Saga - 2012, Page 14
bls. 18.
mbönd
ngton -
uleiðis
gg til-
annars
nr. 20
stunduðu skurðgoða- og eldsdýrkun. Í íslenskum ritum frá 12. og
13. öld er heiðingjum oft lýst á sama veg, hvort sem þar voru á ferð
múslímar eða ásatrúarmenn. Þar er ekki að finna trúmálaáhuga af
því tagi sem finna má í ritum fremstu lærdóms manna þess tíma í
Evrópu. Hugmyndir norrænna manna um íslam og viðhorf þeirra
til múslíma voru þó ekki allar á einn veg og birtingarmyndir
heiðingja taka áherslubreytingum eftir eðli frásagnanna.
Í þessari grein er ætlunin að greina umræðu um múslíma og
aðra heiðingja sem „hina“ í sjálfsmynd kristinna manna og setja ríkj-
andi hugmyndir um múslíma í samhengi við sjálfsmynd Íslendinga
á miðöldum. Var ástæða þess hve grunnt þekking Íslendinga á
íslam risti sú að múslímar voru fjarlægir Íslendingum og því ekki
mikilvægt að þekkja til þeirra? Eða tengdist hún orðræðu um heiðni
og villutrú sem hvíldi á þeirri forsendu að ekki væri vert að þekkja
of vel til slíkra fyrirbæra? Hvað segja skrif Íslendinga um Serki,
Tyrki og heiðingja um sjálfsmynd Íslendinga á miðöldum og við -
horf þeirra til múslíma? Við þessa rannsókn nýtast textar sem
sjaldnast hafa vakið athygli miðaldasagnfræðinga, t.d. þýðingar á
frönskum kappakvæðum sem er að finna í Karlamagnús sögu, en
líka frumsamdar riddarasögur frá 14. öld og síðar. Þar eru á ferð rit
sem mörgum hefur þótt hafa rýrt heimildargildi með tilliti til
atburðasögu en nýtast fremur sem heimildir um almennt hugarfar
og ríkjandi orðræðu í samfélaginu.
Leiðir til aðgreiningar: Kristileg algildishyggja
eða riddaralegt gildismat
Í sjálfsmynd felst vitund um að maður tilheyri tilteknum hópi, t.d.
„kristni“. Það felur jafnframt í sér að til er annar hópur, eða fleiri,
sem maður tilheyrir ekki, „hinir“.3 Sjálfsmyndin á sér þessa rang-
hverfu, sem er myndin af hinum. Sú mynd á um leið þátt í að skapa
sjálfsmyndina. Með því að athuga rönguna sér maður hvernig rétt-
an er.4 Til að greina réttuna frá röngunni þarf að vera til flokkunar-
sverrir jakobsson12
3 Hér má tefla saman hugtökunum „Identität“ og „Alterität“, sbr. Thomas
Foerster, Vergleich und Identität. Selbst- und Fremddeutung im Norden des hoch-
mittelalterlichen Europa. Europa im Mittelalter 14 (Berlin: Akademie Verlag 2009),
bls. 9–11.
4 Karlheinz Ohle, Das Ich und das Andere. Grundzüge einer Soziologie des Fremden.
Sozialwissenschaftliche Studien, 15 (Stuttgart: Fischer 1978), bls. 97.
Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:46 Page 12