Saga - 2012, Page 9
steinunn kristjánsdóttir
Skordýrin á Skriðu
Skordýr eru til margra hluta nytsamleg, jafnt lifandi sem dauð. Sagt
er að þau séu einn fjölbreyttasti flokkur dýra sem lifir á jörðinni.
Sum skordýr fylgja fólki, önnur dýrum, einhver fylgja plöntum og
enn önnur sækja í mat og matarleifar. Fjöldi skordýrategunda lifir
úti í náttúrunni á meðan önnur lifa eingöngu innanhúss. Lifandi
halda þau hvert öðru í skefjum, eru mikilvæg fyrir vöxt gróðurs og
geta nýst manninum til vinnslu matar og klæða. Dauð veita þau
upplýsingar um allt þetta en líka um veðurfar og lifnaðarhætti
manns ins á mismunandi tímum. Þau sækja nefnilega í sem ákjósan-
legust lífsskilyrði, engu síður en mannskepnan sjálf. Þess vegna er
afar mikilvægt að safna skordýrum — rétt eins og gripum, beinum
manna og dýra og upplýsingum um mannvirki og vinnslusvæði
mannsins — við fornleifauppgröft.
Skordýrin eru sérstaklega nytsamleg til þess að greina hvers
konar starfsemi fór fram innan- eða utanhúss á þeim stöðum sem
eru til rannsóknar hverju sinni. Þau veita ekki aðeins upplýsingar
um matargerð og hvers kyns vinnslu mannsins, heldur skera þau
einnig úr um hvort skoðunarstaðurinn er gripahús, geymsla,
vinnusvæði eða mannabústaður. Skordýrunum er af þessum ástæð -
um venjulega safnað úr gólflögum mannvirkja en líka af vinnslu -
svæðum, úr sorphaugum og ræsum. Ferlið er raunar ekki svona ein-
falt því allajafna eru skordýrin svo smá að þau sjást varla með berum
augum, hvað þá af hvaða tegundum þau eru. Þau eru því ekki tínd
upp við fornleifauppgröft eins og flest önnur gögn, heldur er þeirra
leitað í sérstökum jarðvegssýnum sem eru að vísu mestmegnis mold
og annar jarðvegur. Sú vinna og greiningin sem fylgir fer fram með
smásjá eða víðsjá og er alltaf gerð af sérmenntuðum skordýrafræð -
ingi.
Fleira ber að hafa í huga. Sýnin innihalda yfirleitt ekki bara
skordýr heldur líka fræ, frjókorn og fleira smágert. Fræin eru venju-
lega tínd úr sýnunum um leið og skordýrin, en mun flóknara
Saga L:2 (2012), bls. 7–9.
FORS ÍÐUMYNDIN
Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:46 Page 7