Saga - 2012, Page 7
FOR MÁLI R ITST JÓRA
Jæja, það fer heldur lítið fyrir myndefninu á forsíðu haustheftis Sögu 2012.
Örlítill hluti af þriggja lítra jarðvegssýni úr fornleifauppgreftri á Skriðu -
klaustri. Sýnið inniheldur meðal annars skordýr og fræ sem geyma dýrmæt-
ar upplýsingar um lifnaðarhætti manna fyrr á öldum líkt og Steinunn
Kristjánsdóttir fræðir okkur um í örstuttu máli hér í upphafi. Þrír lítrar af
mold taka samt mun meira pláss en ýmislegt það sem nú er varðveitt á raf-
rænu formi og mun gegna lykilhlutverki við söguritun á næstu áratugum.
Sem dæmi má nefna allar þær hljóðskrár sem varðveita marga klukkutíma af
yfirheyrslum í máli Alþingis gegn Geir H. Haarde fyrr á þessu ári og eru
einstakar heimildir um íslenska stjórnmálasögu, sér í lagi fyrir þær sakir að
þær urðu til fyrir dómi. Sá vitnisburður verður reyndar líka varðveittur í
endurriti á pappír og undir hann þarf hillu. Samt ekki sex hundruð hillu-
metra eins og undir þau tuttugu tonn af gögnum um sögu Sambands
íslenskra samvinnufélaga sem færð voru Þjóðskjalasafni á sextíu vörubrett-
um nú á haustdögum.
Skyldi það umfang vera í einhverju samræmi við þátt SÍS í Íslandssög-
unni? Það fer auðvitað eftir því hver ákveður hvað sú saga á að fá mikið
rými í þjóðarsögunni; öll sagnfræði er eilíf barátta um rými og sýnileika, og
sú staðreynd að eitthvað hljóti að verða undir í þeirri baráttu á óbeinan þátt
í að gera sagnfræði að spennandi og frjórri fræðigrein. Þær þrjár greinar sem
birtast í hausthefti Sögu eru allar til vitnis um það. Vilhelm Vilhelmsson
skrifar um róttæklinga í Vesturheimi, hóp sem til þessa hefur ekki fengið
mikla athygli í sagnaritun um Vesturferðir, enda byggðist hún til skamms
tíma á fremur einsleitri mynd af brottfluttum Íslendingum. Sverrir Jakobs -
son fjallar um hugmyndir og þekkingu á íslam í íslenskum handritum;
jaðarviðfangsefni hvort sem um er að ræða rannsóknir á íslenskri miðalda-
sögu eða íslenskt miðaldasamfélag. Og loks er það Hrefna Róbertsdóttir.
Hún hefur fundið stóra og mikla heimild — verslunarbók frá árinu 1784 —
sem geymir upplýsingar um innflutta munaðarvöru til Íslands það ár. Þar
er að finna loðfeldi í ýmsum litum, gullhringi og postulín. Líka kirsiber,
saffran, engifer, möndlur, ólífuólíu og kransakökur. Upp í hugann kemur
teikningin sem aldrei gleymist, úr Íslands sögu Jónasar Jónssonar frá Hriflu,
af ungum hjónum sem stika með stúlkubarn fram hjá deyjandi konu og
kind undir svörtu skýi eftir að hafa borðað hund og skóbætur. Að þessu
leyti svipar sagnfræði til skáldskapar því henni lætur betur að sýna fram á
hið margbrotna, skringilega og óvænta en að leiða í ljós sannleik eða svara
stórum spurningum um þróun mannlegra samfélaga. Þær hugleiðingar geri
ég meðal annars að umtalsefni frá kvennasögulegu sjónarhorni í einu
viðhorfsgreininni sem birt er í þessu hefti.
Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:46 Page 5