Saga - 2012, Page 50
Stefna Freyju var skýrð í fyrsta tölublaði: Tilgangur blaðsins væri
að fræða og skemmta, það væri óháð og ætlaði ekki að blanda sér í
trúar- eða stjórnmáladeilur. Þó töldu útgefendur sér ekkert „mann-
legt og siðlegt málefni … óviðkomandi“ og bættu því við að „fram-
farir og réttindi kvenna“ væru efst á baugi og mottó þeirra „mannúð
og jafnrétti.“48 Þrátt fyrir svo hófsama stefnuyfirlýsingu fyrsta
tölublaðsins kom pólitísk róttækni þeirra hjóna fljótt í ljós. Strax í
öðru tölublaði segir að konur þurfi að læra að bindast samtökum og
berjast ekki bara fyrir almennum þegnréttindum kvenna heldur
fyrir „vernd verkalýðsins gagnvart auðvaldinu, þessu voðalega
valdi … sem orðið er að blóðsugum, sem festa sig á lifandi holdi
þjóðlíkamans; og útsýgur hjarta blóð hans og tæmir allar auðs -
uppsprettur hins fátæka undir okaða vinnulýðs.“49 Fyrsta skrefið í
þessa átt töldu þau vera jafnrétti kvenna fyrir lögum og kosninga-
réttur þeirra. En fyrir þeim var það ljóst að jafnrétti kvenna væri
aðeins leið að háleitara markmiði almenns jafnréttis, siðbótar og
félagslegs réttlætis.
Nálgun þeirra var því ólíkt róttækari en almennt meðal ensk-
kanadískra súffragetta, sem höfðu að sögn sagnfræðingsins Carol
Lee Bacchi „enga löngun til að endurskoða hefðbundin kynhlut-
verk“. Margrét og Sigfús leituðu frekar hugmynda meðal banda-
rískra fríþenkjara, anarkista og kynróttæklinga og þýddu reglulega
skrif þeirra í Freyju.50 Kynróttæklingar voru aldrei formleg eða
skipulögð hreyfing í Bandaríkjunum heldur laustengt net einstak-
linga sem deildu svipaðri hugmyndafræði. Fyrir þeim skipti kosn-
ingaréttur minna máli en almenn hugarfarsbreyting í samskiptum
kynjanna, ekki síst í kynferðismálum. Þau börðust fyrir takmörkun
barneigna með lögleiðingu getnaðarvarna og fóstureyðinga og voru
á móti hjónaböndum, sem þau töldu kúgandi stofnun. Kynrót -
tæklingar voru gjarnan pólitískt eða trúarlegt andófsfólk sem leit á
kúgun kvenna sem augljósustu birtingarmynd stærra vandamáls
misskiptingar og valdhyggju (e. authoritarianism) sem ekki yrði leyst
nema með hugarfarslegri og samfélagslegri byltingu.51
vilhelm vilhelmsson48
48 Freyja 1:1 (1898), bls. 4.
49 „Réttindi kvenna“, Freyja 1:2 (1898), bls. 4.
50 Carol Lee Bacchi, Liberation Deferred? The Ideas of the English-Canadian Suffragists
1877–1918, Social History of Canada 37. Ritstj. H.V. Nelles (Toronto: Uni versity
of Toronto Press 1983), bls. 146. „No desire to restructure sex roles“.
51 Joanne E. Passet, Sex Radicals and the Quest for Women‘s Equality (Chicago:
University of Illinois Press 2003).
Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:46 Page 48