Saga - 2012, Síða 26
við Trójumenn meðal fræðimanna í Vestur-Evrópu.54 Íslenskir lær-
dómsmenn hafa þekkt þjóð með þessu nafni í latínuritum um
Trójumenn, og færa má rök að því að þau séu ástæða þess að Ari
fróði rekur eigin ætt og ætt Noregskonunga til Yngva Tyrkja kon -
ungs í Íslendingabók.55
Á dögum Ara voru tyrkneskar þjóðir frá Mið-Asíu búnar að
leggja undir sig lönd í Litlu-Asíu, á fornum heimaslóðum Tróju -
manna. Þessi landfræðilega tenging Tyrkja við Trójumenn var
útskýrð í formála að Snorra-Eddu. Fékk hún styrk af upprunaskýr-
ingu sem var notuð til að draga heiti norrænu guðanna, Ása, af nafni
Asíu.56 Í ýmsum handritum Trójumanna sögu eru Trójumenn nefnd-
ir Tyrkir, en jafnvel þar sem það er ekki gert, t.d. í Hauksbók, kemur
eigi að síður fram að Príamos konungur hafi ráðið yfir Tyrklandi.57 Í
ýmsum fróðleiksritum er ítrekað að goðin hafi komið frá Tyrklandi.58
Virðist sú vitneskja útbreidd. Jafnframt er þó Tyrkjum einnig lýst
sem heiðingjaþjóð skyldri Serkjum. Sú mynd hefur þó varla farið að
skýrast fyrr en á síðari hluta 13. aldar eða jafnvel síðar.59 Þegar
komið er fram á 14. öld er hins vegar greinilega gert ráð fyrir því í
íslenskum handritum að Tyrkir séu höfuðand stæðingar stólkon-
ungsins í Miklagarði og allra kristinna manna. Þetta er hliðstæð þró-
un við það sem gerðist annars staðar í Evrópu.60
sverrir jakobsson24
54 Andreas Heusler, Die gelehrte Urgeschichte, im altisländischen Schrifttum (Berlín:
Königliche Akademie der Wissenschaften 1908), bls. 6.
55 Sverrir Jakobsson, Við og veröldin. Heimsmynd Íslendinga (Reykjavík: Háskóla -
útgáfan 2005), bls. 180–184.
56 Heinrich Beck fjallar ítarlega um ættrakningar frá Tyrkjum í íslenskum
miðaldaritum og telur að það hafi verið nýjung í Snorra-Eddu að tengja saman
Tyrki og Trójumenn, sbr. Heinrich Beck, „Yngvi Tyrkja konungr.“ Sagna þing
helgað Jónasi Kristjánssyni sjötugum 10. apríl 1994. Ritstj. Gísli Sigurðsson,
Guðrún Kvaran og Sigurgeir Steingrímsson (Reykjavík: Hið íslenska bók-
menntafélag 1994), bls. 64–68.
57 Hauksbók, bls. 199.
58 Sbr. Landalýsingar m.fl. Alfræði íslenzk: Islandsk encyklopædisk litteratur 3.
Samfund til udgivelse af gammel nordisk litteratur 45. Útg.. Kristian Kålund
(Kaupmannahöfn: Samfund til Udgivelse af gammel nordisk Littera tur
1917–1918), bls. 58; Fire og fyrretyve prøver, bls. 181.
59 Í sumum handritum Snorra-Eddu, t.d. Codex Upsaliensis frá upphafi 14. aldar,
er fallið frá því að kalla Trójumenn Tyrki, sjá Heinz Klingenberg, Heidni sches
Altertum und nordisches Mittelalter. Strukturbildende Perspektiven des Snorri
Sturluson (Göttingen: Hochschulverlag 1999), bls. 225.
60 Colette Beaune, Naissance de la nation France. Bibliothèque des histoires (Paris:
Gallimard 1985), bls. 28.
Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:46 Page 24