Saga - 2012, Qupperneq 78
vegar til frá Konungsversluninni síðari, og þar á meðal sú bók sem
hér er til umfjöllunar og sýnir lista yfir sérpantaðar vörur sem send-
ar voru til Íslands árið 1784.18 Sú verslunarbók gilti fyrir tímabilið 1.
september 1783 til loka ágúst árið 1784 og var löggilt 1. september
1783 af stjórn hinnar Konunglegu íslensku, finnmerksku og fær-
eysku verslunar. Bókin sjálf á þó eingöngu við sérpantaðar vörur frá
Danmörku til Íslands og var færð af Andreas Fint pakkhússtjóra í
Kaupmannahöfn. Hún er allmikil að vöxtum og nær til alls lands-
ins.19 Verslunarbókin er frá svipuðum tíma og bæði matreiðslu-
vasakverið og skrif Ólafs um ofneyslu í sýslum landsins. Bókin er
varðveitt með öðrum gögnum sölunefndar konungseigna í Ríkis -
skjalasafninu í Kaupmannahöfn og er afar áhugaverð heimild um
hvaða vörur það voru sem komu sérpantaðar til landsins og hverjir
það voru sem pöntuðu þær hjá kaupmönnum. Hvað getur slíkur
sérpantaður varningur sagt okkur um lífið á Íslandi í lok 18. aldar? Í
hverju fólst munaðarneyslan og var það „tilætlaður“ hópur manna
sem neytti þessa varnings að mati þeirra sem réðu ferðinni í land-
inu?
Matvara frá Kaupmannahöfn
Um 80 tegundir af sérpantaðri matvöru og kryddi voru fluttar inn
árið 1784 auk hátt í 30 tegunda af fræjum til grænmetisræktunar.
Þar af voru örfáar varanna nefndar í hinum opinbera verslunartaxta
sem gefinn var út árið 1776.20 Þó ljóst sé af verslunarbókinni að
eitthvað af þessum vörum hafi verið flutt inn af kaupmönnum til að
hafa á boðstólum í verslunum, var megnið af þeim sérpantað og
hrefna róbertsdóttir76
handels effekter (Real.komm.) 455. Krambodsböger for Island og Finmarken,
1781–1794, nr. 401–422.
18 DRA. Real.komm. 455. Inventarbog for det Islandsk-Finmarkske udrednings-
kontor 1783–1784, nr. 391.
19 Sérpantaðar vörur voru sendar á allar 25 hafnir landsins, sem í landfræðilegri
röð bókarinnar eru eftirfarandi: Vestmannaeyjar, Eyrarbakki, Grindavík,
Básendar, Keflavík, Hafnarfjörður, Hólmur, Búðir, Stapi, Ólafsvík, Grundar -
fjörður, Stykkishólmur, Flatey, Patreksfjörður, Bíldudalur, Dýrafjörður, Ísa-
fjörður, Reykjarfjörður, Skagaströnd, Hofsós, Eyjafjörður, Vopnafjörður,
Húsavík, Reyðarfjörður og Berufjörður.
20 Það voru m.a taffelkager, peberkager, rævekager, sukker og thee. Sjá Lovsamling for
Island IV, bls. 318, 322 (Forordning om den islandske Taxt og Handel. Fredens -
borg 30/5 1776).
Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:47 Page 76