Saga - 2012, Page 39
„ánægja með það sem er … 37
sbr. hina algengu orðanotkun „frændur okkar í Vesturheimi“).8
Ennfremur má auðveldlega greina í þessum rannsóknum ákveðna
upphafningu á Vestur-Íslendingum sem fyrirmyndarinnflytjendum
í N-Ameríku sem hafi með drengskap, eljusemi og dugnaði yfir-
stigið erfiðleika frumbýlingsáranna og orðið velmegandi góðborg-
arar í sínum nýju heimkynnum.9 Í slíkri sagnritun felst útskúfun eða
jöðrun þeirra sem ekki ríma við þessa ímyndarsköpun. Þeir Vestur-
Íslendingar sem ekki pössuðu inn í hina æskilegu ímynd fyrir-
myndarinnflytjandans voru því ýmist hvítþvegnir eða gerðir horn-
reka í þessari gerð sagnritunar.10
Á síðastliðnum áratug hefur hins vegar átt sér stað eins konar
„vesturíslensk söguendurskoðun“ þar sem líf og störf vesturfara,
sjálfsmyndir þeirra og goðsagnasköpun hafa verið skoðuð í mun
gagnrýnna ljósi og má segja að þessi grein sé innlegg í þá sögu -
endur skoðun.11 Þær rannsóknir hafa flestar tekið mið af og mega
8 Gerald Friesen og Royden Loewen, „Romantics, Pluralists, Postmodernists.
Writing Ethnic History in Prairie Canada“ í Gerald Friesen, River Road. Essays
on Manitoba and Prairie History (Winnipeg: University of Manitoba Press 1996),
bls. 185. Ég fjalla allrækilega um þessa gerð sagnritunar í eftirfarandi: Vilhelm
Vilhelmsson, „„Það gefur enginn mér kredit“. Sigfús B. Benedictsson og vest-
ur-íslensk sagnritun.“ 4. íslenska söguþingið 7.–10. júní 2012. Ráðstefnurit.
Væntanlegt.
9 Þorsteinn Þ. Þorsteinsson og Tryggvi J. Oleson, Saga Íslendinga í Vesturheimi I–V
(Reykjavík og Winnipeg: Þjóðræknisfélag Íslendinga í Vesturheimi og Menn -
ingar sjóður 1940–1953); Walter J. Lindal, The Saskatchewan Icelanders. A Strand
of the Canadian Fabric (Winnipeg: [án útg.] 1955); Walter J. Lindal, The Icelanders
in Canada. Canada Ethnica II (Winnipeg: Viking Printers 1967); Thorstina
Jackson, Saga Íslendinga í Norður-Dakota (Winnipeg: [án útg.] 1926); Thorstina
Walters, Modern Sagas. The Story of the Icelanders in North America (Fargo: North
Dakota Institute for Regional Studies 1953); Wilhelm Kristjan son, The Icelandic
People in Manitoba. A Manitoba Saga (Winnipeg: Wallington Press 1965); Guðjón
Arngrímsson, Nýja Ísland. Örlagasaga vesturfaranna í máli og myndum (Reykjavík:
Mál og menning 1997); Guðjón Arngríms son, Annað Ísland; Jonas Thor,
Icelanders in North America. Þetta er ekki tæmandi listi og þessi rit fylgja þessu
formi misjafnlega mikið, þótt þau einkennist öll af því að einhverju leyti.
10 Auk fyrrgreindrar umfjöllunar minnar, sjá: Lbs-Hbs. Helga Ögmundardóttir,
Ímyndir, sjálfsmyndir og vald í samskiptum Indíána og Íslendinga í Vestur -
heimi 1875–1930. MA-ritgerð í mannfræði frá Háskóla Íslands 2002; Inga Dóra
Björnsdóttir, Ólöf eskimói. Ævisaga íslensks dvergs í Vesturheimi (Reykjavík: Mál
og menning 2004).
11 Sjá t.d. Burt og meir en bæjarleið. Dagbækur og persónuleg skrif vesturheimsfara á
síðari hluta 19. aldar. Davíð Ólafsson og Sigurður Gylfi Magnússon tóku sam
Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:46 Page 37