Saga - 2012, Page 75
Hann bar þar meðal annars saman neysluhætti í Múlasýslu og
Árnessýslu, þar sem í fyrrnefndu sýslunni væri hin mesta hófsemi
viðhöfð og aðeins snætt tvisvar á dag. Árnesingar væru engu kraft-
meiri þrátt fyrir fleiri máltíðir og meiri matarneyslu.11 Hann skrifar
ennfremur:
Eg þecki þá bændr, sem nú drecka kaffe tvisvar, og eigi sialdnar enn
einusinni á degi, en Rom og Raudavín í stad öls og brennuvíns. Séd hefir
eg mussuklæddann fulltída bónda son, er til eingra menta var settr, en
átti nockra skilldínga, gánga med gull á hatti, og bláfátækar vinnukonur
bera gull, silfr og flöiel. Þetta er dáruskapr mikill, sem eigi nær til for-
standugs og sidláts almúgafólks, er hagar þessu á allt adra leið. Ofneytsla
í mat og dryck hefir opnat mörgum fátækum þær vídu vergángs- og þar
eptir daudansdyr, eptir þat þeir giört hafa kalldakol á sínum ábýlisjörd -
um, en efni þeirra eru þrotin, þó nægilig hafi verit í fyrstu.12
Vörurnar sem Ólafur nefnir komu allar erlendis frá, voru sjaldgæfar
þótt ýmislegt bendi til að neysla þeirra hafi farið vaxandi á 18. öld.
Vitað er til að biskupar landsins, t.d. Þórður Þorláksson í Skálholti,
pöntuðu munaðarvörur á 17. öld.13 Í skjalasöfnum rentukammers
og einokunarverslunarinnar má finna stöku sinnum lista yfir inn-
kaup á vegum embættismanna, t.d. vegna framkvæmda. Í árlegum
reikningum Konungsverslunarinnar fyrir 1759–1763 eru oftast yfir-
lit yfir samanlagðan kostnað við innflutning pöntunarvöru og í
stöku tilfellum má þar finna nafnalista eða vörulista.14 Sýslumenn
munaðarvara og matarmenning 73
höfðingi. Ólafur Stefánsson Stephensen stiftamtmaður og hugmyndir hans (Reykja -
vík: Hið íslenska bókmenntafélag 2011), bls. 81–82; Lbs.-Hbs. Sigurður Högni
Sigurðsson, Munaðarvörur á Íslandi á 18. og 19. öld og viðhorf til þeirra. BA-rit-
gerð í sagnfræði. Háskóli Íslands 2010, bls. 12–18. http://hdl.handle.net/
1946/5111.
11 Ólafur Stefánsson, „Um Jafnvægi Biargrædis-Veganna á Islandi“, bls. 139.
12 Ólafur Stefánsson, „Um Jafnvægi Biargrædis-Veganna á Islandi“, bls. 138–139.
13 Pöntunarlistar hafa varðveist frá Þorláki og fleiri biskupum á 17. öld, sjá Jón J.
Aðils, Einokunarverzlun Dana á Íslandi 1602–1787, bls. 471–473.
14 Fremur fáir slíkir listar hafa varðveist miðað við umfang þeirrar verslunar, en
þá má stundum finna innan um önnur verslunargögn. Sjá t.d. dæmi frá
Konungsversluninni fyrri: Danmarks Rigsarkiv (DRA). Reviderede Regnskaber
(Rev.Regn.) 571. Handelsregnskaber for de enkelte havne 1759–1763, nr. 1–25.
Þar eru t.d. varðveittir listar yfir ýmsar vörur sem embættismenn landsins virð -
ast hafa lagt út fyrir og voru að fá endurgreiddar. Með skjölum ársins 1761 er
listi yfir byggingarvörur og fleira sem Ólafur Stephensen og Skúli Magn ússon
keyptu. Sjá Nr. 3. Handelsregnskaber for Holmens Havn 1761, fskj. 22, 26.
Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:47 Page 73