Saga - 2012, Síða 18
lega við heiðingjana að kurteis höfðingi í þeirra röðum býður hon-
um til hólm göngu á móti konungi þeim er Karvel heitir. „Hann hefir
fjölda liðs mikinn, alls konar þjóðir, og hann er virkta góður ridd-
ari.“15 Reynist Karvel kurteis með afbrigðum og óbanginn við að
gefa sig á vald kristnum mönnum, því að „Karlamagnús kóngur er
svo góður höfðingi að eigi vill hann vita á sig að mér sé misboðið
heldur en einhverjum lim sínum“.16 Þessi saga sýnir að í liði heið -
ingja eru göfugir riddarar, engu síður en í herliði kristinna manna.
Þessum boðskap er miðlað í fleiri sögum sem þýddar voru á nor-
rænu á 13. öld. Darius Serkjakonungur og riddarar hans í Alex -
anders sögu eru göfugir menn, engu síður en andstæðingar úr hópi
Grikkja. Jafnan er tekið fram ef riddarar í liði Grikkja eða Serkja eru
stórættaðir, t.d. komnir „frá Ciro konungi“.17 Mikilvægi ættgöfg-
innar gerði það að verkum að konungar og aðrir sem töldu sig eðal-
borna höfðu annað viðhorf en klerkar til heiðinna fornaldarkappa
og jafnvel hinna heiðnu guða. Darius konungur minnir menn sína á
að Serkir séu „komnir frá Belo konungi er fyrst hefir af vorum
frændum verið hafður í goða tölu“, en Grikkir geta hins vegar rakið
ættir sínar til bardagaguðsins Mars.18
Þessi viðhorf samrýmast ýmsu í hugsun norrænna höfðingja.
Guðir heiðinna manna voru ekki álitnir raunverulegir guðir, heldur
máttugir menn sem hefðu verið teknir í guðatölu eftir lát sitt, innan
þess evhemeríska túlkunarkerfis sem var ríkjandi í orðræðu um þá í
kristnu miðaldasamfélagi.19 Samt sem áður voru þeir öflugri en
sverrir jakobsson16
sögunnar (A-gerð) er talin hafa orðið til við norsku hirðina um miðja 13. öld,
en aukin gerð hennar (B-gerð) á Íslandi á 14. öld. Sjá Eyvind Fjeld Halvorsen,
„Karlamagnús saga“, Kulturhistorisk leksikon for nordisk middelalder fra vikinge-
tid til reformationstid VIII (Kaupmannahöfn: Rosenkilde og Bagge 1963), bls.
286–290.
15 Karlamagnús saga. Branches I, III, VII et IX. Útg. Agnete Loth (Kaupmannahöfn:
Société pour l’étude de la langue et de la littérature danois, 1980), bls. 130 og
133. Í B-gerð segir „hardla godr madr sialfr“.
16 Karlamagnús saga. Branches I, III, VII et IX, bls. 144–145.
17 Alexanders saga. Islandsk oversættelse ved Brandr Jónsson. Útg. Finnur Jónsson
(Kaupmannahöfn: Kommissionen for det Arnamagnæanske Legat 1925), bls.
40, 78 og 130.
18 Sama heimild, bls. 30 og 34.
19 Um Evhemerisma sem skýringaraðferð hefur ótalmargt verið ritað. Greinar -
gott yfirlit um uppruna fyrirbærisins og þróun þess á miðöldum má finna hjá
John Daniel Cooke, „Euhemerism: A Mediaeval Interpretation of Classical
Paganism“, Speculum 2 (1927), bls. 396–410.
Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:46 Page 16