Saga - 2012, Side 80
Valda því tilmæli okkar elskulega bróðurs, herra Jústitsráðs og
Justitiarii Magnúsi Stephensens, hvörjum ekki þótti þessu Vasakveri
ofaukið, þó finndist í nokkuð fleiri heldri manna húsum. Fyrir þess-
háttar menn, en ekki eiginlega almúga, er það og ætlað, og eftir fyrir-
manna efnum og ýmissu standi lagað. … Samt sem áður vonast, að
almúgafólk geti hér af margt til hagnaðar og velsæmandi tilbúnings
hreinlegs og ljúffengs matar numið, … en þótt meiri partur kversins sé
æðri manna borð haldi samboðnari.24
Sumar uppskriftirnar í bókinni voru þannig birtar í tveimur gerð -
um. Þar er t.d. lýst kjötsúpugerð bæði fyrir heldra fólk og almúga
og kjötpylsum sem innihéldu misgóð hráefni eftir því hver átti að
neyta þeirra.25 En höfðu íslenskir höfðingjar möguleika á að nálgast
þessar vörur sem til þurfti til að elda borgaralega rétti að evrópsk-
um hætti og t.d. útbúa möndlukökuna góðu?
Nokkrar samtímalýsingar erlendra ferðalanga benda til þess að
fjölbreyttir sælkeraréttir hafi verið á borðum háembættismanna
landsins þegar þá bar að garði undir lok 18. aldar og í byrjun þeirrar
19, ýmsir kjöt- og fiskréttir, sykraðar eggjakökur, sagóbúðingur,
hveitikökur, tvíbökur, púrtvín og Lundúnabjór, svo nokkuð sé
nefnt.26 Innflutningsskýrslur sýna að rúgmjöl var langalgengasta
mjölið, þarnæst bygg, og eftir 1774 fór smáræði að flytjast inn af öðru
mjöli. Kaffi var skráð samfellt í innflutningsskýrslur frá 1776 og sykur
frá 1777, allt í litlu magni en þó vaxandi eftir því sem leið á öldina.
Engir ávextir eða önnur sérvara er skráð í nægilegu magni til að rata
inn í hagskýrslur.27 Mataræði á Íslandi á 18. öld var í mörgu frá-
brugðið því sem tíðkaðist í Evrópu á svipuðum tíma. Fæði Íslendinga
fram undir síðari hluta 19. aldar byggðist einkum á fiski og mjólkur-
og kjötvörum í stað kornneyslu líkt og í Danmörku og nágranna-
löndunum. Innflutningur matvara til Íslands til loka 19. aldar mun
einnig hafa verið lítill og skipt litlu máli fyrir almennt mataræði.28
hrefna róbertsdóttir78
24 Marta María Stephensen, Einfalt matreiðsluvasakver fyrir heldri manna húsfreyjur,
bls. 1.
25 Sama heimild, bls. 8–16.
26 Hallgerður Gísladóttir segir frá nokkrum frægum veislum háembættismanna
í bók sinni Íslensk matarhefð, bls. 36–37.
27 Hagskinna. Sögulegar hagtölur um Ísland, bls. 434–443 (Tafla 10.5. Verðmæti og
magn innfluttra vörutegunda 1625–1819).
28 Sveinbjörn Rafnsson, „Um mataræði Íslendinga á 18. öld“, Saga XXI (1983), bls.
73–74; Guðmundur Jónsson, „Changes in Food Consumption in Iceland,
1770–1940“, Scandinavian Economic History Review. 46:1 (1998), bls. 24–30.
Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:47 Page 78