Saga - 2012, Blaðsíða 43
„ánægja með það sem er … 41
skildu. Minnst er á blöðin í almennum yfirlitsritum án þess að ræða
innihald þeirra nánar. Undantekning er stutt grein Einars Olgeirs -
sonar í Rétti árið 1969. Þar gerði hann grein fyrir þessum blöðum og
aðstandendum þeirra. Auk þess hefur Keneva Kunz tekið saman
skrá yfir verkalýðsblöð Vestur-Íslendinga.19 Þessi blöð eru því að
miklu leyti óplægður akur fyrir sagnfræðinga og aðra sem vinna að
sögu og menningu íslenskra innflytjenda í Vesturheimi.
Íslenskir jafnaðarmenn í Manitoba
Stjórnmálaþátttaka íslenskra innflytjenda í Vesturheimi, sem segja
má að hafi verið á skjön við ríkjandi ástand í Kanada, hófst með
stofnun Hins íslenzka verkamannafélags í Winnipeg vorið 1890,
félags byggingarverkamanna ári síðar og starfi Íslendinga innan
fleiri félaga verkafólks í borginni. Þau voru hluti af verkalýðshreyf-
ingunni í Winnipeg og Hið íslenzka verkamannafélag var raunar
stofnað að frumkvæði hennar. Starf þess var þó sjaldnast mikið og
innan þess fór lítið fyrir róttækri samfélagsgagnrýni.20
Ólíkt verkamannafélaginu tók Jafnaðarmannafélag Íslendinga í
Winnipeg eindregna afstöðu gegn ríkjandi samfélagsgerð Kanada.21
Í stefnuskrá félagsins voru m.a. gerðar róttækar kröfur um þjóð -
nýtingu helstu atvinnutækja, fullt jafnrétti óháð þjóðerni, kyni eða
hörundslit og krafist beins lýðræðis í formi staðfestingarvalds kjós-
enda „í öllum mikilsvarðandi þjóðmálum.“22 Félagið var stofnað
19 Einar Olgeirsson, „Í upphafi aldar. Frásögn frá baráttublöðum íslenzkra sósíal-
ista í Vesturheimi á fyrsta áratug aldarinnar“, Réttur 52:4 (1969), bls. 158–169;
Keneva Kunz, „Icelanders“, The Immigrant Labor Press in North America 1840s–
1970s. An Annotated Bibliography. Volume 1: Migrants From Northern Europe.
Ritstj. Dirk Hoerder og Christiane Harzig (New York: Greenwood Press 1987),
bls. 259–270.
20 Nánar er fjallað um þátttöku íslenskra innflytjenda í verkalýðshreyfingunni í
Winnipeg í meistaraprófsritgerð minni. Sjá Lbs-Hbs. Vilhelm Vilhelmsson,
„Allt skal frjálst, allt skal jafnt“ Um hugmyndaheim og félagsskap róttæklinga
meðal íslenskra innflytjenda í Vesturheimi 1890–1911. MA-ritgerð í sagnfræði
frá Háskóla Íslands 2011, bls. 13–22.
21 Ágætt yfirlit yfir ríkjandi samfélagsgerð Kanada á þessu tímabili er að finna í
Robert Craig Brown og Ramsay Cook, Canada 1896–1921. A Nation Trans formed.
The Canadian Centenary Series. Ritstj. W.L. Morton (Toronto: Mc Clelland and
Stewart 1974).
22 „Grundvallaratriði Jafnaðarmannafélagsins í Winnipeg“, Dagskrá II 8. maí
1902, bls. 1.
Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:46 Page 41