Saga - 2012, Side 51
„ánægja með það sem er … 49
Meginvettvangur kynróttæklinga var útgáfa af ýmsu tagi og
skiptu tímarit þeirra tugum á síðari hluta nítjándu aldar. Af þeim
var Lucifer, the Light-Bearer (1883–1907) víðlesnast en það var gefið
út í Kansas og síðar í Chicago af manni að nafni Moses Harman.52
Þegar Harman sat á gamals aldri í fangelsi fyrir skrif sín skrifaði
Margrét J. Benedictsson til Lucifer og lýsti Moses sem píslarvotti:
„Hann er píslarvottur fyrir málstað okkar kvenna — mikilfengleg-
ur maður sem komandi kynslóðir munu tilbiðja … sem lifandi birt-
ingarmynd alls hins göfugasta í mannlegu eðli.“53 Engin leið er að
komast að því hvar, hvernig og hvenær þau Sigfús og Margrét kom-
ust í kynni við Lucifer, the Light-Bearer, sem var sannkallað neðan-
jarðarrit, þar sem það fékkst ekki selt í almennri blaðasölu, og varð
reglulega fyrir ritskoðun og banni stjórnvalda, en þau birtu fyrst
þýtt efni úr blaðinu í Freyju í mars 1899.54
Í Freyju var áberandi áhersla á efni, bæði frumsamið og þýtt,55
þar sem ástlaus hjónabönd eru hörmuð, yfirráð karla yfir eiginkon-
um sínum eru fordæmd og hlutverk ríkis og kirkju í kúgun kvenna
útlistað.56 Kanadísk hjúskaparlöggjöf var gagnrýnd fyrir að gera
hjónabandið „óuppleysanlegt“ og orsaka þar með óhamingju illa
giftra kvenna sem væru fastar í vondum hjónaböndum. Takmark
kvenréttindabaráttu væri að „fá konunni öll hin sömu lífsskilyrði í
hendur, sem … [maðurinn] sjálfur hefir, og lofa henni svo að sigla
52 Lucifer hafði að meðaltali um 1500 áskrifendur. Sama heimild, bls. 39–63.
53 Lucifer, the Light-Bearer, 15. mars 1906, bls. 483. „he is the martyr of our
women‘s cause — a great and grand man, whom the coming ages will wor ship
… as the incarnation of all the noblest elements known to mankind.“
54 „Ný hjónabandslög í North Dakota“ og Lillian Harman, „Hjónaskilnaðarlög í
Missoury“, Freyja 2:2–3 (1899), bls. 2.
55 Á fyrri helmingi líftíma Freyju voru þýðingar úr blöðum anarkista og kyn-
róttæklinga stór hluti af efni blaðsins og ljóst er að þau hafa verið í nokkrum
tengslum við óformlegt félagsnet kynróttæklinga í N-Ameríku. Sjá nánar í
Lbs-Hbs, Vilhelm Vilhelmsson, Allt skal frjálst, allt skal jafnt, bls. 45–46,
85–87.
56 Sjá t.d E.P.W. Parkhurst, „Konan ambátt mannsins. Maðurinn notar hjóna-
bandslögin til að níðast á konunni sinni“, Freyja 2:8 (1899), bls. 7; 2:9 (1899), bls.
4–5; S. B. Benedictsson, „Hjónaskilnaður“, Freyja 7:12 (1905), bls. 314; 8:2 (1905),
bls. 31–32; 8:4 (1905), bls. 75; „Ritstjórnarpistlar“, Freyja 8:1 (1905), bls. 6–8 og
17–18. Þessi málefni voru ekki áberandi meðal íslenskra kvenfrelsissinna en
voru ekki með öllu óþekkt. Sjá Vilhelm Vilhelmsson, „„Lauslætið í Reykja vík.“
Umræður um siðferði, kynfrelsi og frjálsar ástir á Íslandi við upphaf 20. ald-
ar“, Saga 49:1 (2011), bls. 104–131.
Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:46 Page 49