Saga - 2012, Side 67
„ánægja með það sem er … 65
109 „Fer Íslendingum fram í vesturheimi?“, Dagskrá II 29. ágúst 1902, bls. 3. Sjá
einnig S. B. Benedictsson, Opið bréf til séra Rögnvalds Péturssonar, bls. 22–23.
110 Sjá t.d. „Verkfall“, Dagskrá II 28. júlí 1902, bls. 1–2; G. Thorsteinsson, „Svar til
Heimskringlu“, Baldur 13. og 27. júní 1904; „Ritstjórnarpistlar“, Freyja 10:6-7
(1908), bls. 177.
111 „Stjórnmál“, Dagskrá II 30. nóvember 1901, bls. 1. Sjá einnig „Ritstjórnar -
pistlar“, Freyja 8:9 (1906), bls. 219; Tuttugasta öldin 1. júlí 1910, bls. 4.
112 „Ritstjórnarpistlar“, Freyja 12:2–3 (1909), bls. 69–70.
113 Sjá t.d. bréf Margrétar J. Benedictsson til Lucifer, the Light-Bearer 15. mars 1906,
bls. 483; „Kínverjamúr í Canada“, Dagskrá II 5. mars 1903, bls. 3; „Hrukkur“,
Baldur 1. júní 1903, bls. 2; „Skattálögur án málsvara, er harðstjórn“, Freyja 5:12
ingum síst til framdráttar að halda sér sem „sérstökum flokki“ og
ekki líklegt að „hérlenda þjóðin“ hefði mikið álit á slíkum heim -
óttar skap.109
Vesturíslenskum róttæklingum varð einnig tíðrætt um það hlut-
verk blaða sinna að fræða íslenska landa sína um stjórnmál Kanada,
hlutverk sem þau töldu stóru blöðin ekki sinna þar sem þau væru
lítið annað en málpípur ákveðinna hagsmunaaðila sem gæfu bjag -
aða mynd af kanadísku samfélagi og stjórnmálum.110 Þessir rót-
tæklingar töluðu í blöðum sínum ítrekað fyrir aukinni þátttöku
Vestur-Íslendinga í stjórnmálum og menningarlífi Winnipeg. Íslend-
ingar þyrftu að hætta að greiða atkvæði „eins og einhver hefir beðið
þá, annaðhvort með flokknum hans Sigtryggs [Jónassonar, þ.e.
Frjálslynda flokknum] eða hans Baldvins [Baldvinssonar, þ.e.
Íhalds flokknum]“ heldur taka sjálfstæðar ákvarðanir byggðar á
hagsmunum sínum sem verkafólk, alþýðufólk, konur eða innflytj-
endur.111 Þeir börðust þannig fyrir því að íslenskir innflytjendur
yrðu hluti af kanadísku þjóðfélagi en þó á sínum eigin forsendum.
Íslendingar væru „einungis sandkorn af þjóð þeirri“ sem væri að
myndast á sléttum Kanada og ættu að nýta hæfileika sína og mennt-
un til að tala máli réttlætis, jafnaðar og frelsis í kanadískum stjórn-
málum, m.a. með því að taka að sér forystuhlutverk í kvenfrelsis-
baráttunni.112
Um leið og vesturíslenskir róttæklingar gagnrýndu kanadískt
samfélag voru þeir uppteknir af því að verða álitnir fullgildir þegn-
ar þess og báru í ritum sínum og kvæðum ítrekað lof á kanadíska
menningu og þjóð. Þau báru djúpstæða virðingu fyrir þeim hug-
sjónum frelsis og jöfnuðar sem þau töldu kjarna amerískrar menn-
ingar og vísuðu iðulega til amerískrar andófsorðræðu í eigin skrif-
um.113 Þessi tvíbenta afstaða tók á sig lýsandi mynd í Ljóðmælum
Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:47 Page 65