Saga - 2012, Page 64
verka við ástundun þjóðaríþróttar Íslendinga, kveðskaparins.
Hagyrðingafélagið var því samtímis andófsfélagsskapur innan sam-
félags Vestur-Íslendinga, sem andæfði ráðandi öflum í nafni nýrra
hugmynda í þjóðfélagsmálum og skáldskap, og vettvangur til
varðveislu þess sem félagar þess litu á sem þjóðlega menningararf-
leifð sína, andspænis þeim breytingum sem áhrif engilsaxneskrar
menningar hafði á líf og störf þeirra og Íslendinga í Vesturheimi
almennt.
Róttæk stjórnmálaþátttaka sem aðlögun að nýju samfélagi
Á sama tíma og vesturíslenskir róttæklingar nýttu félög á borð við
Hagyrðingafélagið til að varðveita það sem þau töldu þjóðlega
menningu sína var stjórnmálaumræða þeirra liður í aðlögun þeirra
að nýju samfélagi. Aðlögun innflytjenda er ekki einsleit samlögun
að lifnaðarháttum, siðum og gildum viðtökusamfélagsins heldur
langt ferli þar sem innflytjendur eiga í samræðu hver við annan, við
„gamla landið“ og við samfélagið sem þeir flytjast til. Þær sam -
ræður eiga sér m.a. stað í athvörfum innflytjenda og það er ekki síst
þar sem skilyrði aðlögunar eru sett jafnframt því að innflytjendur
eiga þar skjól. Samfélagið mótast svo og tekur breytingum samhliða
þessu ferli og innflytjendur leggja þar með lóð á vogarskálarnar við
mótun samfélagsins. Réttindabarátta undirsáta, barátta sem er
gjarnan háð undir merkjum pólitískrar róttækni, er liður í því ferli
og með pólitísku starfi sínu í Winnipeg og nágrenni áttu vestur-
íslenskir róttæklingar sinn litla þátt í mótun hins pólitíska landslags
í Manitoba. Þeir fóru ekki í launkofa með það markmið sitt að hafa
áhrif á stjórnmálin og félagslífið í Kanada og það er í sjálfu sér hluti
af aðlögunarferli þeirra. Gagnrýni vesturíslenskra róttæklinga á
samfélag N-Ameríku ber þannig að skoða sem aðlögun á þeirra
eigin forsendum og sem lið í því að gera þá sjálfa að fullgildum
Kanadamönnum.104
Stjórnmálaumræða Vestur-Íslendinga snerist að miklu leyti um
að staðsetja sig sem íslenska innflytjendur í stigskiptu og fjölþjóð -
legu kanadísku þjóðfélagi. Innflytjendamál voru í brennidepli í
Kanada fyrstu áratugi 20. aldar og innflytjendur voru almennt litnir
vilhelm vilhelmsson62
104 Sbr. Christiane Harzig, Dirk Hoerder og Donna Gabaccia, What is Migration
History?, bls. 107–109; Royden Loewen og Gerald Friesen, Immigrants in Paririe
Cities, bls. 4–5.
Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:47 Page 62