Saga - 2012, Page 83
stöðum á fyrri hluta aldarinn-
ar og seinna varð jarðrækt
hluti af viðreisnaráformum
Inn réttinganna.32 Átaki var
hrundið af stað árið 1754 og
gerðu yfirvöld margt til að
stuðla að matjurtaræktun á
næstu áratugum. Embættis -
menn pöntuðu tugi tegunda af
fræjum til gróðursetningar og
voru ásamt prestum í forsvari
fyrir ræktunarstarf í sinni
sveit. Kaupmenn voru beðnir
um að flytja fræ og útsæði á
hafnir landsins. Stjórnvöld
dreifðu einnig fræjum ókeypis
til almennings um skeið.33
Árið 1784 var flutt inn sér -
pantað fræ af margvíslegu tagi
á fimm hafnir á landinu, til
Grindavíkur, Básenda, Kefla -
víkur, Hafnarfjarðar og Patreks-
fjarðar. Langmest var flutt til
Patreksfjarðar, eða hátt í 20 teg-
undir. Engra nafna er getið við
pöntunarvöru í Patreksfjarðar -
bókinni, en líklegt má telja að
þessi mikli innflutningur teng-
ist á einhvern hátt séra Birni
Halldórssyni í Sauðlauksdal,
sem hafði um áratugaskeið
verið einn af frum kvöðl um grænmetisræktunar á Íslandi og óþreyt-
andi að gera tilraunir, gefa út leiðbeiningarit og hvetja aðra til að
munaðarvara og matarmenning 81
Titilsíða bókar Gallatíns um oflæti frá
1778. Bókin fjallar um mikilvægi þess
að fólk miði neyslu og lifnaðarhætti
sína við stéttarstöðu. Hún var pöntuð
til Patreksfjarðar árið 1784, þangað
sem hvað fjölbreyttust matvara og
önnur munaðarvara var sérpöntuð.
Myndin er af eintaki varð veittu í
Konge lig Bibliotek, Kaup manna höfn.
32 Hrefna Róbertsdóttir, „Áætlun um allsherjarviðreisn Íslands 1751–52“, Land -
nám Ingólfs. Nýtt safn til sögu þess 5 (Reykjavík: Félagið Ingólfur 1996), bls. 37–50
og 65.
33 Lbs.-Hbs. Jóhanna Guðmundsdóttir, „Ætli menn þyrftu ekki að byrja á að bæta
smekk sinn?“ Viðreisn garðræktar á síðari hluta 18. aldar. MA-ritgerð í
sagnfræði frá Háskóla Íslands 2012, bls. 2, 37–40 og 73–74. http://hdl.handle.
net/1946/11393.
Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:47 Page 81