Saga - 2012, Síða 41
„ánægja með það sem er … 39
Í því samhengi nota sagnfræðingarnir Tom Goyens og Per
Nordahl hugtakið athvarf (e. haven) til að lýsa því félagslega rými
sem þýskir anarkistar í New York og sænskir sósíalistar í Chicago
sköpuðu sér á árunum í kringum aldamótin 1900. Þar mynduðu
þeir tengslanet sín og sköpuðu sér sinn eigin stað í tilverunni.
Athvörf róttæklinga voru þannig menningarlega sértæk. Félagslíf
þeirra afmarkaðist ekki bara af stjórnmálaskoðunum þeirra og stétt
heldur einnig af þjóðerni, eða menningarlegum bakgrunni, og þörf
þeirra til að viðhalda þeim tengslum.14 Að því leyti mætti hugsan-
lega tala um hugarheim þeirra sem „þverþjóðlegan“ (e. transna -
tional), en þar sem deilt er um eiginlega merkingu hugtaksins og
notkun þess í sögulegu samhengi væri kannski gagnlegra að tala
um „þvermenningarlegan“ (e. transcultural) hugmyndaheim. Hug -
takið transculturation hefur verið notað til að lýsa hinu skapandi ferli
menningarsamlögunar þar sem menningarleg þekking heima -
svæðisins og viðtökusvæðisins rekast á, blandast og móta eitthvað
alveg nýtt í hugarheimi innflytjandans, sem aftur ber nýjan og
„blandaðan“ (e. hybrid) skilning sinn á umhverfi sínu áfram og
breiðir hann út meðal jafningja sinna. Það á því betur við í þessu
samhengi.15
Út frá fræðilegu samspili innflytjendasögu og félags- og hug-
myndasögu, þar sem ólíkir áhrifaþættir koma saman og mynda
eitthvað sem kalla má félagsskap róttækra innflytjenda, verður sjón-
um beint að þeim íslensku innflytjendum í Vesturheimi sem aðhyllt-
ust róttækar skoðanir.16 Hver voru áhrif róttækra hugmyndastefna
Weaving the Ethnic Fabric. Social Networks Among Swedish-American Radicals in
Chicago 1890–1940 (Umeå: Umeå University/Almqvist & Wiksell International
1994); Michael Miller Topp, Those Without a Country. The Political Culture of Italian
American Syndicalists (Minneapolis: University of Minneapolis Press 2001).
14 Per Nordahl, Weaving the Ethnic Fabric, bls. 21–24 og 76–77; Tom Goyens, Beer
and Revolution, bls. 1–9 og 34–46.
15 Christiane Harzig, Dirk Hoerder og Donna Gabaccia, What is Migration
History?, bls. 65. Um hugtakið transnationalism og vandamál tengd beitingu
þess í sögulegu samhengi, sjá Alejandro Portes, Luis E. Guarnizo og Patricia
Landolt, „The Study of Transnationalism. Pitfalls and Promise of an Emergent
Research Field“, Ethnic and Racial Studies 22:2 (1999), bls. 217–237 og Donna
Gabaccia, Franca Iacovetta og Fraser Ottanelli, „Laboring Across National
Borders. Class, Gender, and Militancy in the Proletarian Mass Migrations“,
International Labor and Working-Class History 66 (2004), bls. 57–77.
16 Til afmörkunar er í þessari rannsókn einblínt á íslenska innflytjendur í
Manitoba, en þar sem umræddir einstaklingar voru hluti af stærra samfélagi
Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:46 Page 39