Saga - 2012, Side 82
jurtarækt hafi komist á legg sé grænmetis einnig neytt á kvöldin.
Kjöt var ekki á boðstólum nema á hátíðisdögum. Þórarinn segir
þessar lýsingar eiga við um allan almenning, líka efnaða bændur og
lægri embættismenn sem og kirkjunnar þjóna. Heldri menn lagi sig
síðan að lifnaðarháttum Kaupmannahafnar.30 Matreiðsluvasakverið
títtnefnda hefur væntanlega einkum verið ætlað þessum síðast-
nefnda hópi, þótt höfundurinn vonist til að almenningur geti nýtt
sér það líka. En hvaða mynd gefa sérpöntuðu matvörurnar af mat-
aræðinu sem þessi hópur gat leyft sér?
Ríflega tíu tegundir af kryddi voru fluttar inn til landsins árið
1784. Þar var algengast að sjá engifer, pipar, kanil, saffran, negul,
múskat og kardimommur, en þessi krydd voru flutt inn á meira en
helming allra hafna landsins. Sinnep af ýmsu tagi var ekki óalgengt
heldur. Kúmen, anís og allrahanda var flutt á nokkrar hafnir en
þýsk piparrót eingöngu til Hófsóss. Rúsínur, kúrenur og sveskjur
voru algengustu þurrkuðu ávextirnir og voru fluttir til nærri allra
hafnanna. Þær voru líka í þónokkru magni miðað við aðrar vörur af
þessu tagi. Mikið úrval var flutt inn þetta ár af ýmiss konar öðrum
þurrkuðum ávöxtum og sérstökum vörum, sem ekki voru á hvers
manns borði. Margt af því var bara flutt á eina og eina höfn, og vek-
ur athygli hversu mikið af þessum vörum fór á þrjár hafnir, Vest -
mannaeyjar, Flatey og Patreksfjörð. Þar á meðal má nefna franskar
plómur, sítrónur, fíkjur, kirsiber, sætar og beiskar möndlur, súkkat
og þurrkuð epli og perur. Grænar baunir voru fluttar inn á
Hólmshöfn, að ógleymdri ólífuolíunni sem flutt var á fimm hafnir
þetta sumar.31 Hvort eitthvað sérstakt hafi orðið til þess að mikið af
munaðarvöru var flutt inn á einmitt þessar hafnir þetta árið eða
hvort gera megi ráð fyrir því að um ákveðið neyslumynstur sé að
ræða er óvíst. Til að svara þeirri spurningu þyrfti að skoða byggð -
irnar á þessum stöðum og sögu þeirra nánar.
Þegar þarna var komið sögu árið 1784 var þegar búið að gera til-
raunir með skipulega ræktun grænmetis á Íslandi í rúma þrjá ára-
tugi. Embættismenn reyndu fyrir sér á biskupsstólunum og Bessa -
hrefna róbertsdóttir80
30 Þórarinn S. Liljendal, „Um algengustu fæðu bænda og vinnufólks á Íslandi“,
bls. 83–87.
31 Olífuolían (bomolje) var flutt inn til fimm hafna: DRA. Real.komm. 455.
Inventarbog 1783–1784, nr. 391, bls. 3 (Vestmannaeyjar), 12 (Keflavík), 44
(Patreksfjörður), 59 (Hofsós), 72 (Reyðarfjörður).
Sjá einnig um bomolje: www.ordnet.dk. Ordbog over det danske sprog. Historisk
ordbog 1700–1950.
Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:47 Page 80