Saga - 2012, Page 44
þann 10. júní 1901 og voru í stjórn kosnir þeir William Anderson
(Guðmundur Björnsson), Stephan Thorson, Hannes Blöndal og Fred
Swanson (Friðrik Sveinsson). Auk þeirra var Sigurður Júlíus Jó -
hannes son meðal forystumanna félagsins.23
Yfirlýstur tilgangur félagsins var að „glæða áhuga Íslendinga
fyrir stefnu og starfsemi jafnaðarmanna“ og fólst starfsemi félagsins
fyrst og fremst í fundarhöldum og bókaútgáfu.24 Sjónarmið Jafn -
aðarmannafélagsins voru jafnframt kynnt á síðum blaðsins Dagskrá
II (1901–1903), en Sigurður Júlíus hóf útgáfu þess rúmum mánuði
eftir stofnun Jafnaðarmannafélagsins. Blaðið var ekki formlega tengt
félaginu en seinni árganginn sátu í ritstjórnarnefnd þess þeir Sig -
urður Júlíus, Stephan Thorson og Fred Swanson. William Ander son
var titlaður ráðsmaður blaðsins. Þar sem sömu menn voru forystu-
menn Jafnaðarmannafélagsins má segja að síðari árganginn hafi
Dagskrá II verið óopinbert málgagn félagsins.
Sigurður Júlíus ritaði langmest í blaðið. Hann byggði jafnaðar-
mennsku sína á kristilegum gildum og taldi ástand samtíma síns
„óguðlegt“, að færa þyrfti „kristindóminn af vörum manna og inn í
hjörtu þeirra.“25 En hann var jafnframt róttækur, jafnvel byltingar-
sinnaður. Í kvæði sem birtist á forsíðu Dagskrár II haustið 1902 lýsir
hann kúgun alþýðunnar af hendi auðvaldsins og stríðinu á milli
þessara tveggja hópa, sem muni ljúka með byltingu: „þá verður
hlífðarlaust ístran af auðvaldi flegin / og óstjórn og harðstjórn á log-
vilhelm vilhelmsson42
23 Sigurður Júlíus hafði tekið við ritstjórn Dagskrár af Einari Benediktssyni
skömmu áður en hann flutti vestur um haf í kringum aldamótin. Hann er vel
þekktur í sagnritun um Vestur-Íslendinga enda var hann mjög áberandi í sam-
félagi þeirra. Hann starfaði lengi sem læknir og var ákafur bindindismaður
auk þess sem hann ritstýrði Lögbergi um tíma og stofnaði síðar blaðið Voröld.
Hann er á vissan hátt undantekning meðal þessara róttæklinga hvað varðar
jöðrun og hvítþvott í sagnrituninni. Sjá t.d. Richard Beck, „Skáldið og hug-
sjónamaðurinn Sigurður Júlíus Jóhannesson“, Tímarit Þjóðræknisfélags Íslend-
inga (1958), bls. 10–26.
24 Félagið gaf út tvö lítil kver sem innihéldu bæði frumsamin verk og þýðingar.
Sjá Edward Bellamy, Vatnsþróin (Winnipeg: Jafnaðarmannafélag Íslendinga
1902) og Dagskrá. Gefin út af Jafnaðarmannafélagi Íslendinga (Winnipeg: Jafn -
aðarmannafélag Íslendinga 1903).
25 „Verkefni 20. aldarinnar“, Dagskrá II 10. og 17. ágúst 1901, bls. 3–4; 3. Sjá jafn-
framt: „Stjórnmál“, Dagskrá II 30. nóvember 1901, bls. 1. Þar segir hann það eitt
af markmiðum blaðsins að sýna fram á hvernig „guð kærleikans … ætlast til
að stjórnarfyrirkomulagið sé.“
Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:46 Page 42