum var pabbi í heyvinnu. En þrettánda haustið var pabbi ekki formaður vegna einhvers lasleika, gigtar eða einhvers sem að var. Og hvort þá hefur ekki verið húspláss fyrir hann lengur á Smáhömrum ef hann gat ekki verið lengur formaður veit ég ekki, þó ég heyrði það sagt. Það voru verbúðir í Tanganum eins og maður nefndi oft Ormstang- ann. Guðjón Jónsson vaktari eins og hann venjulega var kall- aður, því hann var áður næturvörður á Isafirði, var þá eigandi að þvi sem þar var og hann fékk pabba minn til að vera formann fyrir sig á bát sem Guðjón átti þar, og þarna gat pabbi fengið frekar rúmt húspláss sem fylgdi og furðu gott eftir því sem þá gerðist. Vorið sem ég fermdist fór ég að Heiðarbæ sem vinnu- maður þó lítill væri, og um haustið réri ég hjá pabba. Þegar kom fram á veturinn þá varð það svo fyrir nöldur í mér við pabba minn að hann réði mig hjá ágætum manni í Bolungarvík, Guð- mundi Jónssyni frá Tungu, venjulega kenndur við þann bæ, öðru nafni Þjóðólfstunga. Þá var ég nú ráðinn sem útróðramaður vestur í Bolungarvík. Mér fannst þetta talsvert virðulegra til umhugsunar heldur en að vera að snúast í kringum ærrassana í Heiðarbæ, en þó fann ég að þetta myndi vera kannske meira en ég væri maður til, en það varð nú að hafa það, því hugur minn hneigðist meira til sjávar en annarrar vinnu. Annan dag páska 149
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.