Saga - 2012, Page 79
ekki hluti af stöðluðu vöruframboði krambúðanna. En hvaða mat-
væli voru þetta og hvað segja þessar upplýsingar okkur um matar-
hætti og búsetumenningu á Íslandi undir lok 18. aldar?
Mataræði er ein birtingarmynd samfélagsgerðar. Gamla sam-
félagið á Íslandi á árnýöld einkenndist af fastmótaðri lagskiptingu
þar sem í mörgu giltu mismunandi reglur fyrir mismunandi félags-
hópa. Sá munur kom m.a. fram í vinnulöggjöf, klæðaburði, ferða -
frelsi, menntun og öðrum lifnaðarháttum.21 Margvíslegar lýsingar
á mataræði landsmanna verða til á 18. öld, lýsingar erlendra ferða -
langa á veislum, skýrslur og greinargerðir auk mataruppskrifta.
Þessar heimildir bera með sér að verulegur munur var á mataræði
almúga og höfðingja. Athuganir Hallgerðar Gísladóttur benda til að
embættismannastéttin hafi í því efni mikið fylgt því sem þekktist í
Kaupmannahöfn á meðan almenningur neytti hefðbundins íslensks
matar sem þekkst hafði um aldir. Þar vísar hún m.a. til skrifa land-
fógetans árið 1785 um að fæði „konunglegra þjóna, presta og versl-
unarmanna“ hafi verið með öðrum hætti en almennings.22 Stefán -
ungar, sem stóðu að útgáfu matreiðslukversins, voru á þessum tíma
miklir eignamenn og margir hverjir embættismenn konungs og
meðal helstu höfðingja landsins.23
Þessi munur á neysluvenjum fyrirmanna og almúgafólks endur-
speglast greinilega í matreiðslukverinu. Talið er að kverið sé skrifað
af Magnúsi Stephensen dómstjóra, en það var gefið út í nafni mág-
konu hans, Mörtu Maríu Stephensen, og afsakar eiginmaður hennar,
Stefán Stephensen, þetta frumhlaup konu sinnar í formála bókar-
innar.
munaðarvara og matarmenning 77
21 Nokkuð hefur verið ritað um hvernig líta megi á lagskiptingu samfélagsins á
18. öld og er gott yfirlit yfir rannsóknir á efninu í Harald Gustafsson, „Hug -
leiðingar um samfélagsgerð Íslendinga á árnýöld“, Íslenska söguþingið 28.–31.
maí 1997. Ráðstefnurit II. Ritstj. Guðmundur J. Guðmundsson og Eiríkur K.
Björnsson (Reykjavík: Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands og Sagnfræðingafélag
Íslands 1998), bls. 109–117; Kgl. Bibl. Christina Folke Ax, De uregerlige. Den
islandske almue og øvrighedens reformforsøg 1700–1870. Ph.D. avhandling.
Institut for historie, Københavns Universitet, bls. 24–30.
22 Hallgerður Gísladóttir, Íslensk matarhefð, bls. 26–40.
23 Um eignir Ólafs Stephensens og stöðu þeirrar fjölskyldu sjá m.a. Einar
Hreinsson, Nätverk och nepotism. Den regionala förvaltningen på Island 1770–1870.
Avhandlingar från Historiska institutionen i Göteborg 37 (Göteborg: Histor -
iska institutionen Göteborgs Universitet 2003), bls. 118–133; Jón Sigurðsson,
Mikilhæfur höfðingi, bls. 33–37.
Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:47 Page 77