Saga - 2012, Qupperneq 20
skilgreinir sem þekkingarsvið (fr. le plan épistémique) í orðræðunni
um framandleikann, en til þekkingarsviðsins ná hugmyndir um það
hvort maður þekkir hinn eða ekki.21 Þar vekur athygli veruleg rang-
túlkun á trú heiðingja, ekki síst í riddarasögum. Heiðingjar sem telja
sig sanna þjóna Maumets guðs tala einnig um „himnaguðinn
Júpíter“.22 Júpíter er svo iðulega kallaður Þór. Saxakonungur er lát-
inn heita á „Maumet guð vorn“.23 Í þætti af Oddgeiri danska eru
Frísir nefndir í hópi heiðingjanna sem Serkjakonungur stjórnar.24
Þessi misskilningur tengist því að gert er ráð fyrir að heiðingjar séu
einn og sami hópurinn. Þetta skipti ekki síst máli þegar skilgreina
átti múslíma, sem voru helsti óvinur kristinna manna í samtíman-
um. Trúarbrögð þeirra voru útskýrð með því að hér væri sami
heiðindómur á ferð og hefði áður birst í trú Grikkja og Rómverja á
Júpíter og Seif eða norrænna manna á Þór. Hér er á ferð einföld tví-
hyggja, andstæða kristni og heiðni skiptir mestu máli.
Slíkar hugmyndir draga dám af því sem gert var í öðrum
Evrópulöndum. Serkir eru iðu lega taldir heiðingjar í kristnum heim-
ildum á krossferðaöld, enda þótt kristnir menn sem settust að í
Palestínu hafi vitað betur.25 Hugmyndir um fjölgyðistrú Serkja
hverfa úr sam tíma heimildum um krossferðir að lokinni fyrstu
krossferðinni en lifa áfram í kappakvæðum.26 Lýsingar á Serkjum í
slíkum bókmenntum segja lítið um samfélag múslíma í samtíð eða
sverrir jakobsson18
21 Todorov skilgreinir framandleika á þremur sviðum en hin sviðin tvö eru gild-
issvið (fr. un plan axiologique): Hvort hinn er góður eða slæmur, jafningi manns
eða fyrir neðan mann sjálfan, og nálægðar/fjarlægðar svið (fr. un plan praxéo-
logique): Hvort maður aðhyllist gildi hins og samsamar sig honum, er sama,
eða treður eigin gildum upp á hinn. Sjá Tzvetan Todorov, La conquête de
l’Amérique. La question de l’autre (París: Seuil 1982), bls. 191.
22 Kirialax saga. Samfund til udgivelse af gammel nordisk litteratur 43. Útg.
Kristian Kålund (Kaup mannahöfn: Samfund til udgivelse af gammel nordisk
litteratur 1917), bls. 44.
23 Sjá t.d. Karlamagnus saga ok kappa hans, bls. 400.
24 Karlamagnús saga. Branches I, III, VII et IX, bls. 170–171. Í frönskum texta er talað
um „Aufrisier“.
25 Serkir (Sarraceni) voru álitnir afkomendur Ismaels, sonar Abrahams. Ísidór frá
Sevilla og fleiri kristnir höfundar gerðu greinarmunum á Serkjum og Aröbum,
sem væru komnir af Ham Nóasyni. Aðrir höfundar gera þó engan slíkan
greinarmun. Sjá Ekkehart Rotter, Abendland und Sarazenen. Das okzidentale
Araberbild und seine Entstehung im Frühmittelalter (Berlín: Walter de Gruyter
1986), bls. 68–82.
26 John V. Tolan, Saracens, bls. 123–133.
Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:46 Page 18