Strandapósturinn - 01.06.1984, Blaðsíða 154
vestar og ofan í Langadal en hin liggur ofan í Lágadal og var
venjulega farið það áður, sérstaklega í skreiðarferðum á vorin því
það er beinna að Nauteyri, en þangað var venjulega farið með
flutninga á vorin um vertíðarlokin og það svo flutt þaðan á
hestum norður. Þar sem veður og færð var í þetta sinn svo gott
sem best var á kosið, þá var það ætlunin að fara ofan Bakkafjall
sem er á milli Langadals og Lágadals og því beinni leið en fara
ofan í Langadal en auðvitað mikið lengri fjallvegur að fara, þó
leiðin yrði styttri í heild. Þar sem ég var svo ungur vesturferðar-
maður, en pabbi nærgætinn við mig, þá fannst honum þetta of
langur fjallvegur fyrir mig, þess vegna fór hann ofan í Langadal,
og unglingsdrengur eitthvað tveimur árum eldri en ég og pabba
kunnugur, fylgdist með okkur. Hann hét Guðmundur Jasonsson
og var frá Víðidalsá, kom þangað sem smali en var ættaður úr
Bolungarvík. Faðir hans var Jason Jónsson formaður og fórst í
fiskiróðri þá fyrir nokkrum árum. Það gekk vel ofan heiðina því
veður og færð var svo ágætt. Fyrsti bærinn sem við komum að í
Langadal var Bakkasel, þá fremsti bærinn í dalnum þó áður hafi
verið tveir bæir framar, Skeggjastaðir og Efraból, en árið eftir
þegar við pabbi fórum vestur þá eftir páskana þá var Sigurður
Þorgrímsson póstur búinn að byggja upp á Efrabóli og bjó þar í
nokkur ár og var póstur frá Borðeyri til Arngerðareyrar. f
Bakkaseli bjó í þetta sinn Guðmundur Hafliðason, hann var
velkunnugur pabba því Guðmundur var lengi formaður í Bol-
ungarvík á sexæring. Þarna fengum við kaffi og var það vel
þegið. Ég man að við borðuðum af nestinu okkar þegar við
vorum komnir ofan af heiðinni. Og svo var gott að hvíla sig eftir
þennan langa heiðarveg.
Ekki þurftum við að borga greiðann, sennilega vegna kunn-
ingsskapar pabba og Guðmundar. Annars var það vani að borga
fyrir sig eftir að komið var vestur yfir heiði og að okkur fannst
nokkuð dýrt enda oft litlir aurar hjá mörgum þá. Aldrei vildi
neinn taka fyrir næturgreiðann í Staðardalnum og það þó
margir væru nótt, og það fleiri en eina, eins og komið gat fyrir ef
illa viðraði og ekki fært heiðarveður þann dag sem ráðgert var að
fara yfir heiðina. Þetta var venja og var það hvorttveggja að fólk
152