Saga - 2012, Page 32
betri. En þó vil ég eigi að svo litlu leggja drengskap minn að ganga af
hendi Ammiral kóngi og neita Maumet guði mínum, sem bæði hefir
faðir minn og allir frændur mínir trúað á.81
Sá sem heldur fast við trú reynist vera drengskaparmaður. Lýsingin
stingur þannig í stúf við frásagnir af drápum þeirra sem ekki vildu
kasta trú sinni. Notkun orða eins og „drengur“ og „drengskapur“
vekur líka athygli og bendir til þess að hér sé ekki aðeins á ferð til-
vísun í riddaralega hugmyndafræði heldur einnig gamalgrónar
hugmyndir Íslendinga um sæmd og virðingu. En það fylgir þó jafn-
an hinum göfuga manni að hann viðurkennir yfirburði hins kristna
siðar.
Margt í frásögn Oddgeirs þáttar danska af Karvel Rabítakonungi
vekur nokkra furðu, ekki síst að hún skuli yfirleitt finnast í íslensku
miðaldariti. Ekki er einkennilegt að saga frá þessum tíma skuli taka
greinilega afstöðu með drengskaparmanni sem ekki vill segja skilið
við sið forfeðra sinna. Hitt er kynlegra að maðurinn sem er í þessari
aðstöðu er heiðinn, svo notast sé við orðfæri fyrri alda. Umburðar -
lyndi af þessu tagi gengur þvert á allt það sem gjarnan hefur verið
talið einkenna almennt hugarfar á miðöldum. Þar má ekki síst nefna
hugmyndina um heiminn sem eina kaþólska heild sem er talin
stangast á við þetta.82 Karvel Rabítakonungur er göfugmenni á
mælikvarða okkar. En var hann það líka á mælikvarða síns tíma?
Hann viðurkennir yfirburði kristins siðar, eins og búast mátti við af
göfugum heiðingja, en fastheldni hans á eigin sið þarfnast útskýr -
ingar. Hún er þó ekki óþekkt í fari göfugra heiðingja í íslenskum
miðaldafrásögnum. Ingólfur landnámsmaður var t.d. mikill blót -
mað ur en eigi að síður greinilega göfugur í heiðinni trúrækni sinni.83
Tryggð Karvels konungs er ekki aðeins við heiðið goð heldur við
konung sinn, Ammiral. Er kannski í því fólginn skilningur á hegðun
hans? Tryggð við drottin sinn var æðsta dyggð riddaramennskunn-
sverrir jakobsson30
81 Karlamagnús saga. Branches I, III, VII et IX, bls. 219 og 221. Þessi orð Karvels er
aðeins að finna í hinum íslenska B-hluta Karlamagnús sögu, sbr. Knud Togeby,
Ogier le Danois, bls. 95.
82 Cary Nederman, Worlds of Difference. European Discourses of Toleration,
c. 1100–c. 1550 (University Park: Pennsylvania State University Press 2000), bls.
3. Nederman nefnir fjölmörg dæmi um sjónarmið af þessu tagi.
83 Sbr. Preben Meulengracht Sørensen, „Sagan um Ingólf og Hjörleif. Athuga -
semdir um söguskoðun Íslendinga á seinni hluta þjóðveldisaldar,“ Skírnir 148
(1974), bls. 34–37.
Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:46 Page 30