Saga - 2012, Side 62
málfundi tvisvar í mánuði yfir vetrarmánuðina.95 Félagið var í orði
kveðnu opið öllum, óháð stjórnmála- og trúarskoðunum, en rót-
tæklingar voru áberandi í starfi þess. Einkennandi titlar á fyrirlestr-
um félagsins á fyrstu starfsárum þess eru t.d. „íslenzkur sósíalism“
og „hagfræðistefna Henry George“, og tíðir fyrirlesarar voru Stephan
Thorson, Fred Swanson, Jóhann Pétur Sólmundsson og Sigurður
Júlíus Jóhannesson. Stundum voru fengnir erlendir fyrirlesarar til
að kynna tiltekin efni. Þannig kom W. H. Stebbings, einn af forystu-
mönnum Winnipegdeildar Socialist Party of Canada, í byrjun maí
1909 og talaði um sósíalisma og spruttu upp líflegar umræður í
kjölfarið þar sem skipst var á skoðunum um baráttuaðferðir, ofbeldi
og byltingu.96
Menningarfélagið var því umræðuvettvangur þar sem róttækl-
ingar voru áberandi, ef ekki ráðandi.97 Íslendingar voru þokkalega
fjölmennur hópur í Winnipeg, en samt reyndist róttæklingum erfitt
að starfrækja félagsskap sem gæti reynst athvarf fyrir róttæklinga
einvörðungu, eins og sést á stuttri ævi Jafnaðarmannafélags Íslend-
inga í Winnipeg. Til þess var hópur þeirra of fámennur og sundur-
leitur. Menningarfélagið hefur því verið fyrirtaks vettvangur fyrir
þá til að koma saman í skjóli félags með það yfirlýsta markmið að
„efla frjálslyndi og víðsýni“, félags sem var óformlega undir
verndarvæng trúarsafnaðar sem sömuleiðis var umdeildur andófs-
söfnuður. Menningarfélagið var með öðrum orðum óformlegt
athvarf róttæklinga sem gátu sótt þangað án þess að eigna félags-
skapinn einhverri tiltekinni og hugsanlega umdeildri stefnu eða
málefni.
Það sama á við um Hagyrðingafélagið, sem stofnað var á heimili
hjónanna Sigfúsar og Margrétar í Winnipeg árið 1903. Stofnendur
voru þau hjónin ásamt Sigurði Júlíusi Jóhannessyni, Hjálmari
Gíslasyni, Þorsteini Þ. Þorsteinssyni og fleirum.98 Fer ýmsum sög-
um af markmiðum þess og starfi. Opinberlega var það stefna félags-
ins að „glæða skáldskap og bókmenntir í þeim anda og með þeirri
vilhelm vilhelmsson60
95 „Félagsmálin“, Heimir 4:9 (1908), bls. 239–240.
96 Tuttugasta öldin 14. maí 1909, bls. 2.
97 Sjá t.d. Friðrik Sveinsson, „Menningarfélagsfundur“, Lögberg 2. mars 1911, bls.
3.
98 Guttormur J. Guttormsson, „Sigurður Júl. Jóhannesson“, bls. 152–153. Hann
fer reyndar rangt með ártal, segir félagið stofnað 1901, en þá bjuggu Sigfús og
Margrét enn í Selkirk. Engar heimildir hafa heldur fundist um starfsemi félags
með því nafni fyrr en árið 1903.
Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:47 Page 60