Saga - 2012, Page 47
„ánægja með það sem er … 45
jafnaðarmanna í Winnipeg, umbótasinnaðar áherslur sem fylgdu í
megindráttum þeirri hugmyndafræði sem var ráðandi meðal engil-
saxneskra sósíalista í borginni og klauf á endanum hreyfingu þeirra
í tvennt.35
Baldur og stuðningsnet sósíalista í N-Ameríku
Þrír þeirra Íslendinga sem tóku virkan þátt í starfi Political Reform
Union — Einar Ólafsson, Jóhann Pétur Sólmundsson og Albert E.
Kristjánsson — voru meðal útgefenda blaðsins Baldur (1903–1910) í
Gimli. Líkt og önnur tímarit vesturíslenskra róttæklinga lýsti blaðið
yfir hlutleysi í stjórnmálum. Það var sveitablað, „með sveitalíf fyrir
sínum hugskotssjónum“, og flutti það gjarnan fræðslugreinar um
búfræði auk þess sem það birti fundargerðir sveitarstjórnarinnar.
Það var hugsað sem samræðuvettvangur fyrir sveitunga og sveitar-
stjórn og má lýsa blaðinu sem tilraun til að skapa vettvang fyrir
grasrótarlýðræði.36 Yfirlýst hlutleysi blaðsins lifði hins vegar
skammt og Baldur varð fljótt óformlegt málgagn róttækra hug-
mynda meðal Íslendinga í Vesturheimi. Blaðið studdi bindindi og
kvenfrelsi og umræður um þjóðnýtingu og beint lýðræði voru áber-
andi á síðum þess. Síðast en ekki síst tók blaðið afgerandi afstöðu
með kenningum jafnaðarmanna og í raun er Baldri best lýst sem
sósíalísku áróðursblaði. Blaðið upphóf á sama tíma sveitalíf og
smáiðnað andspænis því sem það taldi spillingu og úrkynjun borgar -
lífs og stóriðnaðar.37
Aðstandendur Baldurs dreifðu einnig bandaríska sósíalistaritinu
Appeal to Reason sem var um þetta leyti útbreiddasta tímarit sósíal-
ista í Bandaríkjunum.38 Velgengni Appeal mátti ekki síst þakka því
35 Sjá Ross A. McCormack, Reformers, Rebels, and Revolutionaries. The Western
Canadian Radical Movement 1899–1919 (Toronto: University of Toronto Press
1977), bls. 20–21 og 53–92.
36 „Baldur“ og „Til Ný-Íslendinga“, Baldur 12. janúar 1903, bls. 1–2.
37 Sjá t.d. E[inar] Ó[lafsson], „Neyðin kennir naktri konu að spinna“, Baldur 11.
og 18. júlí 1906; E[inar] Ó[lafsson], „Samtök og samkeppni“, Baldur 14. mars
1906, bls. 2–3; E[inar] Ó[lafsson], „Allt í framför“, Baldur 30. maí 1906, bls. 1;
„Hvar er bezt“, Baldur 3. ágúst 1904, bls. 2; „Borgirnar — Vöxtur þeirra, þýðing
og ástand“, Baldur 8. júní 1903, bls. 3.
38 Rodger Streitmatter, Voices of Revolution. The Dissident Press in America (New
York: Columbia University Press 2001), bls. 97–114.
Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:46 Page 45