Strandapósturinn - 01.06.1984, Page 155
var gestrisið og svo hefur það sennilega vitað að sjóðir þessara
vesturferða-manna hafa að jafnaði ekki verið stórir. Ég man að
við komum líka við á Fremribakka, sem er næsti bær við
Bakkasel en þó samt nokkuð langt á milli, og þar fengum við
kaffi án þess að þurfa að borga enda boðið það, þetta fólk var svo
kunnugt pabba. Sá sem bjó á Fremribakka hét Guðmundur
sonur Hafliða á Kirkjubóli í Langadal. Þeir voru bræður Guð-
mundur í Bakkaseli og Hafliði á Kirkjubóli. Það var gott að
hvíla sig og fá kaffi en nesti höfðum við nóg. Ég man hvað okkur
strákunum fannst dalurinn langur og okkur fannst hann sann-
arlega eiga þetta nafn skilið að heita Langidalur. Það var brú á
ánni fyrir neðan Neðribakka eða eitthvað þar nálægt, sem er
næsti bær fyrir neðan Fremribakka, svo ekki þurftum við að
vaða ána og þaðan er farið yfir lágan háls ofan að Arngerðareyri
og þá var nú komið á áfangastað því að þangað kom póstbátur-
inn sem við ætluðum með, en hann átti að koma morguninn eftir
sem hann líka gerði.
A Arngerðareyri hittum við Magnús son Kristjáns Þorláks-
sonar í Múla í Isafirði. Hann var vel kunnugur pabba því hann
hafði róið eitthvað með föður sínum samtíða pabba mínum því
pabbi var búinn að róa með Kristjáni Þorlákssyni ég held
nokkrar vertíðir. Magnús var með boð frá föður sínum til pabba
ef hann sæi hann að koma inn að Múla og vera þar um nóttina,
því gamli maðurinn hefur búist við að eftir gamalli venju væri
pabbi í þessum vermannahóp sem líka var. Það réðist þá svo að
við fórum með Magnúsi inn að Múla og vorum þar um nóttina.
Magnús var með sleða-hest með einhverju dóti á en ég man ekki
hvort við létum pjönkur okkar á sleðann hjá honum eða fengum
þær geymdar þangað til við komum aftur. í Múla var gott að
gista og gömlu mennirnir höfðu margs að minnast, það var
auðheyrt, enda góðir vinir. Ég man það þegar ég fór að fara úr
sokkunum um kvöldið í Múla að þá var ég í vandræðum að ná
sokkunum í sundur því ég var í tvennum sokkum. Þeir voru svo
þæfðir saman að það var mjög óþægilegt að ná þeim í sundur,
þetta hafði smáþófnað svona yfir daginn enda langur vegur frá
Kirkjubóli í Staðardal og vestur að Arngerðareyri og þaðan inn
153