Saga - 2012, Side 48
að útgefandinn, Julius Wayland, byggði upp umfangsmikið tengsl-
anet stuðningsmanna sem seldu áskriftir, dreifðu blaðinu og komu
því til varnar þegar á það hallaði. Aðstandendur Baldurs tilheyrðu
því tengslaneti og virkjuðu m.a. lesendur sína til þess að fá aflétt
banni við dreifingu Appeal to Reason þegar póstmálayfirvöld bönn -
uðu það í kjölfar þess að Eugene V. Debs, einn helsti leiðtogi sósíalista
í Bandaríkjunum, skrifaði harðorða byltingarhvöt í blaðið.39
Sú hugmyndafræði sem birtist á síðum Baldurs er að mörgu
leyti sambærileg þeim áherslum sem einkenndu Appeal to Reason og
má segja að blaðið hafi, ásamt trúarkenningum únitarisma, haft
afgerandi áhrif á hugmyndaheim Baldurs-manna. Sú hugmynda-
fræði var oft og tíðum óljós. Í Appeal to Reason var sósíalismi t.d.
skilgreindur sem „einfaldlega meira lýðræði“, en fyrir aðstand-
endum Baldurs var hið kapítalíska hagkerfi einfaldlega „heimsku-
legt“ því það miðaði að því að gera nokkra menn ríka en ekki upp-
fylla þarfir fólks.40 Hugmyndir þeirra voru sjaldan útfærðar sér-
staklega að öðru leyti en því að undir sósíalískri þjóðfélagsskipan
yrði samvinna grundvöllur hagkerfisins í stað samkeppni, með
samgöngur og iðnað í þjóðareign. Stjórnmál myndu byggjast á
beinni löggjöf.41
Samkvæmt Baldri voru hagsmunir auðvalds og alþýðu and -
stæðir og hag alþýðu yrði aldrei borgið undir auðvaldsstjórn. Því
þyrfti alþýða manna að „takmarka sem mest möguleika auðvalds-
ins“ með löggjöf og gera „sem flest af hinum stærri gróðafyrirtækj-
um að þjóðeign“.42 Hverjir tilheyrðu þessum flokkum manna,
alþýðu og auðvaldi, var aldrei skilgreint sérstaklega að öðru leyti en
því að almennt var gert ráð fyrir að til alþýðunnar heyrðu þeir sem
væru „þurfamenn, í samanburði við þá, sem ríkir eru“.43 Svo víð
skilgreining hentaði vel, því að sögn blaðsins voru „engir Íslend-
ingar hjer í landi, sem geta talist höfðingjaflokknum tilheyrandi“ og
því hægt að setja alla Íslendinga í Vesturheimi í þann flokk sem
vilhelm vilhelmsson46
39 E[inar] Ó[lafsson], „Málfrelsi“, Baldur 6. júní 1906, bls. 2–4; „Ofríki“, Baldur 6.
apríl 1906, bls. 1. Í sama tölublaði var prentaður mótmælamiði sem hægt var
að klippa út og senda til kanadískra póstmálayfirvalda.
40 Einar Ólafsson, „Hrukkur“, Baldur 20. febrúar 1907, bls. 3. Tilvitnunin í Appeal
to Reason er fengin úr: Rodger Streitmatter, Voices of Revolution, bls. 103. Hún
er á frummáli: „merely more democracy“.
41 Sjá t.d. E[inar] Ó[lafsson], „Orsökin“, Baldur 13. október 1906, bls. 1.
42 „Alþýðan og auðvaldið“, Baldur 31. október 1904, bls. 2.
43 Sama heimild, bls. 2.
Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:46 Page 46