Saga - 2012, Side 29
eða veita þeim nokkurs kyns fullting til ágangs og ófriðar heilögu
Jórsalalandi og kristnu fólki“.67
Í umræðu um réttlátt stríð við óvini guðs ber vitaskuld lítið á því
að norrænir menn samsami sig gildum heiðingjanna. Í elsta hluta
Agulando þáttar eru „guðræknir Saraceni og Moabite“ grimmir og
blóðþyrstir vígamenn. Guðrækni var ekki dyggð ef hún tíðkaðist
meðal heiðingja, ef marka má þetta rit. Yfirleitt er lítill áhugi á því
hvaða gildi Serkir kunni að aðhyllast en algengt að kristnir trúar -
siðir séu heimfærðir upp á þá. Í Oddgeirs þætti danska er aðeins eitt
guð Serkja nefnt, Maumet, og sverja þeir við nafn þess eins og
kristnir menn við nafn frelsarans.68 Karvel, hinn göfugi konungur
Rabítalands, minnist á lög sem Maumet og önnur goð hafa sett.69
Stundum kemur fyrir að heiðingjarnir heita á kristna menn við
þeirra eigin guð í kveðjum: „Sá sami guð er Frankismenn trúa á og
himnadýrð stýrir blessi og varðveiti Karlamagnús kóng og allt hans
ríki og veldi og yfir allt fram Oddgeir danska“.70 Sjaldgæfara er að
kristnir menn séu látnir heita á heiðin goð, en Rémundur keisara-
sonur og fylgdarmenn hans kveðja þó Eneas konung af Afríku „sem
honum sómdi: „Maumet, sá er öllum heimi ræður, geymi yður og
yðvart ríki!““71 Í því felst viðurkenning á því að siðir manna séu
afstæðir, sem annars sést sjaldan í miðaldaritum. Jafnvel eru dæmi
þess að þeir sem stóðu utan heims kristinna manna urðu einhvers
konar fyrirmynd. Af þeim mátti sitthvað læra. Slík viðhorf má finna
í ritum sem styðjast við fornaldarheimildir enda virðast fordómar
gegn litarhætti manna hafa verið hverfandi þegar þau voru upp-
haflega samin.
Í viðauka við Alexanders sögu segir til dæmis frá því þegar
söguhetjan leitar að trjám sólar og mána og finnur þar „svartan
íslam og andstæður … 27
67 Hér má bera saman skipan Jóns erkibiskups rauða frá kirkjuþingi í Björgvin
1280, sjá Diplomatarium Islandicum II. Íslenzkt fornbréfasafn. Útg. Jón Sigurðsson,
Jón Þorkelsson, Páll Eggert Ólason og Björn Þorsteinsson, 16 bindi (Kaup -
mannahöfn og Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafjelag 1857–1972), bls.
174–184, skipan Árna biskups um bannsverk frá 1281, sjá bls. 212–214, og
bannsakabréf Jóns biskups Halldórssonar í Skálholti frá 1326, sjá bls. 582–594,
en þar er þetta ákvæði aftur komið inn.
68 Karlamagnús saga. Branches I, III, VII et IX, bls. 158, 161, 172–173, 175–176 og 212.
69 Sama heimild, bls. 170 og 185–186.
70 Sama heimild, bls. 144–145, 147 og 160.
71 Rémundar saga keisarasonar, bls. 75.
Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:46 Page 27