Saga - 2012, Side 49
„ánægja með það sem er … 47
Baldur taldi sig tala fyrir.44 Í ljósi þessara orða lá því beint við að
biðla til allra Íslendinga um að „hjálpa okkur til að koma sósialis-
mus á“ til að tryggja öllum Íslendingum í Vesturheimi vinnu og
hagsæld.45 Ekki gekk það eftir. Áskrifendur voru alla tíð fáir og
blaðið dó drottni sínum í febrúar 1910 eftir langvinnt fjárhagslegt
dauðastríð.
Gagnrýnin afstaða vesturíslenskra sósíalista til kanadísks sam-
félags og þátttaka íslenskra innflytjenda í pólitískum grasrótarsam-
tökum á borð við Political Reform Union ber vott um að Íslendingar
hafi við upphaf 20. aldar verið farnir að aðlagast kanadísku sam-
félagi að talsverðu leyti.46 Þörfin fyrir samneyti við samlanda sína
og viðhalds eigin menningar, andspænis þjóðfélagi sem þeir litu
gagnrýnum augum, þýddi um leið að meginuppistaða stjórnmála-
starfs þeirra og bróðurpartur pólitískrar umræðu fór fram á
íslensku, fyrir vesturíslenska áheyrendur. Dagskrá II og Baldur voru
því þvermenningarleg andófsrit vesturíslenskra róttæklinga sem
börðust fyrir bættu samfélagi í Nýja heiminum, út frá sínum
blandaða skilningi á því samfélagi, í samræðu við samlanda sína,
fólk sem deildi menningarlegum bakgrunni og skilningsramma en
ekki þeim hugmyndum um viðtökusamfélagið sem róttæklingarn-
ir höfðu tileinkað sér.
Freyja, feminismi og frjálsar ástir
Annar angi óhefðbundinnar stjórnmálaþátttöku Vestur-Íslendinga
var kvenréttindabarátta. Sú barátta var fyrst og fremst háð á vett-
vangi mánaðarritsins Freyju, sem stofnað var árið 1898 af hjónunum
Sigfúsi og Margréti J. Benedictsson. Þau stýrðu umræðu um málefni
kvenna inn á róttækar brautir og voru undir sterkum áhrifum frá
hugmyndafræði frjálsra ásta og anarkisma. Freyja varð fyrir vikið
ákaflega umdeilt rit.47
44 „Ástandið. Ný skoðun, ný skifting, en gömul nöfn“, Baldur 19. október 1904,
bls. 1.
45 Baldur 2. maí 1904, bls. 4.
46 Sbr. Christiane Harzig, Dirk Hoerder og Donna Gabaccia, What is Migration
History?, bls. 103–108.
47 Margir fræðimenn hafa fjallað um ævi og störf Margrétar, en Sigfúsi hefur að
mestu verið ýtt til hliðar. Margrét hefur að miklu leyti verið hvítþvegin af
þeirri umdeildu róttækni sem einkenndi skoðanir hennar. Sjá umræðu mína í:
Lbs-Hbs. Vilhelm Vilhelmsson, „Allt skal frjálst, allt skal jafnt“, bls. 35–40.
Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:46 Page 47