Saga - 2012, Qupperneq 73
út á Leirárgörðum árið 1800. Í möndlukökuna þurfti hráefni sem
ekki hefur verið á hvers manns borði á þeim tíma — möndlur,
sítrónur, hveiti — og svo auðvitað nóg af eggjum. Ekkert af þessu
var svokölluð taxtavara undir lok 18. aldar, þ.e.a.s. á lista í hinni
opinberu vöru- og verðskrá sem gilti um lágmarksinnflutning á
vörum og nauðsynjum til landsins á tímum einokunarverslunar-
innar.3
Þegar grannt er skoðað má einnig sjá að möndlukakan á sér
fyrirmynd og þekkist m.a. í nýlegri matreiðslubók um hefðbundna
ítalska matargerð.4 Möndlukökuuppskrift má einnig finna frá
Danmörku á 17. öld.5 Ljóst er að í matreiðsluvasakverinu eru marg-
ar uppskriftir af erlendum uppruna og bókin hefur líklega verið
byggð á grunni danskra og norskra matreiðslubóka sem þekktust
meðal borgarastéttarinnar á þeim tíma. Hallgerður Gísladóttir
sagnfræðingur, sem rannsakaði matarmenningu fyrri alda, segir
bókina fyrst og fremst hafa verið ætlaða til að kynna heldra fólki
erlendar kræsingar, en í henni komi einnig fram upplýsingar um
rétti sem landsmenn þekktu fyrir.6 Nanna Rögnvaldardóttir telur að
munaðarvara og matarmenning 71
3 Gott yfirlit er yfir innflutningsvörur aldarinnar í Hagskinnu, og í verðskrá frá
1776 má fá lista yfir almennan innflutning matvara til landsins á þeim tíma. Sjá
Hagskinna. Sögulegar hagtölur um Ísland. Icelandic Historical Statistics. Ritstj. Guð -
mundur Jónsson og Magnús S. Magnússon (Reykjavík: Hagstofa Íslands 1997),
bls. 434–443 (Tafla 10.5. Verðmæti og magn innfluttra vörutegunda 1625–1819).
Vöruflokkarnir sem getið er í töflunni yfir innflutning eru: rúgur, rúgmjöl,
grjón, baunir, hveitibrauð (skonrok), svartabrauð (skipsbrauð), bygg, banka-
bygg, önnur mjölvara, malt, humlar, brennd vín, létt vín, öl, mjöður, kaffi, sykur
og síróp, önnur matvara. Sjá einnig Lovsamling for Island IV. 1773–1783. Útg.
Oddgeir Stephensen og Jón Sigurðsson (Kaupmannahöfn: Universitets-
Boghandler Andr. Fred. Höst 1854), bls. 314–325 (Forordning om den islandske
Taxt og Handel. Fredensborg 30/5 1776). Yfirlit yfir innflutningsvörur á einok-
unartímabilinu er að finna í Jón J. Aðils, Einokunarverzlun Dana á Íslandi
1602–1787. 2. útg. (Reykjavík: Heimskringla 1971), bls. 436–473.
4 Sjá t.d. Gray, Rose og Ruth Rogers, River Cafe Cook Book Two (London: Ebury
Press 1997), bls. 326. Þar heitir kakan Torta di mandorle, limone e ricotta. Ég þakka
Halldóru Hreggviðsdóttur fyrir ábendingu um suðurevrópskar rætur möndlu-
kökunnar.
5 Bi Skaarup, Renæssancemad. Opskrifter og køkkenhistorie fra Christian 4.’s tid
(Kaupmannahöfn: Gyldendal 2006), bls. 120–121, 149. Í þessari uppskrift er
rjómi, rósavatn og múskat og heldur færri egg. Ekki var heldur gert ráð fyrir
sítrónum í kökunni.
6 Hallgerður Gísladóttir, Íslensk matarhefð (Reykjavík: Mál og menning 1999), bls.
39–40.
Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:47 Page 71